Föðurlandssvikarar.

Reynslusaga einstæðrar móður með þrjú börn sem flutti til Noregs fyrir rúmu ári síðan og upplifir sig sem föðurlandsvikara vakti mig til umhugsunar. Ekki það að ég sé að ráðleggja fólki að flytja í stórum stíl til útlanda þó ég skilji hvers vegna margir, í raun allt of margir, skuli hafa þurft að taka þá ákvörðun.
Þær aðstæður sem venjulegum fjölskyldum er boðið upp á hér á íslandinu okkar góða eru ekki fólki og fjölskyldum bjóðandi.
Það er einmitt ein aðalástæðan fyrir því að ég tók þá ákvörðun fyrir þremur árum síðan að taka þátt í því þarfa sjálfboðaliðastarfi sem starf í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna er í þess að "gefast" upp og flytja erlendis.
Með því að berjast fyrir löglegum og sanngjörnum leiðréttingum á stökkbreytingu neytendalána, bæði gengisbundnum og verðtryggðum, þá er ég að vonast til að færri þurfi að taka þá erfiðu ákvörðun að flytja til annara landa og þeir sem þess hafa þurft eða valið vegna aðstæðna sjái sér fært að flytja einhvern tímann "heim" aftur.
Eitt mesta mannréttindamál okkar er í mínum huga það að geta valið hvar ég og mín fjölskylda búum. Að landinu sem ég fæddist og ólst upp í sé ekki stjórnað á þann veg að ég sé tilneyddur til að flytja annað til að geta boðið börnunum mínum upp á mannsæmandi líf til framtíðar.
Já mér finnst rétturinn til að búa í besta landi í heimi vera grundvallarmannréttindi og læt engan neyða mig til að flytja annað og berst með kjafti og klóm fyrir þessum mannréttindum mínum og fjölskyldu minnar.
Föðurlanssvikararnir eru þeir sem sköpuðu þessar aðstæður með athöfnum og eða athafnarleysi sínu og þeir sem hafa ekki staðið sig í því hlutverki sem þeir eru ráðnir eða kosnir í eftir að þessar aðstæður komu upp sem neitt hafa allt of margar íslenskar fjölskyldur til að yfirgefa land sitt, fjölskyldu og vini.

Hér er bloggið hennar Guðrúnar Soffíu sem vakti þessi skrif mín. http://gusg.blog.is/blog/gusg/entry/1251043/ 
Hér er blogg sem ég setti fram eftir að ég las bloggið hennar Guðrúnar Soffíu og nota ég það hér óbreytt.


mbl.is Margir flytja af landi brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband