Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013
21.2.2013 | 21:54
Alveg óþarfi að setja þjóðfélagið á hliðina með ólöglegri verðtryggingu.
Óþarfi að setja heilt samfélag á hvolf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2013 | 11:43
Vantrauststillagan og hótunin sem fólst í henni dugði Hreyfingunni.
Þvílíkur leikaraskapur á hinu háa Alþingi, Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar eða Dögunar setur í gær fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina, sem þau hafa hingað til stutt án þess að opinbera það eða viðurkenna, vegna þess að ríkisstjórnin ætlaði ekki lengur að klára aðaláherslumál þeirra sem er nýja stjórnarskráin fyrir þinglok.
Ég sé fyrir mér hvað margir hafa unnið allan seinnipartinn í gær og langt fram á nótt við að leysa þennan mikla "vanda", ef jafn mikil orka, vinna og áhugi hefði verið fyrir því að laga hag heimilanna þá værum við sem þjóð ekki stödd þar sem við erum í dag.
Svo nú þegar búið er að semja þá er vantrauststillagan dregin til baka vegna "hugsanlegs formgalla". Áttið þið ykkur á hvað þessi og önnur pólitísk hrossakaup eru og hafa að kostað okkur þar sem sitjandi ríkisstjórn hefur ekki meirihluta en ætlar samt að sitja út kjörtímabilið hvað sem það kostar. Hvað haldið þið að það séu margir aðrir samningar sem við höfum ekki orðið eins áþreifanlega vör við og hvað haldið þið að þessir samningar hafi kostað okkur.
Það má furðu sæta að þessi ríkisstjórn sé ekki fyrir löngu brunnin upp til agna í því pólitíska fárviðri sem hér geisar en það sorglega er að á meðan hafa heimili landsins og fjölskyldur þess brunnið upp á þessu ófriðarbáli stjórnmálanna.
Þór dregur tillögu sína til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2013 | 11:27
Flýtimeðferð á kæru Hagsmunasamtaka heimilanna orðin lífsnauðsynleg.
Nú er það orðið algjörlega nauðsynlegt að fá flýtimeðferð á kæru Hagsmunasamtaka heimilanna sem lögð var fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur hinn 28 september 2012 og verður fyrirtaka á verðtryggingarmálinu okkar í HH hinn 20. febrúar kl. 09:45 í sal 401 í Héraðsdóm Reykjavíkur við Lækjartorg. Dómari er Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari sem mér skilst að sé nýráðinn sem héraðsdómari og finnst mér það sérkennilegt að láta nýjan og óreyndan dómara taka svona viðamikið mál sem fyrsta mál.
Dropinn holar steininn, það sem nánast öllu þótti í raun vera algjör fyrra fyrir nokkrum misserum er nú að verða lýðnum ljóst og þá er þess ekki lengi að bíða að stjórnvöldum verði það ljóst líka þó það hafi oftast verið lengri leið að stjórnvöldum en hinum venjulega íslendingi.
Minnist þess að þegar við héldum því fyrst fram að gengislánin væru ólögleg þá var hlegið opinberlega að okkur, við vitum nú hvernig það endaði eða er að enda, þar sannast hið fornkveðna, sá hlær best sem síðastur hlær.
Þetta sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins álikar um er akkurat það sem við í Hagsmunasamtökum heimilanna kærðum Íbúðalánasjóð fyrir hinn 28 september á seinasta ári, þ.e. að sé árleg hlutfallstala kostnaðar ekki kynnt fyrir lántakenda þá sé ólöglegt að rukka hann um verðbætur. raunar segja lögin að það sé þá líka ólöglegt að rukka vexti líka en það er ekki það sem við erum að berjast fyrir, það er sjálfsagt að borga sanngjarna og eðlilega vexti til baka ef maður tekur lán.
En eins og við vitum þá er verðtrygging ofan á vexti hvorki sanngjörn eða eðlileg og hvað þá okurvexti, svo erum við líka búin að sýna fram á að verðtryggingin er ólögleg eins og kemur fram í kærunni sem þetta álit framkvændarstjórnar Evrópusambandsins styður.
Ég hef haldið því fram að verðtryggingin verði dæmd ólögleg og þá þurfi að setja neyðarlög því það vita allir sem vilja vita það að ekki er hægt að taka allar ólöglegar verðbætur af alveg aftur til t.d. 1983. Í mínum huga þá snýst þetta um að setja þá hópa sem tóku gengis og verðtryggð lán á svipaðan stað því t.d. munurin á þeim sem tóku 20 milljón króna gengis og verðtryggt lán til 40 ára hinn 1.1.2008 er eftir gengisdómana um 10 milljónir gengislántakendanum í vil. Sá verðtryggði situr uppi með 28 milljónir á meðan sá gengistryggði skuldar um 18 milljónir.
Spennandi tímar framundan sem verða að vinnast annars er íslenskt þjóðfélag endanlega komið á hausinn og það munu skapast hér aðstæður sem enginn vill hugsa til eða upplifa.
Stöndum nú upp úr sófanum og fáum verðtrygginguna dæmda ólöglega bæði til fortíðar og framtíðar.
Lánin álitin ólögleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |