Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016
13.1.2016 | 23:41
Röng þýðing hjá MBL sem gefur fréttinni allt aðra meiningu.
Royal Bank of Scotland segir fjárfestum að selja nánast allt.
Það er munur á því að segja fjárfestum eða almennum viðskiptavinum að selja allt eins og sagt er í Moggagreininni að RBS hafi sagt.
Það var samt annað sem ég hjó eftir en það er hverjum eiga fjárfestarnir að selja, því ef RBS segir öllum fjárfestum að selja þá er bara almenningur sem er eftir til að selja það sem fjárfestarinir áttu.
Það er nefnilega þannig að ef einhverjum er ráðlegt að selja þá þarf að finna kaupanda og ég geri ráð fyrir að RBS hjálpi fjárfestunum að selja.
Það minnir mig á íslensku bankana fyrir hrun sem tóku stöðu með krónunni og gegn henni á sama tíma og létu meðal annars lífeyrissjóðina okkar blæða fyrir það ásamt almenningi.
Er það tilviljun að Mogginn þýðir þetta vitlaust ?
Seljið allt! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |