Það sama er að gerast hér á landi, lánastofnanir eru að fegra efnahagsreikningana sína.

Þetta sama er að gerast hér á landi, lánastofnanir eru að fegra efnahagsreikninga sína, mesti munurinn er að FMA, fjármálaeftirlitið hér styður bankana í þessum reiknikúnstum og feluleik og finnst þetta eðlilegt á meðan FSA, breska fjármálaeftirlitið, bendir á hættuna sem er þessu samhliða. Áttið þið ykkur á hvað það þýðir að t.d. hjá ÍLS eru um 60 % lána heimilanna í einhverjum úrræðum svo sem greiðslujöfnun 47 % og 13 % í öðrum leiðum svo sem skuldbreytingu, lengingu, frystingu eða greiðsluaðlögun. Þar að auki eru heil 8 % heimila ekki í neinum úrræðum en þó í vanskilum við Íbúðalánasjóð sem allir vita hvernig endar og þegar ég er að tala um þessi 8 % vanskil þá er verið að tala um 90 daga vanskil eða lengri þannig að vanskilahópurinn er miklu stærri og fer mjög ört vaxandi eins og glæný stöðuleikaskýrsla Seðlabakans segir til um. Við erum að tala um að 68 % lána heimila sem ÍLS hefur lánað séu í vandræðum, mismiklum en í vandræðum. Á bak við þessar tölur um 68 % heimila í vanda hjá ÍLS, þá eru við að tala um 435 milljarða í lánum og 37,200 heimili og nota bene, þetta er bara íbúðalánasjóður. Vanskil í kerfinu eru sögð 8 % hjá ÍLS eins og áður segir og er þá bara talað um 90 daga og lengri vanskil í þeirri skilgreiningu, að mínu mati eru það vanskil að vera með lán í frystingu sem eru 3 % heimila hjá ÍLS og svo eru um 2 % í viðbót í öðrum leiðum sem áður eru upptaldar þannig að 13 % heimila með lán hjá ÍLS eru í úrræðum öðrum en greiðslujöfnun hjá sjóðnum. Á bak við þessi 13 % eru 72,8 milljarðar og 6,242 heimili. Talandi um greiðslujöfnun þá eru heil 47 % heimili með lán hjá íbúðalánasjóði þ.e.a.s. 22,774 heimili með um 302,6 milljarða að láni með greiðslujöfnun, eru það ekki vanskil við upphaflegan samning að geta ekki borgað eins og upphaflega var um samið, ég hefði haldið það. Hvern er verið að blekkja, hvers vegna og til hvers, ég bara spyr. Ef ég tek þetta saman þá lítur þetta ekki vel út, vægast sagt, heildaruppgreiðsluverðmæti lána Íbúðalánasjóðs eru um 591,5 milljarðar, á bak við þá tölu eru rúmlega 48,000 heimili, af þeim virðast ekki nema um 32 %, það eru um 16,500 heimili með um 155 milljarða að láni vera í lagi, ennþá. Hin 68 % með 37,200 heimili á bak við sig og um 435 milljarða í skuldir, eru eins og að ofan segir í vandræðum sem verið er að fegra og nota bene, þarna hef ég bara verið að tala um Íbúðalánasjóð. Íbúðalánasjóður má þó eiga það að hann sendir frá sér tölur sem hægt er að skoða og átta sig á vandanum meðan bankarnir eru að fela vandann hjá sér. Má kannski álikta sem svo að fyrst vandræðahlutfallið hjá Íbúðalánasjóði er þó þetta hátt, 68 % sé ástandið hjá bönkunum ekki betra. Fyrir hrun fóru bankarnir hamförum á íbúðalánamarkaðinum og gátu lánað fyrir eignum á hvaða verði sem var, hvort sem það var 3 eða 300 milljónir, og endurfjármagnað fyrir fólk þegar þeir voru búnir að sprengja verðið upp og buðu þá fólki jafnvel upp á að taka yfirdráttinn sinn og jafnvel gömlu bílalánin inn í endurfjármögnunina, eins gáfulegt og það var fyrir fólk. Fólki var svo jafnvel boðið upp á nýjan yfirdrátt og nýtt bílalán strax eftir endurfjármögnunina. En á sama tíma var íbúðalánasjóður með hámark á sínum lánum 16 milljónir sem fóru svo upp í 20 milljónir og voru bara veitt til kaupa en ekki endurfjármögnunar eða fjármögnun neyslulána.
Ég vitnaði áðan lítillega í Fjármálastöðuleikaskýrslu Seðlabanka Íslands og tek ég hér nokkrar setningar úr henni til að sína fram á að jafnvel Seðlabankinn sér að ástandið er að versna til muna, þeir segja t.d. í skýrslunni: Skuldir heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hefur hefur aldrei verið hærra heldur en í dag á tímabilinu 2000 til 2010. Vanskil hafa stóraukist frá hruni bankanna. Hinn 1. maí 2011 voru um 25.000 einstaklingar á vanskilaskrá og hefur sá fjöldi farið hratt vaxandi undanfarið og hefur t.d. fjölgað um rúman þriðjung síðan í mars 2009.
Ég hef sagt það áður og segi það enn, við eigum ekki bara við skuldavanda að etja, það er líka bullandi framfærsluvandi, það er að venjuleg laun duga ekki til venjulegs og eðlilegs reksturs heimilis með húsnæðiskostnaði og þetta ástand, þ.e. bæði tekju og skuldavandi heimilanna er að springa í andlitið á okkur og þarf sem fyrst að finna leið til leiðréttingar skulda heimilanna og fyrirtækja, það má ekki gleyma því að yfir 95 % fyrirtækja í landinu eru smáfyrirtæki með 10 manns eða minna á launaskrá og vandræði þeirr eru rædd við sama eldhúsborðið og vandræði fjölskyldnanna.
mbl.is Bankar fegra efnahagsreikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sama gerist stanslaust hér á landi, vegna samspils jafngreiðslulána og verðtryggingar. Þau virka best fyrir efnahagsreikninga bankanna og engan annan.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2011 kl. 11:45

2 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Satt Guðmundur, var ekki kominn að þessari hlið málsins sem þú bendir á en alveg rétt hjá þér.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 2.6.2011 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband