Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Var að vona að þetta væri í Reykjavík sem mótmælendur hefðu loksins tekið sig til og mætt á Austurvöll

Hvenær megum við búast við að Íslendingar fari að átta sig á að það þarf að hreinsa hér til. Ekki það að ég sé að hvetja til óeirða eða óláta eða jafna okkur við það harðstjórnar og eða kúgunarástand sem ríkir í Súdan eða Egyptalandi.

En þegar valdhafa hér á okkar frábæra Íslandi eru búnir að gera svo oft upp á bak undanfarið að þeir eru orðnir gegnsósa og neita svo að taka nokkra ábyrgð, þá verðum við að taka til hendinni og koma þeim út með einhverjum ráðum.

  


mbl.is Mótmælendur ráða miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krefjumst leiðréttingar strax

Stjórnmálamenn spila á von og trú fólks um leiðréttingu lána, ég er viss um að það fer að sjóða upp úr, sérstaklega þegar fólk fer að átta sig á því að verið er að spila með það. Þessar svokölluðu leiðréttingar kosta ekkert fyrir bankana þegar verið er að færa lán í 110 % veðsetningu, veðsetningin var ónýt áður, ef þeim tekst að fá fólk sem var t.d. með 150 % veðsetningu og hafði ekki efni á borga, til að borga af 110 % veðsetningu þá eru þeir að græða en ekki tapa því eðlilegt er að skuldari skuldi ekki meira en nemur verðmæti eignarinnar ef hann lagði eitthvað fram sjálfur í upphafi, ef bankinn lánaði honum 100 % í upphafi þá verður bankinn sjálfur að taka tapið af því. Það er enginn akkur í því fyrir neinn að skulda umfram verðmæti húsnæðissins síns og sinnar fjölskyldu.

Að gera eins og ríkisstjórnin hefur nýverið sett lög um, að setja lægstu óverðtryggða vexti seðlabankans á öll húsnæðislán eftir Hæstaréttardóm um bílalánasamning er náttúrulega fáránlegt. Það sér hver heilvita maður að það eiga ekki að vera og hafa aldrei, hingað til, verið sömu vextir á skammlífri  munaðarvöru eins og bílum og langtíma nauðsynjavöru eins og fasteign.     

Set hér fram dæmi sem ég bjó til um daginn þegar ríkisstjórnin , bankarnir og lífeyrissjóðirnir sömdu sín á milli um á hvern hátt við skuldarar ættum að borga þeim til baka þá stökkbreytingu sem þeir sjálfir bjuggu til og eru með aðstoð "velferðarríkistjórnarinnar" að græða á svikunum: Tvær fjölskyldur keyptu sér sitt hvora íbúðina í sama húsinu 2007 á 25 milljónir. Önnur fjölskyldan tók 100 % lán og skuldar í dag um 33,2 milljónir. Hin fjölskyldan átti 10 milljónir og tók því 15 milljónir að láni og skuldar í dag um 20 milljónir. Gefum okkur að íbúðirnar hafi lækkað um 20 % og kosti í dag um 20 milljónir og lánin hafi hækkað um c.a. 33 % samkvæmt verðtryggingu.

Samkvæmt samkomulaginu þá fær fyrri fjölskyldan sem tók 100 % lánið afskrifað niður í 110 % af nýju fasteignamati og skuldar því 22 milljónir og hefur engu tapað þó hún skuldi 2 milljónir umfram verðmæti.

Hin fjölskyldan fær enga leiðréttingu, skuldar 20 milljónir og er búin að tapa þeim 10 milljónum sem hún lagði fram í upphafi þannig að hún er búin að borga fyrir leiðréttingu hins aðilans í þessu dæmi og gott betur. 

Þetta kostar ekkert fyrir bankana þegar verið er að færa lán í 110 % veðsetningu, veðsetningin var ónýt áður og ef þeim tekst að fá fólk til að borga af 110 % veðsetningu þá eru þeir að græða en ekki tapa því eðlilegt er að skuldari skuldi ekki meira en nemur verðmæti eignarinnar ef hann lagði eitthvað fram sjálfur í upphafi, ef bankinn lánaði honum 100 % í upphafi þá verður bankinn sjálfur að taka tapið af því. Það er enginn akkur í því fyrir neinn að skulda umfram verðmæti húsnæðisins síns og sinnar fjölskyldu. Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir" 


mbl.is Krefjast leiðréttinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir spila á von og trú fólks um leiðréttingu lána og eru einnig að reyna að minnka líkur á mótmælum á mánudaginn

Stjórnmálamenn spila á von og trú fólks um leiðréttingu lána og eru einnig að reyna að minnka  líkur á mótmælum á mánudaginn, ég er viss um að það fer að sjóða upp úr, sérstaklega þegar fólk fer að átta sig á því að verið er að spila með það. Þessar svokölluðu leiðréttingar kosta ekkert fyrir bankana þegar verið er að færa lán í 110 % veðsetningu, veðsetningin var ónýt áður, ef þeim tekst að fá fólk sem var t.d. með 150 % veðsetningu og hafði ekki efni á borga, til að borga af 110 % veðsetningu þá eru þeir að græða en ekki tapa því eðlilegt er að skuldari skuldi ekki meira en nemur verðmæti eignarinnar ef hann lagði eitthvað fram sjálfur í upphafi, ef bankinn lánaði honum 100 % í upphafi þá verður bankinn sjálfur að taka tapið af því. Það er enginn akkur í því fyrir neinn að skulda umfram verðmæti húsnæðissins síns og sinnar fjölskyldu.

Að gera eins og ríkisstjórnin hefur nýverið sett lög um, að setja lægstu óverðtryggða vexti seðlabankans á öll húsnæðislán eftir Hæstaréttardóm um bílalánasamning er náttúrulega fáránlegt. Það sér hver heilvita maður að það eiga ekki að vera og hafa aldrei, hingað til, verið sömu vextir á skammlífri  munaðarvöru eins og bílum og langtíma nauðsynjavöru eins og fasteign.     

Þar sem það virðist vera mikill misskilningur hjá fólki og því miður ofurtrú, eða réttara sagt ofurvon á að ríkisstjórnin sé að gera eitthvað gott og rétt fyrir skuldara ætla ég að fara aðeins á einfaldan hátt yfir hvernig grunnurinn að uppbyggingu óverðtryggðra lána eins og nota á við “talnaleik“ ríkistjórnarinnar vegna umbreytingar gengislánanna er fundinn. Fyrst eru almennir vextir í þeim lánaflokki sem lána á til fundnir, í okkar tilviki ætti að nota lægstu mögulegu vexti vegna þess að verið er að lána til húsnæðskaupa. Segjum 4,15 % eins og var á þeim tíma sem um ræðir, svo er verðbólgunni á þeim tíma bætt á það og til að vera nokkuð öruggir með þetta þá er c.a. 1 % bætt ofan á til að hafa þetta öruggt, fyrir bankann nota bene. Segjum að verðbólgan hafi verið 4,35 % við lánveitinguna þá fær lántakinn lánið afgreitt með 4,15 % vöxtum + 4,35 % vegna verðbólgu + 1 % til öryggis, samtals gera þetta því 9,5 % í “óverðtryggðum“ vöxtum.  Til að bankinn taki nú ekki of mikla áhættu þá eru þetta nær undantekningarlaust breytilegir vextir, þannig að ef t.d. eftir sex mánuði, verði verðbólgan komin upp í 5,35 % þá eru vextir „“óverðtryggða“ lánsins okkar komnir upp í 10,5 %. Á sama tíma er sá sem er með venjulegt verðtryggt húsnæðislán að borga 9,5 % vexti, þ.e. 4,15 % vegna vaxtanna og 5,35 vegna verðbólgunnar og ekkert 1 % álag. Útkoman er því sú að sá sem er með “óverðtryggt“ lán er að borga c.a. 1 % hærri vexti en sá sem er með venjulegt verðtryggt lán.      

Á norðurlöndunum, þ.e. í  þeim löndum sem við miðum okkur hvað mest við eru lán almennings til húsnæðiskaupa nær undantekningarlaust óverðtryggð og með föstum frá um 2,5 % til um 5 % vöxtum út lánstímann en einnig eru til lán með breytilegum vöxtum en þó með hámarki á hvað vextirnir geta farið hátt, t.d. held ég að í Danmörku séu þeir með 6 % hámarki og eru þau þá með lægri vöxtum en lánin með föstu vöxtunum þar sem lánveitandinn þarf ekki að taka eins mikla áhættu með því móti að þeirra mati, hér er öllu snúið við og notað gegn lántakendum, enda allt traust farið sem við höfðum til banka og fjármálafyrirtækja.     


mbl.is Aðgerðir vegna yfirveðsetninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband