16.2.2013 | 11:27
Flýtimeðferð á kæru Hagsmunasamtaka heimilanna orðin lífsnauðsynleg.
Nú er það orðið algjörlega nauðsynlegt að fá flýtimeðferð á kæru Hagsmunasamtaka heimilanna sem lögð var fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur hinn 28 september 2012 og verður fyrirtaka á verðtryggingarmálinu okkar í HH hinn 20. febrúar kl. 09:45 í sal 401 í Héraðsdóm Reykjavíkur við Lækjartorg. Dómari er Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari sem mér skilst að sé nýráðinn sem héraðsdómari og finnst mér það sérkennilegt að láta nýjan og óreyndan dómara taka svona viðamikið mál sem fyrsta mál.
Dropinn holar steininn, það sem nánast öllu þótti í raun vera algjör fyrra fyrir nokkrum misserum er nú að verða lýðnum ljóst og þá er þess ekki lengi að bíða að stjórnvöldum verði það ljóst líka þó það hafi oftast verið lengri leið að stjórnvöldum en hinum venjulega íslendingi.
Minnist þess að þegar við héldum því fyrst fram að gengislánin væru ólögleg þá var hlegið opinberlega að okkur, við vitum nú hvernig það endaði eða er að enda, þar sannast hið fornkveðna, sá hlær best sem síðastur hlær.
Þetta sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins álikar um er akkurat það sem við í Hagsmunasamtökum heimilanna kærðum Íbúðalánasjóð fyrir hinn 28 september á seinasta ári, þ.e. að sé árleg hlutfallstala kostnaðar ekki kynnt fyrir lántakenda þá sé ólöglegt að rukka hann um verðbætur. raunar segja lögin að það sé þá líka ólöglegt að rukka vexti líka en það er ekki það sem við erum að berjast fyrir, það er sjálfsagt að borga sanngjarna og eðlilega vexti til baka ef maður tekur lán.
En eins og við vitum þá er verðtrygging ofan á vexti hvorki sanngjörn eða eðlileg og hvað þá okurvexti, svo erum við líka búin að sýna fram á að verðtryggingin er ólögleg eins og kemur fram í kærunni sem þetta álit framkvændarstjórnar Evrópusambandsins styður.
Ég hef haldið því fram að verðtryggingin verði dæmd ólögleg og þá þurfi að setja neyðarlög því það vita allir sem vilja vita það að ekki er hægt að taka allar ólöglegar verðbætur af alveg aftur til t.d. 1983. Í mínum huga þá snýst þetta um að setja þá hópa sem tóku gengis og verðtryggð lán á svipaðan stað því t.d. munurin á þeim sem tóku 20 milljón króna gengis og verðtryggt lán til 40 ára hinn 1.1.2008 er eftir gengisdómana um 10 milljónir gengislántakendanum í vil. Sá verðtryggði situr uppi með 28 milljónir á meðan sá gengistryggði skuldar um 18 milljónir.
Spennandi tímar framundan sem verða að vinnast annars er íslenskt þjóðfélag endanlega komið á hausinn og það munu skapast hér aðstæður sem enginn vill hugsa til eða upplifa.
Stöndum nú upp úr sófanum og fáum verðtrygginguna dæmda ólöglega bæði til fortíðar og framtíðar.
Lánin álitin ólögleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott að þetta sé leiðrétt hið snarasta en það er ekki nóg.Þetta er Orusta en ekki fullnaðarsigur.
Jósef Smári Ásmundsson, 16.2.2013 kl. 12:46
Heyr heyr Vilhjálmur.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 17:38
Það þarf engin neyðarlög og heldur ekki "afskriftasjóð fasteignaveðlána" sem er í raun bara vel dulbúin leið til að láta ríkið taka á sig niðurfærsluna.
Lög um neytendalán voru sett 1993, endurskoðuð 1994, og aftur árið 2000 þegar þau voru útvíkkuð þannig að þau næðu einnig til húsnæðislána.
Að sjálfsögðu á að virða þessi lög jafnt fyrir allar tegundir lána, enda er það eitt meginmarkið þeirra að lántakendur sitji alltaf við sama borð.
Ríkið mun líklega þurfa hvort sem er að taka á sig helminginn af þeirri leiðréttingu sem nauðsynleg er, þ.e.a.s. sem svarar til markaðshlutdeildar þess sem lánveitanda gegnum ÍLS.
Hinn hlutann verða hlutfélagabankarnir sjálfir að glíma við og leysa. Það má ekki gefa þeim færi á því að varpa þeim vanda yfir á ríkissjóð og skattgreiðendur. Reyndar er vilji skattgreiðenda í þeim efnum alveg skýr. x2
Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2013 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.