Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016
20.2.2016 | 00:39
Ekki nema von að Sjálfstæðisflokkurinn sé í sögulegu lágmarki.
Það er ekki nema von að Sjálfstæðisflokkurinn sé í sögulegu lágmarki fylgis og traustlega séð.
Ef sjálfur formaður flokksins sem jafnframt er fjármálaráðherra skilur ekki þá einföldu staðreynd að almenningur hefur það svo slæmt að 40 % lántakenda fengju ekki greiðslumat fyrir 25 ára láni og sennilega fengju yfir 60 % lántakenda ekki greiðslumat fyrir 40 ára óverðtryggðu láni og sennilega væru um 80 % lántakenda sem fengju ekki greiðslumat fyrir 25 ára óvrðtryggðu láni.
Þetta ætti að sýna honum hvað verðtryggingin er að gera heimilunum því þetta er ekkert eðlilegt.
Verðtryggingin verður einmitt að fara af lánum heimilanna vegna þessa sem Bjarni er að tala um en ekki öfugt eins og hann túlkar það með aðstoð Seðlabankans og meirihluta nefndar sem hann skipaði sjálfur til að fá akkurat þessa niðurstöðu.
Ég hef alltaf skýrt þetta á þann einfalda hátt, að mér finnst, að á meðan einhver lán heimilanna eru verðtryggð þá hafa ráðandi öfl á fjármálamarkaði ekki hagsmuni af því að halda verðbólgunni í skefjun sem viðheldur háum vöxtum bæði á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum.
Í raun eru engin lán óverðtryggð því verðtryggð annuitslán eru þannig uppbyggð að þú færð lánað fyrir verðbótunum/verðbólgunni á meðan þú staðgreiðir verðbólguna í svokölluðum óverðtryggðum lánum .
Sem segir okkur að þegar búið er að afnema verðtryggingu á neytendalánum þá fara ráðandi öfl á markaði, sem eiga þá peninga sem verið er að lána, að berjast gegn verðbólgunni til að geta lánað almenningi peningana sína því það er víst það sem þetta gengur almennt út á í þeim löndum sem við miðum okkur almennt við. Aðvitað verður að vera verðtrygging á milli fagfjárfesta og ríkisins þannig að þeir hafi hag af því að halda verðbólgunni í skefjun.
Það vita það allir sem vilja vita það að það er eðli þeirra sem eiga peninga að vilja ávaxta þá en eins og þetta gengur fyrir sig hér á landi þá eyðileggja þeir heimilin og hagkerfið í leiðinni.
Eðlilegt samband lánadrottna og skuldara, er ekki rétta að kalla skuldara skuldadjöfla fyrst hinir eru drottnarar, er að hagkerfið gangi áfram fyrir þá báða.
Að Seðlabankinn taki þátt í þessari vitleysu og arðráni almennings er í raun fáránlegt og ennþá fáránlegra að ríkið státi sig á sama tíma á því að þeir hafi sparað 35 milljarða með útgáfu óverðtryggðra skuldabréfa, hver borgaði þá milljarða nema heimilin í landinu.
Semsagt, þegar búið er að afnema verðtrygginguna á lánum heimilanna þá verður fljótlega farið að bjóða eingöngu upp á óverðtryggð lán með sennilega 4 til 5 % vöxtum því við verðum samt alltaf með c.a. 2 til 3 % hærri vexti en þau lönd sem við miðum okkur almennt við en ég held og veit að við værum sátt með það.
Kannski skilur Bjarni Benediktsson Bjarni Benediktsson þetta einmitt sem er ennþá alvarlegra....
Viðmið bankanna ströng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2016 | 23:32
Hvernig var málshátturinn. Það er of seint að
Árni Páll segir núna um skuldir heimilanna strax eftir hrun: " Þegar fólk var að drukkna í skuldafeni tókum við (Samfylkingin) að okkur í of ríkum mæli að útskýra fyrir fólki að það ætti að borga skuldir sínar, í stað þess að taka okkur stöðu með fólki gegn fjármálakerfi."
Það er mikið að einhver viðurkennir mistök Samfylkingarinnar í seinustu ríkistjórn þar sem Samfylkingin lét heimilin liggja í drullupolli yfirveðsettra eigna og verðtryggingar lána heimilanna til að láta okkur kjósa um aðild að ESB með fótunum undan skuldum og verðtryggingu frekar en taka á vandanum hér heima eins og alvöru stjórnmálaflokkur hefði átt að gera.
Árni Páll Árnason segir samt áfram að hann styðji ekki afnám verðtryggingar á lán heimilanna og á meðan hann sem formaður Samfylkingarinnar eða ef næsti formaður verður sama sinnis þá fær Samfylkingin engin atkvæði alveg sama hvað menn segjast vera leiðir yfir fortíðinni.
Fari ekki inn í óbreytt valdakerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |