29.8.2014 | 10:05
Alveg rétt, verðtryggingin er lögleg EF kynning hennar er rétt framkvæmd fyrir neytendanum, sem var ekki gert.
Hér er upplýsingapakki sem ég tók saman ef þið hafið áhuga á að kynna ykkur hvað EFTA álitið þýðir að mínu mati og einnig varðandi verðtrygginguna og ólöglega kynningu hennar og það sem er fíllinn í glerhúsinu eftir dóminn, stöðvun nauðungarsala á meðan óvissan er fyrir hendi.
EFTA dómurinn tekur í áliti sínu undir með Hagsmunasamtökum heimilanna um að íslensk lög séu skýr varðandi úrlausnaratriðin og einnig að íslenskir dómstólar skuli skera út um ólögmæti kynningar verðtryggingarinnar fyrir neytendum.
Þetta styður algjörlega þá ákvörðum Hagsmunasamtaka heimilanna að senda EKKI mál HH til EFTA því við sögðum allan tímann að Íslensk lög væru það skýr að íslenskir dómstólar ættu að dæma um þetta séríslenska fyrirbrigði sem verðtrygging neytendalána er og hvernig beri að kynna hana fyrir neytendum.
Minni samt á að mál HH fjallar ekkert um verðtryggingu á milli fagaðila og ríkisins heldur um að kynning á verðtryggingunni fyrir neytandanum hafi ekki verið rétt útfærð og kynnt sem gerir hana ólöglega.
Það er þó gott að fá þetta álit frá EFTA í þeim málum sem fóru þangað því annars hefði það verið hangandi yfir okkur að það hefði ekki verið gert.
Höfum eitt á hreinu því það er verið að reyna að snúa út úr þessum málum gegn verðtryggingu neytendalánanna eftir álit EFTA dómsins:
Verðtrygging er ekki það sama og verðtrygging.
Hagsmunasamtök heimilanna (HH) leggja áherslu á að verðtrygging sem slík er ekki ólögleg í eðli sínu. Gera þarf skýran greinarmun á verðtryggingu lánasamninga á milli fagfjárfesta eða milli fagfjárfesta og seðlabanka annars vegar og hins vegar verðtryggingu lánasamninga milli fjármálastofnana og neytenda og á hvern hátt bberi að kynna útfærsluna fyrir neytendum.
HH hafa alltaf haldið því á lofti að í fyrrnefnda tilfellinu, þ.e. milli fagfjárfesta, fjármálafyrirtækja og ríkis sé verðtrygging bæði lögleg og gagnleg og verði að vera til staðar rétt eins og í þeim löndum sem við almennt miðum okkur við. Með því móti hafa ráðandi aðilar á markaði, fagfjárfestar, fjármálastofnanir og ríkisstjórnir hvers tíma, beinan hag af því að halda verðbólgunni í skefjum.
Hins vegar þegar um að ræða neytendalán þurfa lánasamningar að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru um upplýsingagjöf til neytenda varðandi lánskostnað og skýrt er kveðið á um í lögum um neytendalán. Þar er víða pottur brotinn og því eru verðtryggðir lánasamningarnir ólöglega útfærðir og mun verðtryggingarþátturinn verða dæmdur af lánunum en þau standa eftir með upprunalegu vöxtunum sem samið var um.
Varðandi nauðungarsölur sem eiga að hefja aftur á mánudaginn 1. September að óbreyttu.
Þessu tengt eru nauðungarsölur á heimilum fólks. Það var reiknuð núll prósent verðbólga sem kostnaður við veitingu verðtryggðra neytendalána heimilanna sem gefur ekki rétta mynd af þeim heildarlántökukostnaði sem felst í láninu. Þetta eru ólögmætir skilmálar, þannig að útfærslan á verðtryggingunni er ólögmæt eins og mál Hagsmunasamtaka heimilanna fjallar um. Þessu eru framkvæmdastjórn ESB, eftirlitsstofnun EFTA, ESA, og Neytendastofa á Íslandi sammála. Á meðan þessi óvissa er uppi þarf að stöðva nauðungarsölur á heimilum fólks, það er spurning um mannréttindi, stjórnarskrárvarinn rétt heimilanna og rétt barna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til að eiga öruggt heimili.
Þarna þarf Innanríkisráðherra hanna Birna Kristjánsdóttir að stíga inn og vinna vinnuna sína því þó ég beri vissa vorkun með henni þessa dagana þá er öll samúð mín og hugur hjá þeim fjölmörgu fjölskyldum sem eiga á hættu að missa heimili sín á grundvelli ólöglegra útfærðra lánasamninga og áður en leirétting ríkisstjórnar Hönnu Birnu sjálfrar kemur til framkvæmda sem getur hugsanlega breytt stöðu margra þessara heimila til betri vegar. En á meðan eiga þessar fjölskyldur og börn að njóta vafans.
Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir 822-8183
Verðtrygging ekki bönnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.