7.5.2009 | 17:16
Hræðilegt fyrir heimilin í landinu ef rétt reynist
Þetta verður endapunkturinn fyrir allmarga ef rétt reynist. Lánin hafa þegar hækkað um c.a. 23 % frá október 2007 og eignir lækkað að nafnvirði um 10 % og að raunvirði um 25 %. Tökum dæmi: Ungt fólk átti 4 milljónir og keypti íbúð á segjum 20 milljónir í október 2007 og fékk 16 milljónir. þ.e. 80 % lán hjá Íbúðalánasjóð. Þetta unga fólk á í dag eign sem er verðmetinn á c.a. 18 m, m.v. 10 % lækkun á nafnvirði og á meðan hefur lánið hækkað upp í 19,7 m. Ef þetta fólk neyðist til að selja íbúðina sína í dag, segjum vegna þess að Lýsing, Avant eða S.P. fjármögnun er komið á eftir þeim með bílalánið sem komið er í vanskil þá tapa þau auðvitað þessum 4 m. sem þau áttu í íbúðinni og ekki nóg með það, þau þurfa að borga með íbúðinni 1,7 m til að geta selt hana þannig að heildartap þeirra er 5,7 m. miðað við þetta dæmi. Það sér það hver heilvita maður að þetta ástand er ekki viðunandi og hvað þá ef spá Seðlabankans rætist um 46 % raunlækkun fasteigna, það má bara ekki gerast að það rætist því þá held ég að allt of margir sem standa í dag betur en þetta unga dæmisfólk séu komin með neikvæða eiginfjárstöðu og þá gefst fólk bara upp með tilheyrandi skilnaðaröldu og öðrum leiðinlegum fylgikvillum fjármálavandræða. Tölum þetta frekar upp og stöndum saman, förum á morgun kl 13 fyrir framan Alþingishúsið og mótmælum úrræðaleysi og vangetu þessarar stjórnar sem er að reyna að lengja líf sitt þessa dagana og hefur tekið allt of langan tíma í það meðan heimilin brenna upp á skuldabálinu og fjölskildur kveljast.
46% raunlækkun fasteigna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Þetta er frábært. Við sem sáum aldrei fram á að geta fjárfest í húsnæði eygjum nú smá von til þess að geta það eftir 1-2 ár.
Jón (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 18:05
Ætli Gylfi, Jóhanna og Steingrímur geri sér grein fyrir ástandinu. Vinsælustu stjórnmálamenn landsins, Jóhanna og Steingrímur
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 18:15
Sæll Jón. Vona að þú verðir jafn ánægður ef, sem ég vona að gerist ekki, það kemur önnur kreppa eftir að þú kaupir þína íbúð eftir eitt til tvö ár. Kannski er bara best fyrir menn eins og þig að leigja bara áfram, það er áhættuminnst. Hvers eiga þeir að gjalda sem keyptu sér íbúð fyrir tveimur árum í góðri trú eins og fólkið í dæminu hjá mér, ert þú þá að segja mér að þér þyki allt í lagi hvernig fór fyrir þeim. Það eru tvær hliðar, að minnst kosti á öllum málum.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 7.5.2009 kl. 18:19
Sæll Páll A. Mér sýnist þetta vinsæla fólk engan veginn gera sér grein fyrir hvernig ástandið er, að minnsta kosti leyna þau því vel ef þau vita af því. Ég er ekki alveg viss um að þau verði lengi vinsæl úr þessu, mér sýnist þau ekkert ráða við ástandi í flokkunum sínum hvað þá í landinu.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 7.5.2009 kl. 18:22
Ég skil ekki alveg hvað er svona svakalega slæmt við lækkun húsnæðisverðs? Finnst fólki virkilega betra að búa í dýrara húsnæði með hærri skuldir?
Lækkun húsnæðisverðs, lækkar vísitöluna og lækkar því vísitölu-tryggð húsnæðis-lán. Því hefði ég haldið að það væri flestum fagnaðarefni að húsnæðisverðið lækki. Þeir einu sem "tapa"á lækkun húsnæðisverðs eru þeir sem ætla að selja húsnæði og ætla að minnka við sig eða kaupa ekki nýtt húsnæði. Þeir sem ætla að búa áfram í sínu húsi eða eru að stækka við sig, græða á lækkuninni, svo framalega sem að bankinn gengur ekki að fólki ef/þegar skuldirnar verða hærri en markaðsverð. Lækkun húsnæðisverðs hefur líka þær æskilegu afleiðingar að þeir sem ekki höfðu nokkurn möguleika á að kaupa sér húsnæði meðan fasteignaverðið var í botni, fara nú að eygja möguleika á að geta keypt sér húsnæði.
Steini (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 21:05
Sæll Steini. Smá villa til að byrja með, vísitölutryggð lán koma ekki til með að lækka neitt í líkingu við þá hækkun sem orðið hefur á þeim að undanförnu í því verðbólgubáli og meðfylgjandi vísitölubulli. Það má segja að lækkun íbúðarverðs sé ekki slæm fyrir þá sem eru ekki búnir að kaupa og eiga eftir að koma út á markaðinn og ef þú ert einn af þeim þá skil ég þig vel að horfa svona á þetta, en ég spyr þig, hvernig er með foreldra þína, frænkur og frændur og systkyni, sýnist þér þau að þeim sem eiga íbúð í dag meiga við því að eignin þeirra lækki. En ef við tölum um þá sem búnir eru að kaupa þá er það ekki gott fyrir þá á neinn hátt að verð lækki, hvorki þá sem eru að minnka eða stækka við sig. Flestir ef ekki allir eru jú með lán á eignunum sínum. Tökum dæmi: Tökum bara eldra fólk sem stóð vel og var ekki í neinum áhættuleik á þessum síðust og bestu tímum en keyptu sér íbúð á 20 milljónir fyrir 2 árum síðan. Þau eiga í dag íbúð uppá 18 milljónir, þau borguðu 10 m í peningum og tóku 10 milljóna króna lán við kaupin og það er m.v. vísitölu í dag komið í um 12,5 milljónir. Þau eru að minnka við sig, skrifuðu uppá fyrir dóttur sína og þyrftu smá pening til að rétta sig af eftir það. Íbúðin þeirra fer á 18 m í dag, lánið er í 12,5 m og þau eiga því 5,5 m. Eiginfjárstaða þessa fólks hefur versnað til muna og þótt eignir hafi lækkað þá er það ekki nema um 10 % að nafnvirði, þ.e. söluverðslækkun þannig að það er alveg sama á hvern hátt þú reiknar þetta, þau eru að tapa miklu. Segjum að þau kaupi sér íbúð á 15 m. Sú íbúð var á um 16,5 m fyrir tveimur árum en þau hafa tapað 4,5 m í peningum á sama tíma. Sami útreikningur gildir fyrir það fólk sem á dýrari íbúðir, ég held að .þú verðir að reikna þetta aftur. En eins og ég sagði í upphafi þá má segja að fyrir þá sem eru að fara að kaupa sína fyrstu íbúð er þetta gott en það þarf að hugsa dæmið lengra.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 8.5.2009 kl. 11:40
Niðurstaðan af dæminu sem að þú tekur kemur nú engum á óvart enda sagði ég að Þeir einu sem "tapa"á lækkun húsnæðisverðs eru þeir sem ætla að selja húsnæði og ætla að minnka við sig eða kaupa ekki nýtt húsnæði. Það er því ekki mjög sniðugt að taka þannig dæmi ef þú ætlar að afsanna mína kenningu! En skoðum nú alla hina sem er jú meginþorri íbúðareigenda í dag. Fyrst skulum við taka mjög einfalt dæmi um þá sem ætla bara að búa í húsnæðinu sínu áfram.Kaupa hús/íbúð fyrir A krónur með áhvílandi vísitölu-tryggðu húsnæðisláni uppá B krónur. Reiknum með að húsnæðisliður sé 20% hluti af vísitölugrunni, sem mér skilst að sé nærri lagi. Ef húsnæðið lækkar nú um 25% þá hefur það lækkunar-áhrif uppá 5% á vísitöluna og þar af leiðandi hið vísitölu-tryggða húsnæðis-lán. Hins vegar ef að húsnæðið hefði í staðinn hækkað þá hefði það að sjálfsögðu samsvarandi hækkunar-áhrif. Ég spyr því aftur vill fólk frekar búa í dýrara húsnæði með hærri skuldir? Tökum annað dæmi, þ.e. þá sem eru að stækka við sig og nú skulum við nota alvöru tölur. Keyptu íbúð í fyrra á 30 milljónir - þar af 20 milljónir á vísitölutryggðum húsnæðis-lánum. Langar til að stækka við sig og kaupa raðhús.Miðað við ástandið í dag (gerum ráð fyrir 25% verðlækkun húsnæðis og 25% verðbólgu) þá stendur lánið kannski í ca. 24 milljónum og verðmatið á íbúðinni er komið í 22,5 milljónir. Lítur kannski ekki vel út en raðhúsið sem kostaði 40 millur fyrir ári kostar nú bara 32,5 millur. Þarf að borga 1,5 milljón til að losna við gömlu íbúðina og "verðið" á nýju íbúðinni því 32,5 + 1,5 = 34 millur.Shvað gerist ef að húsnæðið hækkar um 25% en aðrir hlutar eru óbreyttir. Þá verður verðbólgan 25% + 10% (húsnæðisliðurinn) = 35% og hefur lánið því hækkað samsvarandi. Íbúðin stendur því í 37,5 millum, lánin hafa hækkað í ca. 26 milljónir. Sko til, nú fást 11,5 milljónir fyrir íbúðina en helvítiis ráðhúsið kostar 50 millur! Mismunurinn er 50-11,5 = 38,5 millur, og eru því kaupin 4,5 milljónum óhagstæðari!
Þriðji hópurinn er svo þeir sem eru að kaupa í fyrsta sinn, en ég held að við þurfum ekki einu sinni að ræða það. Niðurstaðan hjá mér hefur því ekkert breyst, megin þorri almennings er betur setur með lækkun húsnæðisverð.
Steini (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 20:57
Sæll aftur Steini. Bara til gamans, átt þú eign, miðað við hvernig þú hugsar þetta og hvað þú ert sáttur við lækkanir á eignaverði og bruna á eigin fé íbúðareigenda þá mundi ég halda ekki. Þar að auki snýst þetta ekki endilega um verð á húsnæði fyrir þá sem eru búnir að kaupa, heldur hvernig hvert útborgun þeirra í eigninni fór, þ.e. hvort það sem fólk lagði í eignina í upphafi glatast eða ekki. En þá að útreikningum. Fyrst þetta með einfalda dæmið þitt, ég sem íbúðareigandi er ekki sáttur við að íbúðin mín lækki um 25 % en lánin bara um 5 % m.v. að það sé rétt hjá þér að húsnæðisliðurinn sé 20 % af vísitölugrunni. Dæmi: 20 m kr íbúð með hefðbundnu 80 % þ.e. 16 m kr láni lækkar í 15 m kr en lánið er eftir sem áður 14,2 m. Hvernig sem á það er litið þá tapar íbúðareigandinn síni eigin fé sem hann lagði til kaupanna í upphafi, ég sé allavega eftir mínu eigin fé. Þetta með eigið féið er einmitt það sem ég skil ekki alveg við þennan útreikning þinn í hinu dæminu þínu, þó allt hafi lækkað og útlitið sé ekki gott í dag þá máttu ekki mála ljóta kallinn á vegginn með því að segja að íbúðin sem dæmisfólkið þitt keypti fyrir ári síðan sé búin að lækka um 25 %. Þú ert, sýnist mér, eins og mjög margir aðrir að misskilja tölur sem seðlabankinn sendi frá sér um lækkun eigna, þeir tala um nafnverðslækkun og raunlækkun, höfum þetta rétt fyrst þú ert að tala um alvöru tölur, eign sem keypt var í fyrra á 30 m kr hefur lækkað um 9-10 % í söluverði á einu ári samkvæmt tölum frá FMR, segjum 10 % það er einfaldara að reikna það, þá er eignin komin niður í um 27 m kr, lánið er réttilega komið í 24 m kr og þau eiga því 3 m kr í eigninni. Þeim langar til að kaupa þetta raðhús sem kostaði í fyrra 40 m kr, m.v. 10 % lækkunina þá kostar það hús núna 36 m kr. þarna eru við komin aðalatriðinu sem ég hef alltaf verið að taka um en þú einhvern veginn ekki hugsað um, eigið fé fólksins, þau eiga bara 3 m kr til útborgunar, segjum að þau fái einhvern nýju bankanna til að lána sér 80 % kaupverðsins sem er ekki auðvelt í dag, þá fá þau m.v. 80 % af 36 m kr 28,8 m kr lánaðar ef þau eru heppin, þau eiga svo þessar 3 m kr úr gömlu eigninni og vantar því 4,2 m kr til að geta keypt húsið og eiga ekki þá peninga til sýnist mér því og sitja bara föst í sýnu gamla húsnæði, guð hjálpi þeim ef það verður fjölgun í fjölskyldunni og þau þurfa að stækka við sig. Það sem á eftir kemur hjá þér dæmir sig sjálft þar sem þú ert ekki með réttar tölur og útreikninga þegar þú setur það dæmi inn og svara ég því ekki. Með þessum dæmum mínum er ég búinn að sína fram á Það sem ég hef verið að reyna að benda þér og öðrum á, lækkun eigna er ekki góð fyrir þá sem eiga eignir. Eigið fé er peningar sem fólk er búið að vinna hörðum höndum fyrir og það á enginn rétt á að taka þá af fólki, enginn. Að tala þennan markað niður eins og seðlabankinn er að gera með þessum fréttaflutningi sýnum er bara ekki það sem Íslenskt þjóðfélag þarf í dag því ef fasteignaverð lækkar meira en sem komið er m.v. líka þá hækkun sem orðin er á lánum íbúðareigenda þá gefast bara fleiri upp á því að greiða af eignunum sínum, verða gjaldþrota með öllu því sem því fylgir og flytja jafnvel til útlanda. Allavega, ég er viss um að það er ekki Íslenskri þjóð til heilla ef eigið fé íbúðareigenda er látið brenna meira upp en komið er og mér finnst það mikill ábyrgðarhluti af stjórnvöldum, þ.e. seðlabankanum að koma með svona tölur og hræða fólk og reyna ekki einu sinni að skíra út fyrir fólki hvað mikið af þessum 46 % er áætluð lækkun á söluverði og hvað mikið er áætluð vísitölulækkun, þ.e. verðbólga því vísitölulækkun segir bara til um hvað eignir þurfa að hækka mikið til að maður fái sama fyrir peninginn og við upphaf mælingarinnar.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 11.5.2009 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.