Ekkert kemur af engu.

Ef þið viljið undirbúa ykkur fyrir tillögurnar þá skulið þið lesa áfram.
það er eins og almenningur og fjölmiðlar haldi að það sem kynna á fyrir okkur landslýð á morgun sé eitthvað sem enginn veit hvað hafi að geyma eða á hvaða grunni það sé unnið eins og það sé hulið leyndarhjúp. Svo er ekki því allt sem ríkisstjórnir gera er unnið eftir áætlunum. 
Ég skil að almenningur viti ekki betur en ég skil ekki að fjölmiðlafólk viti ekki af því að þetta er allt unnið út frá forsendum sem löngu eru kunnar en kannski er hér komin skýringin á því hvers vegna fjórða valdið, svokallaða, er ekki að standa sig betur en raun ber vitni sem skýrir aftur hvers vegna almenningur er ekki nógu vel upplýstur. 
Málið er að þingsályktunartillaga Forsætisráðherra sem samþykkt var á sumarþinginu er uppskriftin af skuldaleiðréttingarferlinu og öðru því sem á að kynna fyrir okkur á morgun vegna skuldavanda heimila á Íslandi. 
Hér fyrir neðan má lesa hana, bendi ég ykkur sérstaklega á að lesa greinagerðina sem kemur á eftir og skýrir út hvern lið tillögunnar:http://www.althingi.is/altext/142/s/0009.html 
Vitið þið að ég og við í Hagsmunasamtökum heimilanna lúslásum þessa þingsályktunartillögu í sumar og skiluðum inn umsögn um hana. Í umsögninni sögðum við meðal annars að hún væri um margt ágæt en það væri mjög margt sem væri ekki nógu gott og einnig að það væri mjög margt sem vantaði alveg í tillöguna. 
Það sem okkur fannst aðallega vanta eru aðalmálin fyrir heimili landsins og fjölskyldur og er þar fyrst að nefna að skuldavandinn er í raun ekki aðalvandi okkar Íslendinga heldur er það framfærsluvandinn eða með öðrum orðum FÁTÆKT sem er aðalvandi okkar og ekkert er minnst á en hann setur okkur alltaf aftur og aftur í skuldavanda alveg sama hvað leiðrétt verður oft hjá okkur skuldirnar og þá sérstaklega í því verðtryggða neytendalánaumhverfi sem okkur hefur verið boðið upp á. Það þarf að finna út, eins og gert er í öðrum löndum sem við miðum okkur við, hvað það kostar að lifa hófsömu mannsæmandi lífi og stilla svo þjóðfélagið eftir því. 
Hitt aðalmálið sem okkur finnst ekki vera tekið á í tillögunni er að það vantar alveg að fjalla um heitustu kartöfluna í Íslensku þjóðfélagi í dag sem er að verðtrygging neytendalána er og hefur verið ólöglega útfærð frá 2001 að minnsta kosti að okkar mati eins og við höfum nú kært og bíður dóms. Ætlum við í HH ekki að fara með okkar mál fyrir EFTA dómstólinn því við ætlumst til að Íslenskir dómarar dæmi eftir Íslenskum lögum sem eru mjög skýr varðandi þetta atriði. Þegar sá dómur fellur þá er í raun skuldavandi heimilanna leystur og það á miklu, miklu betri hátt og með miklu meiri lækkun en núna er verið að ræða ef miða má við fréttir og tillöguna eins og hún tekur á málinu. Einnig má nefna að þegar dómurinn fellur þá verða bankarnir að leiðrétta lánin á sinn kostnað eins og þeir þurftu að gera þegar dæmt var að gengislánin svokölluðu væru ólögleg. Mér finnst ég ekki þurfa að minnast á að auðvitað þarf að afnema verðtryggingu af neytendalánum til framtíðar, það er svo sjálfsagt.
Það sem ég hræðist mest áður en tillögurnar verða kynntar á morgun, hinn 30 nóvember 2013, er að það er verið að tala um að semja við kröfuhafa um að fá frá þeim silfurpeninga til að leiðrétta lánin og einnig einhverja silfurpeninga til að lækka skuldir ríkissjóðs þannig að báðir flokkar geti sagt að þeir séu að uppfylla kosningaloforð sín. Hræðsla mín snýr að því að kröfuhafar bankanna og þeir sem vilja fá að klára skilin á milli gömlu og nýju bankanna semji um þessa silfurpeninga og smápeninga við ríkisstjórnina og fái í leiðinni að fara með restina af gróðanum úr landi. Þá fyrst erum við sem þjóð í vanda því þegar dómurinn um að verðtrygging neytendalánanna okkar sé og hafi verið ólöglega útfærð frá 2001 kemur, eru hrægammarnir skellihlægjandi að baða sig í peningunum okkar einhvers staðar í heitu umhverfi og ekkert hægt að sækja leiðréttingarnar til þeirra og þá loksins verður ríkissjóður ábyrgur sem er það sem við í HH höfum alltaf verið að berjast fyrir, að ríkið verði ekki ábyrgt heldur hrægammarnir svokölluðu.
Veit að þetta er langt en ef þú hefur lesið þetta hingað til hefur þú virkilegan áhuga á hag íslenskra heimila og er vonandi að sem flestir fari nú að berjast fyrir bættum hag heimilanna og við hættum að láta fara með okkur eins og niðursetninga.
Ef tekið er á öllu því sem við settum fram í umsögn okkar í HH við þingsályktunartillöguna eða jafnvel gengið lengra til varnar fjölskyldunum þá skal ég vera fyrsti maður til að óska ríkisstjórninni til hamingju á morgun, en ég óttast að þetta verði ekki svo gleðilegur dagur. 
Vonandi eru þessi skrif mín óþörf og tekið verður á öllu því sem er í umsögninni okkar í HH og meira til því vonin er að deyja hjá íslensku þjóðinni. 
p.s. set umsögnina okkar í HH við þingsályktunartillöguna hér fyrir neðan og hvet ég ykkur til að lesa hana líka því þar er sett fram á vandaðan hátt hvað þarf nauðsynlega að gera fyrir heimilin í landinu sem ég óttast að sé ekki tekið á í tillögum ríkisstjórnarinnar. 
 http://www.althingi.is/pdf/erindi/?lthing=142&dbnr=57  
mbl.is Leyndinni aflétt í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert kemur af engu.

Ef þið viljið undirbúa ykkur fyrir tillögurnar þá skulið þið lesa áfram.
það er eins og almenningur og fjölmiðlar haldi að það sem kynna á fyrir okkur landslýð á morgun sé eitthvað sem enginn veit hvað hafi að geyma eða á hvaða grunni það sé unnið eins og það sé hulið leyndarhjúp. Svo er ekki því allt sem ríkisstjórnir gera er unnið eftir áætlunum. 
Ég skil að almenningur viti ekki betur en ég skil ekki að fjölmiðlafólk viti ekki af því að þetta er allt unnið út frá forsendum sem löngu eru kunnar en kannski er hér komin skýringin á því hvers vegna fjórða valdið, svokallaða, er ekki að standa sig betur en raun ber vitni sem skýrir aftur hvers vegna almenningur er ekki nógu vel upplýstur. 
Málið er að þingsályktunartillaga Forsætisráðherra sem samþykkt var á sumarþinginu er uppskriftin af skuldaleiðréttingarferlinu og öðru því sem á að kynna fyrir okkur á morgun vegna skuldavanda heimila á Íslandi. 
Hér fyrir neðan má lesa hana, bendi ég ykkur sérstaklega á að lesa greinagerðina sem kemur á eftir og skýrir út hvern lið tillögunnar:http://www.althingi.is/altext/142/s/0009.html 
Vitið þið að ég og við í Hagsmunasamtökum heimilanna lúslásum þessa þingsályktunartillögu í sumar og skiluðum inn umsögn um hana. Í umsögninni sögðum við meðal annars að hún væri um margt ágæt en það væri mjög margt sem væri ekki nógu gott og einnig að það væri mjög margt sem vantaði alveg í tillöguna. 
Það sem okkur fannst aðallega vanta eru aðalmálin fyrir heimili landsins og fjölskyldur og er þar fyrst að nefna að skuldavandinn er í raun ekki aðalvandi okkar Íslendinga heldur er það framfærsluvandinn eða með öðrum orðum FÁTÆKT sem er aðalvandi okkar og ekkert er minnst á en hann setur okkur alltaf aftur og aftur í skuldavanda alveg sama hvað leiðrétt verður oft hjá okkur skuldirnar og þá sérstaklega í því verðtryggða neytendalánaumhverfi sem okkur hefur verið boðið upp á. Það þarf að finna út, eins og gert er í öðrum löndum sem við miðum okkur við, hvað það kostar að lifa hófsömu mannsæmandi lífi og stilla svo þjóðfélagið eftir því. 
Hitt aðalmálið sem okkur finnst ekki vera tekið á í tillögunni er að það vantar alveg að fjalla um heitustu kartöfluna í Íslensku þjóðfélagi í dag sem er að verðtrygging neytendalána er og hefur verið ólöglega útfærð frá 2001 að minnsta kosti að okkar mati eins og við höfum nú kært og bíður dóms. Ætlum við í HH ekki að fara með okkar mál fyrir EFTA dómstólinn því við ætlumst til að Íslenskir dómarar dæmi eftir Íslenskum lögum sem eru mjög skýr varðandi þetta atriði. Þegar sá dómur fellur þá er í raun skuldavandi heimilanna leystur og það á miklu, miklu betri hátt og með miklu meiri lækkun en núna er verið að ræða ef miða má við fréttir og tillöguna eins og hún tekur á málinu. Einnig má nefna að þegar dómurinn fellur þá verða bankarnir að leiðrétta lánin á sinn kostnað eins og þeir þurftu að gera þegar dæmt var að gengislánin svokölluðu væru ólögleg. Mér finnst ég ekki þurfa að minnast á að auðvitað þarf að afnema verðtryggingu af neytendalánum til framtíðar, það er svo sjálfsagt.
Það sem ég hræðist mest áður en tillögurnar verða kynntar á morgun, hinn 30 nóvember 2013, er að það er verið að tala um að semja við kröfuhafa um að fá frá þeim silfurpeninga til að leiðrétta lánin og einnig einhverja silfurpeninga til að lækka skuldir ríkissjóðs þannig að báðir flokkar geti sagt að þeir séu að uppfylla kosningaloforð sín. Hræðsla mín snýr að því að kröfuhafar bankanna og þeir sem vilja fá að klára skilin á milli gömlu og nýju bankanna semji um þessa silfurpeninga og smápeninga við ríkisstjórnina og fái í leiðinni að fara með restina af gróðanum úr landi. Þá fyrst erum við sem þjóð í vanda því þegar dómurinn um að verðtrygging neytendalánanna okkar sé og hafi verið ólöglega útfærð frá 2001 kemur, eru hrægammarnir skellihlægjandi að baða sig í peningunum okkar einhvers staðar í heitu umhverfi og ekkert hægt að sækja leiðréttingarnar til þeirra og þá loksins verður ríkissjóður ábyrgur sem er það sem við í HH höfum alltaf verið að berjast fyrir, að ríkið verði ekki ábyrgt heldur hrægammarnir svokölluðu.
Veit að þetta er langt en ef þú hefur lesið þetta hingað til hefur þú virkilegan áhuga á hag íslenskra heimila og er vonandi að sem flestir fari nú að berjast fyrir bættum hag heimilanna og við hættum að láta fara með okkur eins og niðursetninga.
Ef tekið er á öllu því sem við settum fram í umsögn okkar í HH við þingsályktunartillöguna eða jafnvel gengið lengra til varnar fjölskyldunum þá skal ég vera fyrsti maður til að óska ríkisstjórninni til hamingju á morgun, en ég óttast að þetta verði ekki svo gleðilegur dagur. 
Vonandi eru þessi skrif mín óþörf og tekið verður á öllu því sem er í umsögninni okkar í HH og meira til því vonin er að deyja hjá íslensku þjóðinni. 
p.s. set umsögnina okkar í HH við þingsályktunartillöguna hér fyrir neðan og hvet ég ykkur til að lesa hana líka því þar er sett fram á vandaðan hátt hvað þarf nauðsynlega að gera fyrir heimilin í landinu sem ég óttast að sé ekki tekið á í tillögum ríkisstjórnarinnar. 
 http://www.althingi.is/pdf/erindi/?lthing=142&dbnr=57  
mbl.is Verður gert í skrefum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert kemur af engu.

Ef þið viljið undirbúa ykkur fyrir tillögur ríkisstjórnarinnar þá skulið þið lesa áfram.
það er eins og almenningur og fjölmiðlar haldi að það sem kynna á fyrir okkur landslýð á morgun sé eitthvað sem enginn veit hvað hafi að geyma eða á hvaða grunni það sé unnið eins og það sé hulið leyndarhjúp. Svo er ekki því allt sem ríkisstjórnir gera er unnið eftir áætlunum. 
Ég skil að almenningur viti ekki betur en ég skil ekki að fjölmiðlafólk viti ekki af því að þetta er allt unnið út frá forsendum sem löngu eru kunnar en kannski er hér komin skýringin á því hvers vegna fjórða valdið, svokallaða, er ekki að standa sig betur en raun ber vitni sem skýrir aftur hvers vegna almenningur er ekki nógu vel upplýstur. 
Málið er að þingsályktunartillaga Forsætisráðherra sem samþykkt var á sumarþinginu er uppskriftin af skuldaleiðréttingarferlinu og öðru því sem á að kynna fyrir okkur á morgun vegna skuldavanda heimila á Íslandi. 
Hér fyrir neðan má lesa hana, bendi ég ykkur sérstaklega á að lesa greinagerðina sem kemur á eftir og skýrir út hvern lið tillögunnar:http://www.althingi.is/altext/142/s/0009.html 
Vitið þið að ég og við í Hagsmunasamtökum heimilanna lúslásum þessa þingsályktunartillögu í sumar og skiluðum inn umsögn um hana. Í umsögninni sögðum við meðal annars að hún væri um margt ágæt en það væri mjög margt sem væri ekki nógu gott og einnig að það væri mjög margt sem vantaði alveg í tillöguna. 
Það sem okkur fannst aðallega vanta eru aðalmálin fyrir heimili landsins og fjölskyldur og er þar fyrst að nefna að skuldavandinn er í raun ekki aðalvandi okkar Íslendinga heldur er það framfærsluvandinn eða með öðrum orðum FÁTÆKT sem er aðalvandi okkar og ekkert er minnst á en hann setur okkur alltaf aftur og aftur í skuldavanda alveg sama hvað leiðrétt verður oft hjá okkur skuldirnar og þá sérstaklega í því verðtryggða neytendalánaumhverfi sem okkur hefur verið boðið upp á. Það þarf að finna út, eins og gert er í öðrum löndum sem við miðum okkur við, hvað það kostar að lifa hófsömu mannsæmandi lífi og stilla svo þjóðfélagið eftir því. 
Hitt aðalmálið sem okkur finnst ekki vera tekið á í tillögunni er að það vantar alveg að fjalla um heitustu kartöfluna í Íslensku þjóðfélagi í dag sem er að verðtrygging neytendalána er og hefur verið ólöglega útfærð frá 2001 að minnsta kosti að okkar mati eins og við höfum nú kært og bíður dóms. Ætlum við í HH ekki að fara með okkar mál fyrir EFTA dómstólinn því við ætlumst til að Íslenskir dómarar dæmi eftir Íslenskum lögum sem eru mjög skýr varðandi þetta atriði. Þegar sá dómur fellur þá er í raun skuldavandi heimilanna leystur og það á miklu, miklu betri hátt og með miklu meiri lækkun en núna er verið að ræða ef miða má við fréttir og tillöguna eins og hún tekur á málinu. Einnig má nefna að þegar dómurinn fellur þá verða bankarnir að leiðrétta lánin á sinn kostnað eins og þeir þurftu að gera þegar dæmt var að gengislánin svokölluðu væru ólögleg. Mér finnst ég ekki þurfa að minnast á að auðvitað þarf að afnema verðtryggingu af neytendalánum til framtíðar, það er svo sjálfsagt.
Það sem ég hræðist mest áður en tillögurnar verða kynntar á morgun, hinn 30 nóvember 2013, er að það er verið að tala um að semja við kröfuhafa um að fá frá þeim silfurpeninga til að leiðrétta lánin og einnig einhverja silfurpeninga til að lækka skuldir ríkissjóðs þannig að báðir flokkar geti sagt að þeir séu að uppfylla kosningaloforð sín. Hræðsla mín snýr að því að kröfuhafar bankanna og þeir sem vilja fá að klára skilin á milli gömlu og nýju bankanna semji um þessa silfurpeninga og smápeninga við ríkisstjórnina og fái í leiðinni að fara með restina af gróðanum úr landi. Þá fyrst erum við sem þjóð í vanda því þegar dómurinn um að verðtrygging neytendalánanna okkar sé og hafi verið ólöglega útfærð frá 2001 kemur, eru hrægammarnir skellihlægjandi að baða sig í peningunum okkar einhvers staðar í heitu umhverfi og ekkert hægt að sækja leiðréttingarnar til þeirra og þá loksins verður ríkissjóður ábyrgur sem er það sem við í HH höfum alltaf verið að berjast fyrir, að ríkið verði ekki ábyrgt heldur hrægammarnir svokölluðu.
Veit að þetta er langt en ef þú hefur lesið þetta hingað til hefur þú virkilegan áhuga á hag íslenskra heimila og er vonandi að sem flestir fari nú að berjast fyrir bættum hag heimilanna og við hættum að láta fara með okkur eins og niðursetninga.
Ef tekið er á öllu því sem við settum fram í umsögn okkar í HH við þingsályktunartillöguna eða jafnvel gengið lengra til varnar fjölskyldunum þá skal ég vera fyrsti maður til að óska ríkisstjórninni til hamingju á morgun, en ég óttast að þetta verði ekki svo gleðilegur dagur. 
Vonandi eru þessi skrif mín óþörf og tekið verður á öllu því sem er í umsögninni okkar í HH og meira til því vonin er að deyja hjá íslensku þjóðinni. 
p.s. set umsögnina okkar í HH við þingsályktunartillöguna hér fyrir neðan og hvet ég ykkur til að lesa hana líka því þar er sett fram á vandaðan hátt hvað þarf nauðsynlega að gera fyrir heimilin í landinu sem ég óttast að sé ekki tekið á í tillögum ríkisstjórnarinnar. 
 http://www.althingi.is/pdf/erindi/?lthing=142&dbnr=57  
mbl.is Kynna aðgerðir kl. 16 á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert kemur af engu.

Ef þið viljið undirbúa ykkur fyrir tillögurnar þá skulið þið lesa áfram.
það er eins og almenningur og fjölmiðlar haldi að það sem kynna á fyrir okkur landslýð á morgun sé eitthvað sem enginn veit hvað hafi að geyma eða á hvaða grunni það sé unnið eins og það sé hulið leyndarhjúp. Svo er ekki því allt sem ríkisstjórnir gera er unnið eftir áætlunum. 
Ég skil að almenningur viti ekki betur en ég skil ekki að fjölmiðlafólk viti ekki af því að þetta er allt unnið út frá forsendum sem löngu eru kunnar en kannski er hér komin skýringin á því hvers vegna fjórða valdið, svokallaða, er ekki að standa sig betur en raun ber vitni sem skýrir aftur hvers vegna almenningur er ekki nógu vel upplýstur. 
Málið er að þingsályktunartillaga Forsætisráðherra sem samþykkt var á sumarþinginu er uppskriftin af skuldaleiðréttingarferlinu og öðru því sem á að kynna fyrir okkur á morgun vegna skuldavanda heimila á Íslandi. 
Hér fyrir neðan má lesa hana, bendi ég ykkur sérstaklega á að lesa greinagerðina sem kemur á eftir og skýrir út hvern lið tillögunnar:http://www.althingi.is/altext/142/s/0009.html 
Vitið þið að ég og við í Hagsmunasamtökum heimilanna lúslásum þessa þingsályktunartillögu í sumar og skiluðum inn umsögn um hana. Í umsögninni sögðum við meðal annars að hún væri um margt ágæt en það væri mjög margt sem væri ekki nógu gott og einnig að það væri mjög margt sem vantaði alveg í tillöguna. 
Það sem okkur fannst aðallega vanta eru aðalmálin fyrir heimili landsins og fjölskyldur og er þar fyrst að nefna að skuldavandinn er í raun ekki aðalvandi okkar Íslendinga heldur er það framfærsluvandinn eða með öðrum orðum FÁTÆKT sem er aðalvandi okkar og ekkert er minnst á en hann setur okkur alltaf aftur og aftur í skuldavanda alveg sama hvað leiðrétt verður oft hjá okkur skuldirnar og þá sérstaklega í því verðtryggða neytendalánaumhverfi sem okkur hefur verið boðið upp á. Það þarf að finna út, eins og gert er í öðrum löndum sem við miðum okkur við, hvað það kostar að lifa hófsömu mannsæmandi lífi og stilla svo þjóðfélagið eftir því. 
Hitt aðalmálið sem okkur finnst ekki vera tekið á í tillögunni er að það vantar alveg að fjalla um heitustu kartöfluna í Íslensku þjóðfélagi í dag sem er að verðtrygging neytendalána er og hefur verið ólöglega útfærð frá 2001 að minnsta kosti að okkar mati eins og við höfum nú kært og bíður dóms. Ætlum við í HH ekki að fara með okkar mál fyrir EFTA dómstólinn því við ætlumst til að Íslenskir dómarar dæmi eftir Íslenskum lögum sem eru mjög skýr varðandi þetta atriði. Þegar sá dómur fellur þá er í raun skuldavandi heimilanna leystur og það á miklu, miklu betri hátt og með miklu meiri lækkun en núna er verið að ræða ef miða má við fréttir og tillöguna eins og hún tekur á málinu. Einnig má nefna að þegar dómurinn fellur þá verða bankarnir að leiðrétta lánin á sinn kostnað eins og þeir þurftu að gera þegar dæmt var að gengislánin svokölluðu væru ólögleg. Mér finnst ég ekki þurfa að minnast á að auðvitað þarf að afnema verðtryggingu af neytendalánum til framtíðar, það er svo sjálfsagt.
Það sem ég hræðist mest áður en tillögurnar verða kynntar á morgun, hinn 30 nóvember 2013, er að það er verið að tala um að semja við kröfuhafa um að fá frá þeim silfurpeninga til að leiðrétta lánin og einnig einhverja silfurpeninga til að lækka skuldir ríkissjóðs þannig að báðir flokkar geti sagt að þeir séu að uppfylla kosningaloforð sín. Hræðsla mín snýr að því að kröfuhafar bankanna og þeir sem vilja fá að klára skilin á milli gömlu og nýju bankanna semji um þessa silfurpeninga og smápeninga við ríkisstjórnina og fái í leiðinni að fara með restina af gróðanum úr landi. Þá fyrst erum við sem þjóð í vanda því þegar dómurinn um að verðtrygging neytendalánanna okkar sé og hafi verið ólöglega útfærð frá 2001 kemur, eru hrægammarnir skellihlægjandi að baða sig í peningunum okkar einhvers staðar í heitu umhverfi og ekkert hægt að sækja leiðréttingarnar til þeirra og þá loksins verður ríkissjóður ábyrgur sem er það sem við í HH höfum alltaf verið að berjast fyrir, að ríkið verði ekki ábyrgt heldur hrægammarnir svokölluðu.
Veit að þetta er langt en ef þú hefur lesið þetta hingað til hefur þú virkilegan áhuga á hag íslenskra heimila og er vonandi að sem flestir fari nú að berjast fyrir bættum hag heimilanna og við hættum að láta fara með okkur eins og niðursetninga.
Ef tekið er á öllu því sem við settum fram í umsögn okkar í HH við þingsályktunartillöguna eða jafnvel gengið lengra til varnar fjölskyldunum þá skal ég vera fyrsti maður til að óska ríkisstjórninni til hamingju á morgun, en ég óttast að þetta verði ekki svo gleðilegur dagur. 
Vonandi eru þessi skrif mín óþörf og tekið verður á öllu því sem er í umsögninni okkar í HH og meira til því vonin er að deyja hjá íslensku þjóðinni. 
p.s. set umsögnina okkar í HH við þingsályktunartillöguna hér fyrir neðan og hvet ég ykkur til að lesa hana líka því þar er sett fram á vandaðan hátt hvað þarf nauðsynlega að gera fyrir heimilin í landinu sem ég óttast að sé ekki tekið á í tillögum ríkisstjórnarinnar. 
 http://www.althingi.is/pdf/erindi/?lthing=142&dbnr=57  


mbl.is Ríkisstjórnin samþykkti tillögurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hljóðláta vonleysisstjórnin

Hljóðlát örvænting, uppgjöf og vonleysi.
Þetta er einmitt það sem er að gerast hér á landi og til viðbótar því sem er að gerast annars staðar í Evrópu eru íslensk heimili með verðtryggingu neytendalána sem setur okkur í mun verri stöðu en þessar þjóðir eru að glíma við. 


Úr skýrslunni: "Skýrsluhöfundar segja, að milljónir Evrópubúa lifi við óöryggi um framtíðina sem sé einhver versta sálfræðilega staða sem mannfólkið geti komist í. Hljóðlát örvænting sé að breiðast út, uppgjöf og vonleysi. Í samanburði við árið 2009 hafi þeim fjölgað um milljónir sem bíði í röðum eftir mat og geti hvorki keypt lyf né leitað læknisaðstoðar. Auk þeirra milljóna sem séu án atvinnu séu margir þeirra, sem enn hafi vinnu í erfiðleikum með að ná endum saman vegna of lágra launa en stöðugt hækkandi verðlags."


Ég hef nú í nokkurn tíma varað við að þetta ástand sé fyrir löngu byrjað hér á landi en vegna skuldavandans hefur þetta ekki fengið næga athygli, nú þurfum við að vakna Íslendingar, við getum ekki lengur látið bjóða okkur upp á hljóðláta örvæntingu, uppgjöf og vonleysi. Vill ríkisstjórnin að hennar verði minnst sem " Hljóðláta vonleysisstjórnin " 


Hrútur ráðgjafinn.

Hrútur ráðgjafinn.
Auðvitað finnst fjármálafyrirtækjunum erfitt að hætta nauðungarsölum á heimilum landsmanna en að Innanríkisráðherrann "okkar" taki undir það og sé því sammála er erfitt að trúa en því miður satt. 

Eins og ég sagði við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur Innanríkisráðherra á fundi okkar á miðvikudaginn seinasta, 9.10.2013, þá ætti hún að íhuga að fá sér aðra sérfræðinga og ráðgjafa til að ráðfæra sig við því þeir sem hún er með núna eru greinilega allt of hlynntir bönkunum og fjármálakerfinu og að sama skapi ekki að hugsa um hag eða rétt heimila landsins eins og maður hefði búist við að þeir sem starfa fyrir Innanríkisráðuneytið ættu að gera og ekki að gleyma að hugsa út frá. Hvernig var það í vísunni: Hrútur ráðgjafinn.

Að halda því fram að stjórnarskrárvarinn réttur fjármálafyrirtækjanna sé meiri en stjórnarskrárvarinn réttur heimilanna og fjölskyldna landsins er ótrúlegt og að Innanríkisráðherrann "okkar" trúi svona bulli og láti sér ekki einu sinni detta í hug að skoða hvort það sé rétt þó henni sé bent á það af okkur og nú í framhaldinu af fleiri aðilum er tímaskekkja eftir allt það sem á undan er gegnið og einnig út frá því hvað þessi ríkisstjórn var kosinn út á í vor.  

Þeir sem í því lenda að verða gerðir gjaldþrota eða heimili þeirra og fjölskyldu þeirra sé seld á nauðungarsölu á meðan beðið er boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar sem Innanríkisráðherrann á sjálf sæti í er óásættanlegt fyrir þessar fjölskyldur. Það að Hanna Birna ráðherra skuli leyfa sér að segja að það sé óréttlátt gagnvart þeim sem þegar hafa verið gerðir gjaldþrota eða eign þeirra seld á nauðungarsölu er í raun móðgun við þær fjölskyldur sem í þesum harmleik lenda. 

Við höldum því ekkert fram að það séu 154 nauðungarsölur á heimilum fjölskyldna á íslandi vikuna 7 - 11 nóvember. Það er því miður staðreynd að 154 loka nauðungarsölur eru vinnuvikuna 7 til 11 október 2013 auglýstar inn á vef sýslumanna landsins http://www.syslumenn.is/naudungarsolur/ og ættu það því að vera hæg heimatökin fyrir sýslumennina að leggja þessar tölur saman fyrir Hönnu Birnu, Innanríkisráðherrann "okkar", eins og við í HH gerðum. Við getum líka gert þetta fyrir hana ef það er of erfitt fyrir sérfræðinga og ráðgjafa hennar að finna þetta út. 
Kveðja.
Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir og ekki sérfræðingur Innanríkisráðherra.

Vægt til orða tekið og of seint í rassinn gripið fyrir Árna og Samfylkinguna.

Það er ekki eins og það hafi ekki verið hamast í að skýra þeim frá ástandinu en það var eins og þeir vildu ekki heyra það hvernig ástandið var og er raunar ennþá.

Það er alveg rétt að þeir í Samfylkingunni vildu ekki átta sig á skuldavandanum og þeir reyndu ekki einu sinni að átta sig á honum og raunar má segja að þeir hafi gert allt sem þeir gátu til að horfa fram hjá honum og þegar t.d. við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna reyndum að benda þeim á hvernig staðan væri þá vorum við annað hvort hundsuð eða kaffærð í röngum og villandi skyrslum eins og t.d. frá Hagfræðistofnun Háskólans sem tók virkan þátt í þögguninni ásamt mörgum öðrum úr háskólasamfélaginu, Seðlabankanum, stofnunum samfélagsins og starfsmönnum ráðuneytanna.

það er líka alveg rétt hjá Árna Páli að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms stóð sig mjög vel sem málssvari bankana og vogunarsjóða og að sama skapi stóðu þau sig ekki vel fyrir fjölskyldurnar og heimilin. Er í því sambandi hægt að minnast á starfssemi Umboðsmanns skuldara og hvernig staðið hefur verið að því embætti og nánast öllu öðru sem gera átti og þurfti fyrir fjölskyldurnar og heimilin. Við skulum ekki einu sinni tala um Icesave sendinefndina sem þau sendu til að "semja" við Breta og Hollendinga sem kom með svo"góðan" samning til baka að það mátti enginn sjá hann.

Get eitt deginum í að tala um hvað hefði mátt betur fara en vil frekar fara út að leika með börnunum mínum.

Vil þó minnast á að þessi umræddi Árni Páll, sem eftir að hann varð formaður Samfylkingarinnar,  lofaði mér og okkur í HH rétt fyrir þinglok að hann mundi koma í gegnum þingið endurupptökuheimildum til handa þeim sem gerðir voru gjaldþrota, eign fjölskyldunnar seld á nauðungarsölu eða á veðhafafundi hjá skiptastjóra á grundvelli ólöglegra gengislána og í framhaldinu ólöglegra útreikninga þeirra, en hann stóð ekki við það þannig að hann byrjaði nú ekki vel heldur þó hann sé nú að reyna að benda á hina.  


mbl.is Áttuðum okkur ekki á skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært, Hreppsnefnd Rangárþings Ytra tekur stöðu sína.

Ég sem stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna til þriggja ára vil þakka Guðfinnu og öðrum í Hreppsnefnd Rangárþings ytra fyrir þessa ályktun um stöðvun á nauðungarsölu eigna í hreppnum.

Þetta er frábært hjá ykkur og væri óskandi að það væru fleiri hreppsnefndir, bæjarstjórnir og borgarstjórn sem færu að frumkvæði ykkar og stæðu með íbúm sínum, heimilum þeirra og atvinnurekstri eins og þeim ber skylda til og ætti í raun að vera sjálfsagt mál. Það er spurning hvort þið senduð ekki áskorun á þessa aðila sem ég nefni hér að framan að gera slíkt hið sama.

 

Að verja heimili og fjölskyldur landsins á meðan réttaróvissa er fyrir hendi ætti að vera forgangsmál allra sem starfa á þessum vettvangi og við skulum ekki gleyma því að 95 % fyrirtækja landsins eru smáfyrirtæki með innan við 10 manns í vinnu þar sem framtíð fyrirtækisins er tekin við sama eldhúsborðið og framtíð heimilisins.

 

Það þarf að fresta uppboðum sem byggð eru á bæði gengis og verðtryggðum lánum því það er ekki ennþá búið að klára alla þætti gengismálanna og HH er búið að kæra verðtrygginguna sem ólöglega eins og hún hefur verið framkvæmd frá 2001 að minnsta kosti.

 

Þar fyrir utan á Umboðsmaður Alþingis eftir að svara HH því efnislega, fyrir hönd embættis síns, hvort það stenst lög að setja hækkun vísitölunnar inn í höfuðstól svokallaðra verðtryggðra lána eins og honum ber skylda til eftir að við beindum, fyrir um tveimur árum, spurningu í gegnum hann á Seðlabankann um þá einföldu spurningu hvar það stæði í lögum að það mætti gera það.  

 

Vil benda þér og ykkur á að við hjá HH samþykktum einmitt nánast samhljóðandi ályktun á aðalfundi okkar núna á miðvikudaginn 15.05.13. sem við höfðum verið að vinna að í lengri tíma og í framhaldi af vinnu okkar með t.d. fólki á Selfossi sem eignin var seld á nauðungarsölu um daginn eins og frægt er orðið af Youtube myndbandi sem tekið var á staðnum.   

 

Bara enn og aftur, þetta er algjörlega frábært hjá ykkur og líka það að minni og meirihluti standa saman að þessu, því eins og ég hef svo sem oft sagt áður þá snýst þetta ekki lengur um hægri eða vinstri eða stjórnmál yfirleitt, þetta snýst um að koma okkar frábæra landi og heimilum og fjölskyldum þess til varnar þegar gefið er skotleyfi á þau.

Minni á ferli gjaldþrota og nauðungarsölumála vegna ólöglegra lána.

http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1249575/  

Hér er smá samantekt á því hvers vegna fólk tók gengislán á sínum tíma.

 

http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1223574/

Hér er smá útskýring á því hvernig fólk sem tók gengislán og verðtryggt lán á sama tíma stendur í dag miðaða við að allir dómar um gengislánin séu virtir.

 

http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1283230/

 

Kveðja Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir. Stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna

 


mbl.is Beiti sér gegn uppboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loforðin tíu. Fyrir heimilin og fjölskyldurnar.

Hér eru loforðin tíu. Þau fjalla um það sem er mest aðkallandi að næsta ríkisstjórn lofi að verði fyrstu verk sín fyrir heimili og fjölskyldur landsins. 

1. Gera þarf sem fyrst, allt sem hægt er til að finna út og fá skorið úr um þau álitamál sem eftir eru varðandi gengislánin, þar með talið hvernig á að meðhöndla þá sem var gert ókleift að standa við skuldbindingar sínar vegna þess að lánveitandinn sendi út allt of háa og ólöglega greiðsluseðla sem voru byggðir á ólöglegum lánaskilmálum þeirra. Minni á flýtimeðferð sem gert er ráð fyrir að hægt sé að sækja um samkvæmt nýjum lögum og að þessi mál fái þá flýtimeðferð í gegnum dómstigin.

2. Gera þarf sem fyrst, allt sem hægt er til að fá dóma um það hvort verðtryggingin, eins og hún hefur verið framkvæmd á neytendalánum hingað til, og með tilliti til neytendalaga og MIFID reglna í verðtryggðum lánasamningum, sé ólögleg. Minni á flýtimeðferð sem gert er ráð fyrir að hægt sé að sækja um samkvæmt nýjum lögum og að þessi mál fái þá flýtimeðferð í gegnum dómstigin m.a. út frá þeim forsendum sem koma fram í kærum sem liggja nú þegar fyrir héraðsdómsstigi frá Hagsmunasamtökum heimilanna og Verkalýðsfélagi Akraness. Í stað þess að tefja málin ætti ríkisvaldið að flýta fyrir málum þessum í gegnum dómskerfin. Sjá muninn á gengis og verðtryggðum lántakendum í upphafi. http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1223574/ 

3. Stöðva skal aðfarargerðir, gjaldþrot, nauðungarsölur og sölur á veðhafafundum á grundvelli svokallaðra erlendra eða gengisbundinna lána á meðan beðið er endanlegra dóma um lögmæti allra forma lánasamninga þeirra sem eru þar á bak við. Á meðan beðið er endanlegrar niðurstöðu hafi lántakendur leyfi til að greiða sömu upphæð og þeir greiddu í upphafi lánstímans, fyrir stökkbreytinguna, af láninu. 

4. Stöðva skal aðfarargerðir, gjaldþrot, nauðungarsölur og sölur á veðhafafundum á grundvelli verðtryggðra neytendalána á meðan beðið er dóma um lögmæti verðtryggðra neytendalánasamninga.

5. Finna þarf út raunframfærslukostnað íslenskra fjölskyldna,  þ.e. hvað það kostar að lifa hófsömu, mannsæmandi lífi á Íslandi eins og gert er á hinum norðurlöndunum. Raunframfærslukostnaður og lágmarks framfærsluviðmið unnin út frá þeim hafa um margra ára skeið verið opinber á öðrum Norðurlöndum, svo sem Danmörku, Svíþjóð og Noregi og eru grunnlaun og annar framfærslukostnaður miðaður við það þannig að þeir sem eru með lægstu launin og lifa á bótum, t.d. elli og örorkulífeyrisþegar,  geta lifað mannsæmandi lífi í þessum löndum sem er ekki hægt hér á landi. Sjá nánar t.d. hér: http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1192901/

6. Afnema skal verðtryggingu á neytendalánum til framtíðar á Íslandi og á meðan verið er að ná jafnvægi á neytendalánamarkaðinum þá verður að setja þak á vexti neytendalána. Bendi hér á einfalda útskýringu mína á því hvaða áhrif það hefur að afnema verðtrygginguna: Með því að berjast við afleiðingar vandans, þ.e. verðtryggingu neytendalána, erum við í raun að berjast við orsök hans, þ.e. verðbólguna. Verðtryggingin er í raun birtingarmynd almennings á óstjórn í peningamálum ríkistjórna á hverjum tíma, þ.m.t. að leyfa bönkunum óhefta peningaprentun. Þegar við höfum náð því að afnema verðtryggingu neytendalána þá hafa  ráðandi öfl á peningamarkaði loksins sama markmið og við hin, að halda verðbólgunni í skefjun eins og í öllum siðmenntuðum löndum sem við miðum okkur almennt við.

7. Endurskipuleggja þarf embætti Umboðsmanns skuldara á þann veg að hann fari að vinna fyrir skuldara og með hagsmuni þeirra að markmiði. Í dag er UMS ekki að vinna að hagsmunum lántaka, því miður má segja að hann hafi unnið nær eingöngu með hagsmuni lánveitenda að leiðarljósi. Meðal annars hefur UMS ekki verið að vinna eftir reglugerð sem hann skal vinna eftir skv. 34. grein laga um greiðsluaðlögun sem kemur fram í því að starfsmenn UMS hafa verið að vinna á huglægu mati hvers starfsmanns í málum hvers og eins að sínum umbjóðendum. Að UMS skuli enn þann dag í dag vera að henda fjölskyldum út af heimilum sínum sem eru með ólögleg gengisbundin lán og þá einnig út úr greiðsluaðlögun og greiðsluskjóli er ólíðandi miðað við það sem vitað er um ólögmæti þessara lána. Sjá: http://www.althingi.is/lagas/141a/2010101.html       

8. Alþingi þarf strax að semja og samþykkja frumvarp um heildarrannsókn á fjárhagsstöðu heimilanna sem gerir það kleift að samkeyra allar upplýsingar frá lánastofnunum, ríkisstofnunum og öðrum um skuldamál og stöðu heimilanna en frumvarp um þetta var lagt fram á seinasta þingi sem nota má sem grunn ef menn velja svo.  Þegar það er komið í gegn er fyrst hægt að skoða skuldavanda heimilanna í samhengi og koma með góða greiningu sem gefur aftur kost á því að bregðast rétt við vandanum og koma okkur út úr þessari stöðnum sem við erum í og sem er að stoppa þjóðfélagið ef ekkert verður að gert. Að því sé ennþá haldið fram að vanskil séu einungis um 11 % er eitt dæmið um hvernig verið er að fela raunverulega stöðu fólks, þarna inni eru eingöngu þeir sem eru með allt að 90 daga vanskil, þegar þeir eru komnir yfir 90 dagana þá eru þeir ekki taldir í vanskilum, þeir eru taldir í innheimtu, þeir sem eru hjá UMS eru ekki taldir í vanskilum, þeir sem eru orðnir gjaldþrota eru ekki taldir í vanskilum og svo framvegis. Sá í skýrslu sem var lögð fram í Velferðavaktinni sem ég sit í fyrir Hagsmunasamtök heimilanna að 2011 voru bara 32 % lána Íbúðalánasjóðs að greiðast samkvæmt upprunalegum lánaskilmálum, sem þýðir að 68 % lána ÍLS eru EKKI að greiðast eins og samið var um í upphafi. Sjá: http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1256612/ 

9. Stuðla skal að því að boðið sé upp á óverðtryggt húsnæðislánakerfi sambærilegt og á hinum Norðurlöndunum og einnig þarf að styðja við uppbyggingu sterks leigumarkaðar eins og tíðkast í þeim löndum sem best standa í þeim málum þannig að almenningur hafi góðan og öruggan valkost á milli þess að eiga eða leigja heimili sitt á öruggum kjörum á hvorn veginn sem það velur að haga húsnæðismálum sínum. 

10. Þú skalt ekki stela, segir eitt af boðorðunum 10. Það er ekkert annað en þjófnaður þegar búið er að taka æru folks, heimili og eign fjölskyldunnar á grunni ólöglegra lána. Stuðlað verði að og flýtt fyrir lagabreytingum handa þeim sem gerðir hafa verið gjaldþrota, fengið á sig árangurslaust fjárnám, eign þeirra seld nauðungarsölu eða á veðhafafundi á grundvelli ólöglegra lána og ólöglegum útreikningum þeirra þannig að þessir aðilar geti fengið nafn sitt og æru aftur og einnig heimili sín og fjölskyldu sinnar til baka frá lánastofnunum í þeim tilfellum sem það er mögulegt. Sjá í þessu sambandi 115. mál, lagafrumvarp á 141. löggjafarþingi 2012—2013, Nauðungarsala o.fl. (ógilding, endurupptaka). Sjá einnig:
http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=141&mnr=115 http://www.althingi.is/pdf/erindi/?lthing=141&dbnr=1948 
http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1249575/ 

Hér hef ég farið yfir það helsta sem ný ríkisstjórn þarf strax í byrjun að ráðast í fyrir fjölskyldur og heimilin í landinu að mínu mati og fór ég viljandi ekkert út í snjóhengjuna, gjaldmiðilinn eða vogunarsjóðina, einnig er sneitt fram hjá jafn sjálfsögðum hlutum eins og leiðréttingu lægstu launa og bóta til elli- og örorkulífeyrisþega svo fátt eitt sé nefnt  og annað sem sjálfsagt er að verði tekið á strax.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir.
Stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna.

mbl.is Ör fjölgun uppboðsbeiðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loforðin tíu. Fyrir heimilin og fjölskyldurnar.

Hér eru loforðin tíu. Þau fjalla um það sem er mest aðkallandi að næsta ríkisstjórn lofi að verði fyrstu verk sín fyrir heimili og fjölskyldur landsins. 

1. Gera þarf sem fyrst, allt sem hægt er til að finna út og fá skorið úr um þau álitamál sem eftir eru varðandi gengislánin, þar með talið hvernig á að meðhöndla þá sem var gert ókleift að standa við skuldbindingar sínar vegna þess að lánveitandinn sendi út allt of háa og ólöglega greiðsluseðla sem voru byggðir á ólöglegum lánaskilmálum þeirra. Minni á flýtimeðferð sem gert er ráð fyrir að hægt sé að sækja um samkvæmt nýjum lögum og að þessi mál fái þá flýtimeðferð í gegnum dómstigin.

2. Gera þarf sem fyrst, allt sem hægt er til að fá dóma um það hvort verðtryggingin, eins og hún hefur verið framkvæmd á neytendalánum hingað til, og með tilliti til neytendalaga og MIFID reglna í verðtryggðum lánasamningum, sé ólögleg. Minni á flýtimeðferð sem gert er ráð fyrir að hægt sé að sækja um samkvæmt nýjum lögum og að þessi mál fái þá flýtimeðferð í gegnum dómstigin m.a. út frá þeim forsendum sem koma fram í kærum sem liggja nú þegar fyrir héraðsdómsstigi frá Hagsmunasamtökum heimilanna og Verkalýðsfélagi Akraness. Í stað þess að tefja málin ætti ríkisvaldið að flýta fyrir málum þessum í gegnum dómskerfin. Sjá muninn á gengis og verðtryggðum lántakendum í upphafi. http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1223574/ 

3. Stöðva skal aðfarargerðir, gjaldþrot, nauðungarsölur og sölur á veðhafafundum á grundvelli svokallaðra erlendra eða gengisbundinna lána á meðan beðið er endanlegra dóma um lögmæti allra forma lánasamninga þeirra sem eru þar á bak við. Á meðan beðið er endanlegrar niðurstöðu hafi lántakendur leyfi til að greiða sömu upphæð og þeir greiddu í upphafi lánstímans, fyrir stökkbreytinguna, af láninu. 

4. Stöðva skal aðfarargerðir, gjaldþrot, nauðungarsölur og sölur á veðhafafundum á grundvelli verðtryggðra neytendalána á meðan beðið er dóma um lögmæti verðtryggðra neytendalánasamninga.

5. Finna þarf út raunframfærslukostnað íslenskra fjölskyldna,  þ.e. hvað það kostar að lifa hófsömu, mannsæmandi lífi á Íslandi eins og gert er á hinum norðurlöndunum. Raunframfærslukostnaður og lágmarks framfærsluviðmið unnin út frá þeim hafa um margra ára skeið verið opinber á öðrum Norðurlöndum, svo sem Danmörku, Svíþjóð og Noregi og eru grunnlaun og annar framfærslukostnaður miðaður við það þannig að þeir sem eru með lægstu launin og lifa á bótum, t.d. elli og örorkulífeyrisþegar,  geta lifað mannsæmandi lífi í þessum löndum sem er ekki hægt hér á landi. Sjá nánar t.d. hér: http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1192901/

6. Afnema skal verðtryggingu á neytendalánum til framtíðar á Íslandi og á meðan verið er að ná jafnvægi á neytendalánamarkaðinum þá verður að setja þak á vexti neytendalána. Bendi hér á einfalda útskýringu mína á því hvaða áhrif það hefur að afnema verðtrygginguna: Með því að berjast við afleiðingar vandans, þ.e. verðtryggingu neytendalána, erum við í raun að berjast við orsök hans, þ.e. verðbólguna. Verðtryggingin er í raun birtingarmynd almennings á óstjórn í peningamálum ríkistjórna á hverjum tíma, þ.m.t. að leyfa bönkunum óhefta peningaprentun. Þegar við höfum náð því að afnema verðtryggingu neytendalána þá hafa  ráðandi öfl á peningamarkaði loksins sama markmið og við hin, að halda verðbólgunni í skefjun eins og í öllum siðmenntuðum löndum sem við miðum okkur almennt við.

7. Endurskipuleggja þarf embætti Umboðsmanns skuldara á þann veg að hann fari að vinna fyrir skuldara og með hagsmuni þeirra að markmiði. Í dag er UMS ekki að vinna að hagsmunum lántaka, því miður má segja að hann hafi unnið nær eingöngu með hagsmuni lánveitenda að leiðarljósi. Meðal annars hefur UMS ekki verið að vinna eftir reglugerð sem hann skal vinna eftir skv. 34. grein laga um greiðsluaðlögun sem kemur fram í því að starfsmenn UMS hafa verið að vinna á huglægu mati hvers starfsmanns í málum hvers og eins að sínum umbjóðendum. Að UMS skuli enn þann dag í dag vera að henda fjölskyldum út af heimilum sínum sem eru með ólögleg gengisbundin lán og þá einnig út úr greiðsluaðlögun og greiðsluskjóli er ólíðandi miðað við það sem vitað er um ólögmæti þessara lána. Sjá: http://www.althingi.is/lagas/141a/2010101.html       

8. Alþingi þarf strax að semja og samþykkja frumvarp um heildarrannsókn á fjárhagsstöðu heimilanna sem gerir það kleift að samkeyra allar upplýsingar frá lánastofnunum, ríkisstofnunum og öðrum um skuldamál og stöðu heimilanna en frumvarp um þetta var lagt fram á seinasta þingi sem nota má sem grunn ef menn velja svo.  Þegar það er komið í gegn er fyrst hægt að skoða skuldavanda heimilanna í samhengi og koma með góða greiningu sem gefur aftur kost á því að bregðast rétt við vandanum og koma okkur út úr þessari stöðnum sem við erum í og sem er að stoppa þjóðfélagið ef ekkert verður að gert. Að því sé ennþá haldið fram að vanskil séu einungis um 11 % er eitt dæmið um hvernig verið er að fela raunverulega stöðu fólks, þarna inni eru eingöngu þeir sem eru með allt að 90 daga vanskil, þegar þeir eru komnir yfir 90 dagana þá eru þeir ekki taldir í vanskilum, þeir eru taldir í innheimtu, þeir sem eru hjá UMS eru ekki taldir í vanskilum, þeir sem eru orðnir gjaldþrota eru ekki taldir í vanskilum og svo framvegis. Sá í skýrslu sem var lögð fram í Velferðavaktinni sem ég sit í fyrir Hagsmunasamtök heimilanna að 2011 voru bara 32 % lána Íbúðalánasjóðs að greiðast samkvæmt upprunalegum lánaskilmálum, sem þýðir að 68 % lána ÍLS eru EKKI að greiðast eins og samið var um í upphafi. Sjá: http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1256612/ 

9. Stuðla skal að því að boðið sé upp á óverðtryggt húsnæðislánakerfi sambærilegt og á hinum Norðurlöndunum og einnig þarf að styðja við uppbyggingu sterks leigumarkaðar eins og tíðkast í þeim löndum sem best standa í þeim málum þannig að almenningur hafi góðan og öruggan valkost á milli þess að eiga eða leigja heimili sitt á öruggum kjörum á hvorn veginn sem það velur að haga húsnæðismálum sínum. 

10. Þú skalt ekki stela, segir eitt af boðorðunum 10. Það er ekkert annað en þjófnaður þegar búið er að taka æru folks, heimili og eign fjölskyldunnar á grunni ólöglegra lána. Stuðlað verði að og flýtt fyrir lagabreytingum handa þeim sem gerðir hafa verið gjaldþrota, fengið á sig árangurslaust fjárnám, eign þeirra seld nauðungarsölu eða á veðhafafundi á grundvelli ólöglegra lána og ólöglegum útreikningum þeirra þannig að þessir aðilar geti fengið nafn sitt og æru aftur og einnig heimili sín og fjölskyldu sinnar til baka frá lánastofnunum í þeim tilfellum sem það er mögulegt. Sjá í þessu sambandi 115. mál, lagafrumvarp á 141. löggjafarþingi 2012—2013, Nauðungarsala o.fl. (ógilding, endurupptaka). Sjá einnig:
http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=141&mnr=115 http://www.althingi.is/pdf/erindi/?lthing=141&dbnr=1948 
http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1249575/ 

Hér hef ég farið yfir það helsta sem ný ríkisstjórn þarf strax í byrjun að ráðast í fyrir fjölskyldur og heimilin í landinu að mínu mati og fór ég viljandi ekkert út í snjóhengjuna, gjaldmiðilinn eða vogunarsjóðina, einnig er sneitt fram hjá jafn sjálfsögðum hlutum eins og leiðréttingu lægstu launa og bóta til elli- og örorkulífeyrisþega svo fátt eitt sé nefnt  og annað sem sjálfsagt er að verði tekið á strax.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir.
Stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband