21.3.2017 | 23:07
Upplýsingar fyrir þá sem vilja ekki lengur vera í viðskiptum við vogunarsjóðina eða útibú þeirra.
Ég vil nota tækifærið til að minna á frábæran valkost fyrir þá sem vilja ekki lengur vera í viðskiptum við vogunarsjóðina eða útibú þeirra.
Það er lítill sparisjóður fyrir norðan sem heitir Sparisjóður Suður Þingeyinga sem er annar af tveimur fjármálastofnunum sem EKKI þurfti á aðstoð ríkisins að halda eftir hrun þó aðrar fjármálastofnanir og kerfið vilji núna losna við þá af markaðinum.
Ég er sjálfur í viðskiptum við þá og Hagsmunasamtök heimilanna líka og fullt af fólki sem ég þekki og allir ánægðir.
Mæli sérstaklega með útibúinu að Laugum, skilið kveðju norður fyrir mig.
http://www.spar.is/spthin-sudur-thingeyinga/laugar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hinn sparisjóðurinn, Sparisjóður Strandamanna, er líka góður og þægilegur í viðskiptum. Þangað hef ég verið að færa mín viðskipti eftir að hafa gefist upp á bankaáhlaupinu sem ég var búinn að vera í árum saman.
Axel Þór Kolbeinsson, 22.3.2017 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.