Vantrauststillagan og hótunin sem fólst í henni dugði Hreyfingunni.

Þvílíkur leikaraskapur á hinu háa Alþingi, Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar eða Dögunar setur í gær fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina, sem þau hafa hingað til stutt án þess að opinbera það eða viðurkenna, vegna þess að ríkisstjórnin ætlaði ekki lengur að klára aðaláherslumál þeirra sem er nýja stjórnarskráin fyrir þinglok. 

Ég sé fyrir mér hvað margir hafa unnið allan seinnipartinn í gær og langt fram á nótt við að leysa þennan mikla "vanda", ef jafn mikil orka, vinna og áhugi hefði verið fyrir því að laga hag heimilanna þá værum við sem þjóð ekki stödd þar sem við erum í dag.

Svo nú þegar búið er að semja þá er vantrauststillagan dregin til baka vegna "hugsanlegs formgalla". Áttið þið ykkur á hvað þessi og önnur pólitísk hrossakaup eru og hafa að kostað okkur þar sem sitjandi ríkisstjórn hefur ekki meirihluta en ætlar samt að sitja út kjörtímabilið hvað sem það kostar. Hvað haldið þið að það séu margir aðrir samningar sem við höfum ekki orðið eins áþreifanlega vör við og hvað haldið þið að þessir samningar hafi kostað okkur. 

Það má furðu sæta að þessi ríkisstjórn sé ekki fyrir löngu brunnin upp til agna í því pólitíska fárviðri sem hér geisar en það sorglega er að á meðan hafa heimili landsins og fjölskyldur þess brunnið upp á þessu ófriðarbáli stjórnmálanna. 


mbl.is Þór dregur tillögu sína til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband