Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Föðurlandssvikarar.

Reynslusaga einstæðrar móður með þrjú börn sem flutti til Noregs fyrir rúmu ári síðan og upplifir sig sem föðurlandsvikara vakti mig til umhugsunar. Ekki það að ég sé að ráðleggja fólki að flytja í stórum stíl til útlanda þó ég skilji hvers vegna margir, í raun allt of margir, skuli hafa þurft að taka þá ákvörðun.
Þær aðstæður sem venjulegum fjölskyldum er boðið upp á hér á íslandinu okkar góða eru ekki fólki og fjölskyldum bjóðandi.
Það er einmitt ein aðalástæðan fyrir því að ég tók þá ákvörðun fyrir þremur árum síðan að taka þátt í því þarfa sjálfboðaliðastarfi sem starf í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna er í þess að "gefast" upp og flytja erlendis.
Með því að berjast fyrir löglegum og sanngjörnum leiðréttingum á stökkbreytingu neytendalána, bæði gengisbundnum og verðtryggðum, þá er ég að vonast til að færri þurfi að taka þá erfiðu ákvörðun að flytja til annara landa og þeir sem þess hafa þurft eða valið vegna aðstæðna sjái sér fært að flytja einhvern tímann "heim" aftur.
Eitt mesta mannréttindamál okkar er í mínum huga það að geta valið hvar ég og mín fjölskylda búum. Að landinu sem ég fæddist og ólst upp í sé ekki stjórnað á þann veg að ég sé tilneyddur til að flytja annað til að geta boðið börnunum mínum upp á mannsæmandi líf til framtíðar.
Já mér finnst rétturinn til að búa í besta landi í heimi vera grundvallarmannréttindi og læt engan neyða mig til að flytja annað og berst með kjafti og klóm fyrir þessum mannréttindum mínum og fjölskyldu minnar.
Föðurlanssvikararnir eru þeir sem sköpuðu þessar aðstæður með athöfnum og eða athafnarleysi sínu og þeir sem hafa ekki staðið sig í því hlutverki sem þeir eru ráðnir eða kosnir í eftir að þessar aðstæður komu upp sem neitt hafa allt of margar íslenskar fjölskyldur til að yfirgefa land sitt, fjölskyldu og vini.

Hér er bloggið hennar Guðrúnar Soffíu sem vakti þessi skrif mín. http://gusg.blog.is/blog/gusg/entry/1251043/ 
Hér er blogg sem ég setti fram eftir að ég las bloggið hennar Guðrúnar Soffíu og nota ég það hér óbreytt.


mbl.is Margir flytja af landi brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föðurlandssvikarar.

Reynslusaga einstæðrar móður með þrjú börn sem flutti til Noregs fyrir rúmu ári síðan og upplifir sig sem föðurlandsvikara vakti mig til umhugsunar. Ekki það að ég sé að ráðleggja fólki að flytja í stórum stíl til útlanda þó ég skilji hvers vegna margir, í raun allt of margir, skuli hafa þurft að taka þá ákvörðun.
Þær aðstæður sem venjulegum fjölskyldum er boðið upp á hér á  íslandinu okkar góða eru ekki fólki og fjölskyldum bjóðandi.
Það er einmitt ein aðalástæðan fyrir því að ég tók þá ákvörðun fyrir þremur árum síðan að taka þátt í því þarfa sjálfboðaliðastarfi sem starf í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna er í þess að "gefast" upp og flytja erlendis.
Með því að berjast fyrir löglegum og sanngjörnum leiðréttingum á stökkbreytingu neytendalána, bæði gengisbundnum og verðtryggðum, þá er ég að vonast til að færri þurfi að taka þá erfiðu ákvörðun að flytja til annara landa og þeir sem þess hafa þurft eða valið vegna aðstæðna sjái sér fært að flytja einhvern tímann "heim" aftur.
Eitt mesta mannréttindamál okkar er í mínum huga það að geta valið hvar ég og mín fjölskylda búum. Að landinu sem ég fæddist og ólst upp í sé ekki stjórnað á þann veg að ég sé tilneyddur til að flytja annað til að geta boðið börnunum mínum upp á mannsæmandi líf til framtíðar.
Já mér finnst rétturinn til að búa í besta landi í heimi vera grundvallarmannréttindi og læt engan neyða mig til að flytja annað og berst með kjafti og klóm fyrir þessum mannréttindum mínum og fjölskyldu minnar.
Föðurlanssvikararnir eru þeir sem sköpuðu þessar  aðstæður með athöfnum og eða athafnarleysi sínu og þeir sem hafa ekki staðið sig í því hlutverki sem þeir eru ráðnir eða kosnir í eftir að þessar aðstæður komu upp sem neitt hafa allt of margar íslenskar fjölskyldur til að yfirgefa land sitt, fjölskyldu og vini.

Hér er bloggið hennar Guðrúnar Soffíu sem vakti þessi skrif mín.  http://gusg.blog.is/blog/gusg/entry/1251043/


Eru alþingismenn skósveinar hæstaréttardómara?

Eftir Vilhjálm Bjarnason, ekki fjárfestir. "Dómsvaldið stjórnar löggjafarvaldinu, þrískipting ríkisvaldsins er þverbrotin."

Hvar er þrískipting valdsins í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald eins og svo oft er vitnað í að sé virkt hér á landi. Inni á vef Alþingis, Skólaþingi, stendur m.a.: „Dómsvald er í höndum dómara og er aðgreining dómsvaldsins frá löggjafar- og framkvæmdarvaldi grundvallaratriði fyrir réttaröryggi í landinu".

Hvað getur venjulegur fjölskyldufaðir gert þegar bankinn er búinn að gera fjölskylduna gjaldþrota og búinn að taka heimilið af sex manna fjölskyldu hans á grundvelli ólöglegra lána. Við hjónin höfum ákveðið að gefast ekki upp.

Það sem ég rek hér á eftir er að mínu mati skýrt brot á þeim lögum og reglum sem um þrískiptingu valds gilda og mun ég fara með þetta mál eins langt og með þarf til að fá leiðréttingu á þessu broti á grundvallarreglum þjóðfélagsins. Raunar sé ég ekki annað en þetta mál geti ekki verið tekið fyrir af dómstólum hérlendis vegna aðildar héraðsdóms, Hæstaréttar og Alþingis að því. Kannski þarf því að fara beint í t.d. Evrópudómstólinn eða Mannréttindadómstól Evrópu.

Breytingatillögur til hagsbóta fyrir heimilin teknar út

Sagan byrjar fyrir rúmum tveimur árum hvað mig varðar, en til að gera langa sögu stutta þá fjalla ég hér bara um 18. og 19. júní sl. Hinn 18. júní sl., næstsíðasta dag þingstarfa 140. löggjafarþings fyrir sumarfrí, lagði Magnús M. Norðdahl varaþingmaður með fulltingi þingkvennanna Margrétar Tryggvadóttur og Eyglóar Harðardóttur fram breytingartillögu við aðra umræðu í þingskjali 1589 vegna þingmáls 716 sem fól m.a. í sér eftirfarandi réttarbætur fyrir hundruð ef ekki þúsundir fjölskyldna. Í 2. grein sagði m.a.: „Án tillits til þeirra fresta sem greindir eru í 1. mgr. 137. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, getur þrotamaður, þrátt fyrir að útivist hafi verið af hans hálfu, krafist endurupptöku gjaldþrotaúrskurðar í máli þar sem skiptum á búi hans er ekki lokið, enda leiði hann líkur að því að greiðsluerfiðleika hans sé að rekja til gengistryggðra lána. Ákvæði þetta gildir til loka árs 2013. Ákvæði þetta á ekki við um lögaðila."

Og í 3. grein sagði m.a.: „Þrotamanni er heimilt að leita úrlausnar héraðsdómara um gildi sölu fasteignar samkvæmt ákvörðun veðhafafundar til fullnustu kröfu sem er umdeild í ljósi hæstaréttardóma um lögmæti og endurreikning gengistryggðra lána, enda hafi kaupandi jafnframt verið eigandi hinnar umdeildu kröfu og hann er eigandi uppboðsandlags. Að kröfu þrotamanns er sala til fullnustu kröfu samkvæmt framansögðu ógild. Ákvæði þetta gildir til loka árs 2013."

Í atkvæðagreiðslu um ofangreindar tvær breytingartillögur voru þær samþykktar á seinasta degi þingsins hinn 19. júní síðastliðinn klukkan 18.35 eins og sjá má í þingskjali 1644. Þar með var löggjafarvaldið og Alþingi búið að samþykkja tillögurnar í atkvæðagreiðslu á hinu háa Alþingi.

Í framhaldi af þessu var málið sent aftur í Allsherjar- og menntanefnd fyrir þriðju umræðu sem fram fór seinna sama dag. Á þann fund stormar inn starfandi hæstaréttardómari við Hæstarétt Íslands, Benedikt Bogason, sem jafnframt er starfsmaður réttarfarsnefndar og krefst þess að þessar breytingartillögur sem þingmenn voru nýbúnir að samþykkja, verði teknar út úr lagafrumvarpinu og sagði þær valda óvissu. Málið snérist samt auðvitað um að leiðrétta þá óvissu og það réttarfarslega slys sem komið var fram og fól m.a. í sér að fjármálastofnanir gerðu fólk gjaldþrota og tóku heimili fjölskyldu þess á ólöglegum gjörningum. Meirihluti allsherjar- og menntanefndar fer þá í það fyrir hönd löggjafarvaldsins að hlýða dómsvaldinu og semur nýja breytingartillögu í þingskjali 1651 sem felur m.a. í sér að þessar tvær nýsamþykktu réttarbætur fyrir þær fjölmörgu fjölskyldur sem hefðu getað nýtt sér þær eru felldar í burtu að kröfu dómsvaldsins.

Þessi breytingartillaga í þingskjali 1651 er svo samþykkt á lokamínútu þingsins, klukkan 23.29 hinn 19. júní, og einni mínútu seinna eru lögin svo samþykkt í þingskjali 1664 og eru nú lög númer 72/2012, án þessara réttarbóta fyrir almenning! Gott ef þetta var ekki síðasta málið sem þingmenn tóku fyrir áður en þeir fóru heim í sumarfrí. Vonandi eru þeir, sem samþykktu að taka þetta út, stoltir af þessu verki sínu. Ég vil taka fram að ég er ekki að setja út á þær réttarbætur sem þó fóru inn í lögin og þakka varaþingmanninum Magnúsi M. Norðdahl sérstaklega fyrir hans baráttu ásamt Eygló Harðardóttur og Margréti Tryggvadóttur og Lilju Mósesdóttur fyrir stuðninginn.

Ríkisstarfsmaður stjórnar kjörnum fulltrúum almennings

Nú auglýsi ég hér með eftir lögfræðingi sem er tilbúinn að vinna fyrir mig vegna almannahagsmuna, eða „pro bono" eins og það heitir víst á lögmannamáli. Raunar sé ég ekki betur en sá sem tæki þetta að sér fái málskostnaðinn greiddan, því að mínu mati er ég með unnið mál. Ástæða þess að ég vil kæra þetta sjálfur persónulega er sú að þessar réttarbætur í formi endurupptökuheimilda, sem þó hefur verið reynt að innleiða, fyrst í ónothæfu tímabundnu endurupptökuheimildunum sem voru í lögum 151/2010 og svo nú þær sem hér um ræðir, hafa báðar komið til fyrir mína tilstilli vegna sérkunnáttu minnar á málefninu. Fyrst með umsögnum sem ég setti inn, ásamt fleirum í Hagsmunasamtökum heimilanna í aðdraganda laga 151/2010, og svo núna í aðdraganda samþykktar laga 72/2012 með umsögn minni frá 16. mars, fundum með HH fyrir nefndum Alþingis, tölvupóstsendingum og samtölum við þingmenn o.fl. Þessi sérkunnátta mín kemur svo sem ekki til af góðu en ef hún leiðir á endanum til þess að sá stóri hópur sem hér um ræðir fái sanngjarna og nauðsynlega bót sinna mála og heimili sín aftur þá er ég sáttur, þó það hafi tekið alltof langan tíma og alltof mörg tár hjá alltof mörgum fjölskyldum.

Það sem ég tel að þurfi að kæra er í raun málsmeðferðin öll. Fyrst er að nefna Alþingi sem löggjafarvaldið, að það skuli hafa leyft dómsvaldinu í skötulíki réttarfarsnefndar að hafa svona bein áhrif á sig. Og líka að kæra Hæstarétt sem dómsvaldið fyrir að leyfa sér að taka fram fyrir hendurnar á löggjafarvaldinu. Að ég tali nú ekki um að einum ríkisstarfsmanni skyldi takast að láta þjóðkjörna fulltrúa almennings taka út sjálfsagðar réttarbætur sem þeir höfðu sjálfir samþykkt nokkrum klukkustundum fyrr sama daginn og hefðu orðið að lögum ef einn ríkisstarfsmaður með réttarfarsnefnd og dómsvaldið á bak við sig hefði ekki heimtað að Alþingi og þar með löggjafarvaldið tæki það út aftur og dæmt það þar með úr leik fyrirfram.

Það er meira að segja spurning hvort framkvæmdarvaldið og jafnvel forsetinn séu ekki líka aðilar að málinu. Framkvæmdarvaldið m.a. vegna þess að réttarfarsnefnd starfar og er á forræði innanríkisráðuneytisins, sem aftur starfar í umboði forsætisráðherra, og svo eru löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldið búin að blanda forsetanum inn í málið með því að láta hann skrifa undir lög sem fengin eru fram á ólöglegan hátt að mínu mati.

Ég átta mig á því að ég ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en stundum þarf að gera það og þá kannski sérstaklega þegar alltof lengi hefur verið reynt að þagga niður í röddum réttlætisins. Mér er spurn hverjum það sé svo mikill akkur í því að henda þeim fjölskyldum, sem þó eru ennþá í eignum sínum og eignin ennþá í eigu bankans, út af heimilum sínum áður en endanlegir dómar liggja fyrir.

Engin óvissa – Engin rök

Það voru engin rök, sem þessi eini ríkisstarfsmaður lagði fram með kröfu sinni um að kjörnir fulltrúar almennings tækju til baka þær réttarbætur sem Alþingi var nýbúið að samþykkja, önnur en þau að tillagan skapaði óvissu. Óvissu fyrir hvern, jú fjármálastofnanirnar sem voru búnar að gera fólkið gjaldþrota og fá heimili fjölskyldunnar skráð á sig á grundvelli ólöglegra útreikninga áður gengisbundinna ólöglegra lána, en tillagan átti einmitt að bæta stöðuna hjá þessu fólki og fjölmörgum fjölskyldum þar á bak við. Er það ekki einmitt hlutverk dómsvaldsins að skera úr um meinta óvissu í réttarsölum landsins – sem ég tel að vísu enga óvissu um – í stað þess að útiloka að þessi svonefnda óvissa kæmi nokkurn tímann fyrir héraðsdóm eða hvað þá Hæstarétt, þann sama og ríkisstarfsmaðurinn Benedikt Bogason og fleiri hjá réttarfarsnefnd starfa einnig fyrir.

Og svo má ekki gleyma því að á meðan verið er að ræða þetta og þingmenn og hæstaréttardómarar eru í makindum heima í sumarfríinu sínu, þá er verið að henda fjölskyldunum sem um ræðir út úr eignum sínum, hverri á eftir annarri. Og því lengri tími sem líður áður en þetta verður leiðrétt, því fleiri fjölskyldur verða heimilislausar á meðan. Er það það sem við þurfum og viljum?

Að lokum má velta fyrir sér hvort héraðsdómar og Hæstiréttur séu ekki búnir að gera sig vanhæfa til að fjalla um mál, sem komið hafa til þeirra kasta innan réttarfarsnefndar, sem varða lög sem þeir eru búnir að reyna að hafa eða búnir að hafa áhrif á fyrir lagasetninguna með aðild sinni að réttarfarsnefnd.

Þrískipting hvað?

Höfundur er stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, fjölskyldufaðir og ekki fjárfestir.

Þetta er grein sem ég samdi og fékk birta í helgarblaði Morgunblaðsins hinn 15.7.2012. Þar sem svo fáir eru áskrifendur að Morgunblaðinu þá vil ég reyna að dreifa greininni á annan hátt líka, vil þó þakka Morgunblaðinu fyrir að birta greinina, það er meira en margir aðrir. V.B.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband