21.8.2012 | 00:18
Þvílíkt yfirlæti og hroki í einum manni.
Hann veit betur eða ætti allavega að vita betur.
Hvernig ætlar þessi maður að fjalla um mál ef svo illa vill til að hann verður kosinn í Hæstarétt. Hann er fyrir löngu búinn að gera sig vanhæfan í öllum meginmálum nútíma Íslandssögunnar með yfirlætis og hrokafullum yfirlýsingum sínum.
Er þetta ekki bara plott hjá honum að sækja um stöðu hæstaréttardómara, konan hans er líka að sækja um sem hæstaréttardómari og ef þeim verður báðum hafnað þá fer hann í leiðindi þannig að hann veit að hann er vanhæfur en er að reyna að auka möguleika konunnar sinnar.
Minni á umfjöllun mína um Alþingi og Hæstarétt.
http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1249575/
Einföldun umræðunnar um myntlán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hann minnist ekki á það, að fjármálafyrirtækin eru búin að vita það í 12 ár, eða frá því að lögin voru samþykt á Alþingi, að þessi gengistryggðu lán eru ólögleg, skjalfest á athugasemdum með fruvarpinu þegar það var samþ. á Alþingi. Og er það ekki saknæmt að bjóða lán sem maður veit að er ólöglegt, allavega hefði ég haldið það.
En um Alsherjar og menntamálanefnd Alþingis, þarna brást formaður og meirihluti nefndarinnar algjörlega, auðvitað átti að fara vandlega yfir málið aftur og fresta því að slíta þinginu, ef það hefði verið nauðsinlegt, meðan kallaðir væru til sérfræðingar til að fá ráðleggingar hjá.
Það er alveg greinilegt að réttarfarsnefnd Alþingis ræður því sem hún vill ráða, allavega meðan þetta fólk situr í nefndinni. og spurning er hvað Mannréttindadómstóll Evrópu gæti gert annað en að gefa nefndarmönnum tiltal.
Ég hefði gjarnan vilja vita hvað réttarfarsnefnd Alþingis, segir við því að ca. 50% af námsefninu sem kennt er til lögg. fyrir fasteignasala, er ekki kent í lögfræðinni, en þrátt fyrir það samk. lög. nr.54/1997 tekur d liður 2gr. það fram að undanþegnir prófi eru hæstaréttar og héraðsdóms lögmenn. ég get ekki séð annað enn þarna er verið að brjóta bæði jafnræðisregluna í stjórnarskránni, og sömuleiðis jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, gaman væri að vita hvað réttarfarsnefnd Alþingis segi við því. Allavega er mikil óvissa í því hvort sá sem hefur ekkert lært í 5o% af námsefninu, ráði við að standa fyrir sölu á fasteign.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.