9.4.2014 | 12:04
EFTA dómstóllinn spurði réttrar spurningar og gaf rétt og rökstutt svar án þess að tefja málið.
Það voru að koma frábærar fréttir frá EFTA dómstólnum sem varða verðtryggingarmálið okkar í HH hér heima fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Páll Hreinsson dómari EFTA dómstólsins spurði dóminn greinilega hvort hann væri vanhæfur vegna þess að hann og báðir íslensku varadómararnir væru með sambærileg lán og væru fyrir EFTA dóminum og svarið er að það sé ekki þar sem málið sé of almennt og varði um 90.000 heimili á íslandi og hann og varamenn hans séu því ekki vanhæfir.
Sennilega hefur þessi spurning vaknað eftir að dómarinn í máli HH fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdi sjálfan sig vanhæfan og virtist ekki átta sig á því að með því dæmdi hann alla dómara dómsins vanhæfa. það eru greinilega alvöru vinnubrögð fyrir EFTA dóminum því þeir spurðu réttrar spurningar og gáfu rétt og rökstutt svar án þess að tefja málið.
Að sama skapi styður þetta þau rök sem við í Hagsmunasamtökum heimilanna vorum búnir að setja fram að með því að Ásmundur Helgason dæmdi sig vanhæfan vegna þess að hann væri með verðtrgggt lán þá væri hann sem dómarinn í okkar máli að dæma sig hæfan því það eru nánast allir á íslandi tengdir verðtryggðu máli og einnig dómarar eða aðilar tengdir þeim.
Við erum því með unnið mál með að dómarinn getur ekki sagt sig frá málinu.
Nú erum við að láta þýða þetta skjal á mettíma og senda með kærunni á Hæstarétt þar sem við krefjumst þess að dómarinn fái ekki að segja sig frá málinu.
Þetta er allt að koma.
Dómari ákvað að víkja sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Dómari með ökuskírteini er ekki vanhæfur til að dæma um brot manna á umferðarlögum.
Dómari með verðtryggt lán er ekki vanhæfur til að dæma um brot á lögum um neytendalán.
EFTA-dómstóllinn virðist sem betur fer hafa þessi einföldu sannindi á hreinu.Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2014 kl. 16:56
Nei, ert ekki að skilja. Dómari sem á við sömu vandræði og þið gagnvart einhverju félagi, getur ekki dæmt í því máli!
Hann dæmdi sig vanhæfan því hann ÞARF að geta verið hlutlaus! Hefur líklegast verið erfitt fyrir hann að dæma sig vanhæfan því einsog aðrir þá er hann Íslendingur og vill koma þeim fyrir kattarnef.
Hann kom með rök fyrir afhverju hann vildi ekki dæma í málinu. Þótt að hann vildi ekki dæma í málinu og gaf upp s.s. þær ástæður að hann væri í svipuðum sporum og sækjendur.
Hann er dómari og hann þarf að geta dæmt og séð báðar hliðar í vissu ljósi, án þess að skyggja vit með tilfiningum. Ef honum finnst hann geti það ekki, þá jú hann gæti dæmt í hagnað ykkar... een það sem þið eruð að gleyma, er að íbúðarlánarsjóður gæti fært málið til hæstaréttar ef þeim finnst einhvað bogið og ... hvað þá? þið mynduð tapa! alveg að lofa ykkur því.
Ég vil minnast á að ég þekki hann ekki neitt en finnst þetta bara svo augljóst og vel skilið af honum. hafið smá samúð, finnst þetta svo dónalegt að hálfa væri meira en nóg.
Sigrún (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.