Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Það er skrítið að lesa þessa frétt finnst mér því hún fjallar um vesalings bankana og lífeyrissjóðina sem standa sennilega frammi fyrir því að þurfa að endurreikna stökkbreytta og innistæðulausa vísitöluhækkun heimilslánanna til baka og leiðrétta lán heimilanna fyrir þeirri gríðarlegu hækkun sem ólöglegar verðbætur höfuðstóls hafa lagt á heimili landsins og þá er ég ekki bara að tala um frá hruni heldur frá byrjun útreiknings vísitölunnar á þennan hátt sem mér skilst að hafi byrjað 2001.
Gefum okkur að það sé rétt að það hefði átt og mátt verðbæta hverja greiðslu fyrir sig frá upphafi sem hefði þítt að engum hefði dottið í hug að taka lán á Íslandi með þeirri greiðslubyrði sem því hefði fylgt, að sama skapi má segja að ef lántakar heimilslána hefðu getað séð á hvern hátt lánin mundu þróast með því að verðbæta höfuðstólinn frá lántöku t.d. fyrir 10 eða 20 árum þá hefðu þeir sennilega heldur aldrei tekið lánin hvort sem er.
Mín niðurstaða er því sú að með því að fela stökkbreytingu hækkunar hvers gjalddaga í stökkbreytingu höfuðstóls þá hafi fjármálakerfið og ríkisvaldinu tekist að slá riki í augu almennings og frestað um öll þessi ár því óumflýjanlega sem er að taka á óstjórn í ríkisfjármálum og að skipta krónunni út fyrir tengingu við annan gjaldmiðil og látið almenning í landinu borga brúsann á meðan bankarnir og lífeyrissjóðskerfið bólgnar út eins og púkinn á fjósbitanum og vill auðvitað ekki sleppa þessari sjálfvirku uppsprettu peninga sem þetta kerfi er og hefur verið þeim um allt of langan tíma.
Stöndum nú upp Íslendingar og krefjumst sanngjarnar og löglegrar leiðréttingar og förum fram á að fá hér fjármála og lánakerfi eins og tíðkast í þeim löndum sem við miðum okkur við. Lán til heimilskaupa eiga ekki að vera með vísitölubindingu heldur þurfa þau að vera með hámarki á vöxtum, t.d. 5 til 6 % sem mundi þíða að lánveitendur mundu hafa hag af því að hjálpa til við að halda verbólgu í skefjun í stað þess að hafa hag af því að stuðla að hærri verðbólgu sem skilar sér til þeirra í sjálfvirkri hækkun skulda heimilanna.
Munum líka að það var sagt í upphafi að það væri bara vitleisa að erlendu lánin væru ólögleg þó bankar og fjármálafyrirtæki hefðu vitað það frá upphafi. Pössum okkur líka á því að láta ríkisvaldið ekki ná að dæma aftur lögbrjótunum í vil eins og þeir eru að reyna með gengisbundnu lánin.
Vil taka fram að ér er "ekki fjárfestir" þó ég beri sama nafn og þekktur fjárfestir sem stamaði í Kastljósinu um daginn þegar hann sagðist vilja lifa með reisn af lífeyrinum sínum sem ég er ekki að sjá að hinn almenni borgari geti leyft sér að hugsa einu sinnu um.
Gætu þurft að afskrifa milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2011 | 12:03
Sama hvað fréttirnar af efnahagsmálum Evruríkjanna eru vondar
Það er sama hvað fréttirnar eru vondar af fjárhagsvanda Evruríkjanna, Samfylkingin ver alltaf umsókn sína enda með hausinn fastan á ónefndum stað í Evrópusambandinu.
Það er frekar spurning með hvers vegna VG stendur á bak við þetta með því að styðja og vera í þessari ríkisstjórn með Samfylkingunni.
Þar fyrir utan var ekki farið eftir vilja þjóðarinnar með það að sækja um Evrópusambandaðild og ekki eru betri fréttir fyrir Samfylkinguna samkvæmt nýjustu könnunum um vilja þjóðarinnar í þessum efnum.
Það er þjóðin sem velur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.8.2011 | 10:56
Spurning um lögin á bak við útreikningana en ekki útreikningana sjálfa
Hef alltaf verið hrifinn af einfaldleikanum, margir tala í löngu máli um að útreikningar lánastofnana séu réttir.
Þetta mál er ekki um útreikingana heldur lögin sem útreikningarnir eru gerðir út frá og byggðir á. Þeir hinir sömu minnast hins vegar hvergi á á hvaða lögum þessir útreikningar eru byggðir á en það er akkurat það sem við í HH erum að benda á.
Sem sagt, þetta snýst ekki í grunninn um útreikninga heldur lögin á bak við útreikningana.
Við Íslendingar könnumst öll við útreikningana og afleyðingar þeirra.
Umboðsmaður kannar útreikninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2011 | 17:05
Spurning um að eiga fyrir mat eða húsnæði
Flýja húsaleigu í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2011 | 20:34
Framfærsluvandinn að koma í ljós, hvenær fara stjórnvöld að horfast í augu við vandann
Ráða ekki við húsaleiguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2011 | 15:57
Ekki sammála þessum hagfræðingi frekar en flestum öðrum hagfræðingum
Ég verð nú að segja að ég er þessum herramanni ekki sammála þegar hann segir að áherslan hafi verið á að bjarga fólkinu frekar en bönkunum á Íslandi þó við höfum farið aðra leið en hinar þjóðirnar, en við getum ennþá bjargað fólkinu ef vilji er fyrir hendi hjá stjórnvöldum.
Það er skömm af því hvað margir hér á landi þurfa að velja á milli þess að eiga fyrir mat eða eiga fyrir leigunni eða afborgunum lána húsnæðis fyrir fjölskylduna. Ég hef margoft, bæði í bloggi mínu og vinnu fyrir Hagsmunasamtök heimilanna þar sem ég er í stjórn, bent á að það er ekki bara skuldavandi sem almenningur á við að etja hér á landi heldur líka að launavandinn sé orðinn það mikill að það sé sívaxandi fjöldi fólks sem hefur ekki efni á að halda heimili með sómasamlegum hætti og þurfi að bjóða börnum sínum upp á eitthvað sem á ekki að þurfa að líðast í þjóðfélagi eins og okkar. Bendi ég t.d. á skrif Hörpu Njáls þessu til staðfestingar en hún hefur bæði verið sjálf og sem hluti af GET hóp Hagsmunasamtaka heimilanna fjallað um framfærslukostnað og fátækt á Íslandi. Höfum við bent á að gera þurfi raunframfærsluviðmið sem grunnlaun, tryggingar, bætur og atvinnuleysistryggingar yrðu miðaðar út frá. Það sem gert var hér fyrr á árinu og kallað var neysluviðmið var ekkert annað en mæling á neyslu en hafði ekkert með það að segja hvað kostar að lifa á Íslandi fyrir fjölskyldurnar. Til skýringa felst munurinn á útreiknuðum neysluviðmiðum og raunframfærsluviðmiðum í því að annars vegar er miðgildi raunneyslu mælt út frá fyrirliggjandi gögnum Hagstofu Íslands. Hins vegar er eðlileg raunframfærsla fundin út af sérfræðingum og er þá miðað við að skilgreina framfærsluþætti og þjónustu sem á að teljast fullnægjandi lýsing á hóflegri og eða eðlilegri framfærsluþörf fjölskyldu af tiltekinni stærð, á tilteknum stað og á tilteknum tíma. Út frá skilgreindum framfærsluþáttum sem teljast uppfylla eðlilega framfærsluþörf er fundinn raunframfærslukostnaður. Raunframfærslukostnaður og lágmarks framfærsluviðmið unnin út frá þeim hafa um margra ára skeið verið opinber á öðrum Norðurlöndum, svo sem Danmörku, Svíþjóð og Noregi og eru grunnlaun og annar framfærslukostnaður miðaður við það þannig að þeir sem eru með lægstu launin og lifa á bótum geta lifað nokkuð mannsæmandi lífi í þessum löndum sem er ekki hægt hér á landi.Að mínu mati er það ein mesta kjarabótin sem völ er á að aflétta verðtryggingunni af heimilum landsins og setja á sama tíma hámark á vexti húsnæðislána þannig að allir aðilar hafi hag að því að halda verðhækkunum í lágmarki og þar með verðbólgu sem verðtryggingin er afleiða af. Ástandið á eftir að versna mikið ef við förum ekki að horfast í augu við vandann og gera það sem gera þarf og vil ég meina að það sé mikill dulinn vandi, t.d vegna þess að fjármálastofnanir skrái vandann ekki rétt og séu ekki að gefa upp réttar tölur um fjárhagsvanda heimilanna. Má í því sambandi minnast á að það eru ekki til samræmdar tölur um þann vanda sem þó er hægt að mæla og frumvarp sem gefur leyfi til samkeyslu gagn er kæft í nefnd þingsins. Þetta er ekkert annað en þöggun af verstu tegund sem kemur til með að bíta okkur illilega þegar hið rétta kemur í ljós og áhyggjur mínar og okkar í Hagsmunasamtökum heimilanna er að þá verði vandinn orðinn nánast óbærilegur fyrir allt of marga með öllu því slæma sem því fylgir. Hvet alla til að fara inn á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna, sem er heimilin.is og taka þátt í undirskriftarsöfnun okkar um áskorunar til stjórnvalda um leiðréttingu stökkbreyttra verðtryggðra og gengislána með kröfu um þjóðarathvæðagreiðslu ef stjórnvöld hafa ekki dug í sér til að gera þetta af sjálsdáðum.Íslenska leiðin til fyrirmyndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2011 | 15:50
Að velja á milli matar eða húsnæðis fyrir fjölskylduna
Geta hvorki keypt né leigt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2011 | 12:50
Er Þyrnirós að vakna, vonandi
2.6.2011 | 05:44
"Bitna á kröfuhöfum" hjó eftir því að Moody´s segir það.
Kannski er best að hann sendi Svavar og Indriða félaga sína út til að sjá og læra hvernig þetta er gert, þeir koma svo heim aftur og það eina sem við þurfum að passa okkur á er að gera þveröfugt við það sem þeir leggja til.
Lánshæfi Grikkja í C-flokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2011 | 05:24
Það sama er að gerast hér á landi, lánastofnanir eru að fegra efnahagsreikningana sína.
Ég vitnaði áðan lítillega í Fjármálastöðuleikaskýrslu Seðlabanka Íslands og tek ég hér nokkrar setningar úr henni til að sína fram á að jafnvel Seðlabankinn sér að ástandið er að versna til muna, þeir segja t.d. í skýrslunni: Skuldir heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hefur hefur aldrei verið hærra heldur en í dag á tímabilinu 2000 til 2010. Vanskil hafa stóraukist frá hruni bankanna. Hinn 1. maí 2011 voru um 25.000 einstaklingar á vanskilaskrá og hefur sá fjöldi farið hratt vaxandi undanfarið og hefur t.d. fjölgað um rúman þriðjung síðan í mars 2009.
Ég hef sagt það áður og segi það enn, við eigum ekki bara við skuldavanda að etja, það er líka bullandi framfærsluvandi, það er að venjuleg laun duga ekki til venjulegs og eðlilegs reksturs heimilis með húsnæðiskostnaði og þetta ástand, þ.e. bæði tekju og skuldavandi heimilanna er að springa í andlitið á okkur og þarf sem fyrst að finna leið til leiðréttingar skulda heimilanna og fyrirtækja, það má ekki gleyma því að yfir 95 % fyrirtækja í landinu eru smáfyrirtæki með 10 manns eða minna á launaskrá og vandræði þeirr eru rædd við sama eldhúsborðið og vandræði fjölskyldnanna.
Bankar fegra efnahagsreikninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |