Fólk eyðir ekki meira en það á og að nota mælingu á eyðslu sem viðmið er bara fölsun

Nú er nóg komið frá stjórnvöldum og stjórnkerfinu.
Það vita það allir sem vilja vita það að hver alvöru máltíð kostar meira en 250 kr.
Þessi viðmið sem verið er að nota af stjórnvöldum eru kolröng, þau eru fengin út frá mældri eyðslu fólks úr neyslukönnun sem gerð var af Hagstofunni 2011 þar sem þeir mældu eyðslu fólks á ákveðnu tímabili. 
Fólk eyðir ekki meira en það á og að nota mælingu á eyðslu sem viðmið er bara fölsun.
Að Stofnum um fjármálalæsi skuli einnig nota þessar tölur um eyðslu er í raun sorglegt og sannar fyrir mér að Breki Karlsson forstöðumaður þeirrar stofnunar er ekki fjármálalæs frekar en aðrir sem koma að þessu máli og eru að reyna að verja það.
Hvernig getum við kennt landsmönnum fjármálalæsi ef Stofnun um fjármálalæsi og forstöðumaður hennar kunna ekki einu sinni fjármálaæsi og hafa ekki einu sinni fyrir því að kynna sér málið.
Það sem þarf nauðsynlega að gera akkurat núna er að finnan út hvað það kostar að lifa hófsömu mannsæmandi lífi á Íslandi eins og gert er á hinum Norðurlöndunum, þegar það er búið er þjóðfélagið stillt út frá því í staðinn fyrir að miða við eyðslu fólks sem hefur ekki nóg á milli handanna og láta eins og það sé allt í lagi í þjóðfélaginu.
Stjórnkerfið og stjórnvöld þurfa að fara að taka hausinn upp úr sandinum og horfast í augu við vandann í staðinn fyrir að falsa gögn og þykjast ekki sjá að þjóðfélagið er að fara hliðina.

mbl.is „Við ölum fólk ekki bara á hafragraut“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Ég vil aðeins breyta orðalagi þessa bloggs þó það sé ekki hægt eftirá og hefði viljað að ég hefði ekki nafngreint Breka Karlsson forstöðumann Stofnunar um fjármálalæsi eins og ég gerði, það er óþarfi að nafngreina menn sem geta ekki varið sig ef þeir sjá ekki það sem maður skrifar þó hann sem forstöðumaður þessarar stofnunar geti þurft að taka gagnrýni. Einnig vil ég aðeins hnykkja á orðalaginu því Stofnun um fjármálalæsi notar ekki sömu tölur og notaðar eru sem viðmið um að það þurfi 250 kr á máltíð en þó nota þeir aðrar mælingar á eyðslu sem ég tel alveg eins ómarkvisst og óvandað því eins og ég segi í blogginu þá hefur eyðsla einhvers hóps ekkert með það að segja hvað það kostar að lifa mannsæmandi lífi á okkar annars ástkæra landi.

Svona hefði ég viljað hafa þessa setningu sem nafn Breka kemur fram

" Að Stofnum um fjármálalæsi skuli einnig nota tölur um eyðslu þó á annan hátt sé er í raun sorglegt og sannar fyrir mér að forstöðumaður þeirrar stofnunar er ekki fjármálalæs frekar en aðrir sem koma að þessu máli og eru að reyna að verja það."

Bið ég Breka hér með afsökunar á því að nefna nafn hans og skal reyna að láta það ekki bitna á persónu hans þó ég verði heitur út í kerfið og stjórnmálin.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 14.10.2014 kl. 11:45

2 identicon

Það er e.t.v ekki alslæmt að feitasta þjóð í Evrópu skuli þurfa að minnka skammtastærðirnar.

Hannes (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 11:26

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þú getur vel breytt efni færslunnar eftir á....ef þú vilt. Alla vega hef ég ekki verið í vandræðum með að gera leiðréttingar eftir á á efni færslna sýnist mér svo.

Erlingur Alfreð Jónsson, 15.10.2014 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband