Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

Fólk eyðir ekki meira en það á og að nota mælingu á eyðslu sem viðmið er bara fölsun

Nú er nóg komið frá stjórnvöldum og stjórnkerfinu.
Það vita það allir sem vilja vita það að hver alvöru máltíð kostar meira en 250 kr.
Þessi viðmið sem verið er að nota af stjórnvöldum eru kolröng, þau eru fengin út frá mældri eyðslu fólks úr neyslukönnun sem gerð var af Hagstofunni 2011 þar sem þeir mældu eyðslu fólks á ákveðnu tímabili. 
Fólk eyðir ekki meira en það á og að nota mælingu á eyðslu sem viðmið er bara fölsun.
Að Stofnum um fjármálalæsi skuli einnig nota þessar tölur um eyðslu er í raun sorglegt og sannar fyrir mér að Breki Karlsson forstöðumaður þeirrar stofnunar er ekki fjármálalæs frekar en aðrir sem koma að þessu máli og eru að reyna að verja það.
Hvernig getum við kennt landsmönnum fjármálalæsi ef Stofnun um fjármálalæsi og forstöðumaður hennar kunna ekki einu sinni fjármálaæsi og hafa ekki einu sinni fyrir því að kynna sér málið.
Það sem þarf nauðsynlega að gera akkurat núna er að finnan út hvað það kostar að lifa hófsömu mannsæmandi lífi á Íslandi eins og gert er á hinum Norðurlöndunum, þegar það er búið er þjóðfélagið stillt út frá því í staðinn fyrir að miða við eyðslu fólks sem hefur ekki nóg á milli handanna og láta eins og það sé allt í lagi í þjóðfélaginu.
Stjórnkerfið og stjórnvöld þurfa að fara að taka hausinn upp úr sandinum og horfast í augu við vandann í staðinn fyrir að falsa gögn og þykjast ekki sjá að þjóðfélagið er að fara hliðina.

mbl.is „Við ölum fólk ekki bara á hafragraut“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LYKILL er hin nýja Lýsing.

Munið að Lýsing er komin aftur af stað í að lána 90 % lán og notar núna nafnið LYKILL. 

Viljið þið skipta við svona fyrirtæki sem hefur margoft sýnt sittt rétta andlit gagnvart "viðskiptavinum" sýnum.  


mbl.is „Mér finnst þetta bara svo óréttlátt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband