Eini alvöru verkalýðsforinginn er á Akranesi, allir sem vilja alvöru kjarabætur skundi þangað.

Hvernig væri að allir þeir sem vilja alvöru Verkalýðsforustu eins og nafni minn, Vilhjálmur Birgisson er að ástunda, skundi nú til Akranes. Þar sýnist mér vera á ferð eini alvöru verkalýðsforinginn sem berst fyrir réttindum sína fólks af alvöru og hugrekki. Kröfugangan fer af stað klukkan 14.00 og hátíðardagskrá á eftir í sal Verkalýðsfélagsins. Hinir "verkalýðsforingjarnir" segja alveg fullt af fallegum orðum en meina ekkert með því, enda eru þeir líka, flestir ef ekki allir, með aðra húfu sem er frá Lífeyrisjóðunum, hvernig sem það fer nú saman.
Vilhjálmur nafni minn er búinn, sýnist mér, að átta sig á því að aðalkjarabaráttan fer nú ekki lengur fram við launasamningaborðið, heldur er hún miklu meiri og áhrifaríkari fyrir launamenn í lánakjarabaráttunni og gegn verðtryggingu lána til almennings. Sú barátta mun skila miklu meiri kjarabótum en einhverjar krónur í umslagið sem eru teknar jafnharðan af launamanninum í formi hækkunar á vísitölunni sem gerir ekkert annað en hækka húsnæðislánin og afborganir þeirra.
Til hamingju með daginn nafni og þið sem eruð svo heppin að hafa hann sem formann. Allir á Akranes.
p.s. ætli hinn almenni launamaður geti skráð sig í Verkalýðsfélag Akraness þó hans vinnusvæði eða búseta sé ekki þar, væri fróðlegt að vita það og ef það er hægt þá er spurning að sem flestir geri það, það mundi skapa mikinn þrýsting sem nafni gæti nýtt sér til að ná fram alvöru kjarabótum í framtíðinni.   

mbl.is Samkomur á 38 stöðum á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er félagafrelsi á Íslandi, svo það ætti ekki að vera neitt vandamál fyrir þig að skrá þig í Verkalýðsfélag Akraness, Vilhjálmur. Nú þegar hefur fjöldi fólks utan starfssvæðis VlfA skráð sig í félagið.

Vandinn er hinsvegar sá að atvinnurekendum er ekki sérlega vel við nafna þinn, sérstaklega þeir sem ekki hafa þurfta að eiga við hann í samningum, þeir óttast hann, þeir óttast hið óþekkta! Þeir sem sest hafa gengt Viljhálmi bera hins vegar nokkra virðingu fyrir honum, dá rökfestu hans og hversu vel undirbúinn hann mætir til funda. Þeir viðurkenna það auðvitað ekki opinberlega.

En þar sem þessi vandi er fyrir hendi, ótti atvinnurekenda við Vilhjálm Birgison, hafa þeir reynt að telja launþegum trú um að fyrirtæki þeirra eigi ekki aðild að þeim samningum sem VlfA hefur skrifað undir og því geti starfsmenn þeirra ekki gengið í það stéttafélag. Þetta er eins og hvert annað rugl. Það er félagafrelsi í landinu og hverjum heimilt til að ganga í það stéttarfélag sem hann kýs!

Eina undantekningin er að sum stéttarfélög eru fyrir starfsgreinar sem njóta menntunarverndar og ekki er hægt að ganga í þau nema hafa þá menntun sem krafist er. Þetta á við t.d. um rafvirkja og fleiri sérmenntaða hópa. Lögin banna þó ekki rafvirkjum að vera í stéttarfélagi verkafólks.

Gunnar Heiðarsson, 1.5.2012 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband