Sama hvað fréttirnar af efnahagsmálum Evruríkjanna eru vondar

Það er sama hvað fréttirnar eru vondar af fjárhagsvanda Evruríkjanna, Samfylkingin ver alltaf umsókn sína enda með hausinn fastan á ónefndum stað í Evrópusambandinu.

Það er frekar spurning með hvers vegna VG stendur á bak við þetta með því að styðja og vera í þessari ríkisstjórn með Samfylkingunni.

Þar fyrir utan var ekki farið eftir vilja þjóðarinnar með það að sækja um Evrópusambandaðild og ekki eru betri fréttir fyrir Samfylkinguna samkvæmt nýjustu könnunum um vilja þjóðarinnar í þessum efnum.


mbl.is „Það er þjóðin sem velur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að þú ert í hagsmunasamtökum heimilanna. Hvert er planið þar... að vera áfram með verðtryggingu og grunnan fjámagnsmarkað sem þýðir hærri vextir en ella.

Egill A. (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 12:11

2 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Sæll Egill A. Já ég er í Hagsmunasamtökum heimilanna, satt er það.

Bendi þér á heimilin.is þar sem kemur fram hvað við erum og hvað við viljum.

Varðandi spurningu þína um hvort við viljum vera með verðtrygginguna áfram þá verð ég að spyrja þig á móti, hvar hefur þú verið undanfarið, seinast í gær var  fyrsta og aðalfréttin á báðum sjónvarpsstöðum um það að við hjá HH erum búin að kvarta til umboðsmanns Alþingis um að verðtryggingin hafi og sé vitlaust útreiknuð.

Þar að auki sendum við kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar Evrópusambandsins um sama efni.

Hvet þig til að kynna þér það sem við stöndum fyrir.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 17.8.2011 kl. 12:20

3 identicon

Það eru ansi merkileg sjónarmið Samfylkingarinnar að breyttar efnahagslegar aðstæður í ESB hafi ekki áhrif á aðildarviðræðurnar. ESB býður og tekur. Miðað við það sem hefur gerst þar frá hruni og miðað við þá braut sem aðildarríki ESB virðast vera að halda áfram á, þá minnkar alltaf vægi þess sem ESB getur boðið. Þau eru því alveg með ólíkindum þessi sjónarmið Samfylkingarinnar og gjörsamlega glórulaus. Þetta ferli sem var hrundið af stað kostar líka stórar fjárhæðir og stjórnarliðum öllum saman virðist vera sama um það fjármagn sem á að brenna í þessu ferli. Svo fraus þeim sá hugur að þurfa að kjósa tvisvar um Stjórnlagaráð!

Kristinn (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 12:44

4 identicon

Sæll Villi

ég held að þú sért fastur með hausinn á ónefndum íhaldsrassi með þessu tali þínu. Ef þú manst það ekki, þá ákvað meirihluti alþingi íslendinga að sækja um aðild að Evrópusambandinu og bjóða síðan íslendingum að ákveða hvort að samningnum verði hafnað  eða ekki. Segðu mér eitt...veist þú hver framtíðar stefna Sjálfstæðisflokksins, VG eða Farmsóknar er..??, hver er framtíðarlausn þessara flokka varðandi gjaldmiðilinn t.d..?? 

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 13:21

5 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Sæll Helgi Rúnar. Ef þú vilt persónugera þetta á þann veg að ég sé með hausinn fastan í einhverjum rassi þó ég leyfi mér að segja að Samfylkingin, sem stendur að Evrópusambandsumsókninni, sé með sinn haus einhversstaðar þá þú um það og lýsir þér kannski best. Þvílík heift í þér segi ég bara, ég ætla ekki og vil ekki taka þátt í svoleiðis vitleisu.

Ástæðan fyrir því að ég er á móti Evrópusambandsumsókn núna er algjörlega óflokksbundin, mér finnst bara ekki rétt að sækja um aðild núna þegar við erum liggjandi á maganum í drullupolli með allt niðrum okkur. Tel ég mig hafa fullan rétt til þess að hafa þessa skoðun alveg eins og ég agnúast ekki út í þína skoðun án þess að fara að spyrða þig við einhvern stjórnmálaflokk eða þaðan af verra.

Það væri hugsanlega í lagi að fara í þessar viðræður þegar við erum uppistandandi og í standi til að semja um og við einhvern.  

Varðandi það að ég eigi að svara fyrir stefnu einhverra stjórnmálaflokka þá verður þú bara að hafa fyrir því sjálfur því ég veit ekkert um það enda óflokksbundinn og ekki hrifinn af neinum flokki sem stendur, því miður.

Aftur á móti ef þú vilt vita mína framtíðarsýn varðandi gjaldmiðilinn og allt það þá bendi ég þér á að fara inn á heimilin.is sem er heimasíða Hagsmunasamtaka heimilanna þar sem ég er í stjórn, Hagsmunasamtökin eru ópólitíst sjálfboðaliðasamtök eins og þú kannski veist en þó eru þar innanborðs fólk alveg frá vinstri til hægri að reyna að vinna að skilsamlegri lausn fyrir þetta frábæra land okkar án þess að vera með þá stæla og hroka sem því miður virðist allt of oft fylgja þeim sem eru fastir í flokkafarinu og pólitík.

Mér finnst þetta ekki lengur snúast um pólitík heldur að reyna að ná okkur út úr þeim ógöngum sem við erum í.  

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 17.8.2011 kl. 14:05

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Helgi Rúnar Jónsson: Framtíðarstefna fjórflokksins í peningamálum er eitthvað sem skiptir engu máli í þessari umræðu. Þeir aðhyllast allir óbreytt fyrirkomulag í grunninn. Enginn þessara flokka hefur sýnt vilja til annars en að halda áfram að leyfa bönkum að framleiða 97% peningamagnsins úr vaxtaberandi skuldum sem aldrei fást greiddar. Þar til fólk fylkir sér að baki frumlegri hugmyndum en að skipta um nafn á óskapnaðnum eða hafa blekið á seðlunum í öðrum lit, þá mun ekkert breytast.

Þeir sem hafa nú þegar sett fram hugmyndir sem ganga lengra en að mála bara sama svínið með nýjum varalit:

Auk þess hefur a.m.k. einn stjórnmálaflokkur það á stefnuskránni að taka verðtrygginguna til endurskoðunar: Samtök Fullveldissinna.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2011 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband