1.5.2012 | 14:00
Eini alvöru verkalýðsforinginn er á Akranesi, allir sem vilja alvöru kjarabætur skundi þangað.
Vilhjálmur nafni minn er búinn, sýnist mér, að átta sig á því að aðalkjarabaráttan fer nú ekki lengur fram við launasamningaborðið, heldur er hún miklu meiri og áhrifaríkari fyrir launamenn í lánakjarabaráttunni og gegn verðtryggingu lána til almennings. Sú barátta mun skila miklu meiri kjarabótum en einhverjar krónur í umslagið sem eru teknar jafnharðan af launamanninum í formi hækkunar á vísitölunni sem gerir ekkert annað en hækka húsnæðislánin og afborganir þeirra.
Til hamingju með daginn nafni og þið sem eruð svo heppin að hafa hann sem formann. Allir á Akranes.
Samkomur á 38 stöðum á landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Hef mikinn áhuga á stjórnmálum og þjóðmálum almennt, vill stuðla að réttlæti og reyni að koma einhverju góðu til leiðar. Er búinn að vera í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna frá því snemma árs 2010, formaður undanfarin ár og er í dag varaformaður HH. Eitt af aðalbaráttumálum okkar í HH er að hjálpa og eftir atvikum neyða ríkisstjórnina til að taka á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnema verðtryggingu neytendalána sem við teljum vera ólöglega útfærða frá 2001 samkvæmt neytendalánalögunum númer 121/1994. Ég tel að aðalvandi okkar íslendinga sé ekki skuldavandinn, hann er auðvelt að leiðrétta þegar búið er að sanna að fjármálastofnanirnar hafi ekki veitt lánin á löglegan hátt eins og raunin var með gengislánin. Aðalvandinn er framfærsluvandinn eða ef þetta er kallað réttu nafni FÁTÆKT sem er orðin almenn. Eitt brýnasta verkefnið er að finna út hvað það kostar að lifa hófsömu mannsæmandi lífi eins og gert er á hinum norðurlöndunum og þá fyrst er hægt að stilla þjóðfélagið út frá því.
Eldri færslur
- Febrúar 2020
- Maí 2018
- Október 2017
- Ágúst 2017
- Júní 2017
- Mars 2017
- Ágúst 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Maí 2009
- Nóvember 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er félagafrelsi á Íslandi, svo það ætti ekki að vera neitt vandamál fyrir þig að skrá þig í Verkalýðsfélag Akraness, Vilhjálmur. Nú þegar hefur fjöldi fólks utan starfssvæðis VlfA skráð sig í félagið.
Vandinn er hinsvegar sá að atvinnurekendum er ekki sérlega vel við nafna þinn, sérstaklega þeir sem ekki hafa þurfta að eiga við hann í samningum, þeir óttast hann, þeir óttast hið óþekkta! Þeir sem sest hafa gengt Viljhálmi bera hins vegar nokkra virðingu fyrir honum, dá rökfestu hans og hversu vel undirbúinn hann mætir til funda. Þeir viðurkenna það auðvitað ekki opinberlega.
En þar sem þessi vandi er fyrir hendi, ótti atvinnurekenda við Vilhjálm Birgison, hafa þeir reynt að telja launþegum trú um að fyrirtæki þeirra eigi ekki aðild að þeim samningum sem VlfA hefur skrifað undir og því geti starfsmenn þeirra ekki gengið í það stéttafélag. Þetta er eins og hvert annað rugl. Það er félagafrelsi í landinu og hverjum heimilt til að ganga í það stéttarfélag sem hann kýs!
Eina undantekningin er að sum stéttarfélög eru fyrir starfsgreinar sem njóta menntunarverndar og ekki er hægt að ganga í þau nema hafa þá menntun sem krafist er. Þetta á við t.d. um rafvirkja og fleiri sérmenntaða hópa. Lögin banna þó ekki rafvirkjum að vera í stéttarfélagi verkafólks.
Gunnar Heiðarsson, 1.5.2012 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.