16.2.2012 | 20:23
Hver var varfærinn og hver ekki, hver situr hvar.
Smá staðreyndir um þá varfærnu, eru það þeir sem tóku íslensk lán eða þeir sem tóku gengisbundin lán.
Þegar ég og konan mín tókum okkar 26 m króna lán um mitt ár 2005 þá fór ég í mikla rannsóknarvinnu og skoðaði krónuna og gengi hennar og annara gjaldmiðla um 15 ár aftur í tímann áður en ég ákvað að taka það í jenum og frönkum, þ.e. gengisbundið með um 2,5 % vöxtu með vaxtaálagi og til 40 ára.
Reiknivélar bankanna sýndu mér að ég mundi þurfa að borga rétt um 40 m til baka á lánstímanum fyrir þetta erlenda lán og þó ég setti inn að gengið mundi falla um 100 % á lánstímanum, þ.e. kannski 20 % eftir 5 ár, segjum 30 % eftir einhver ár í viðbót og svo koll af kolli út lánstímann þá væru það í mesta lagi um 80 m sem endurgreiðslan væri.
Á þessum sama tíma var verið að bjóða upp á íslensk verðtryggð lán með 4,15 % vöxtum og þegar ég setti inn verðbólgumarkmið seðlabankans á þessum tíma út lánstímann þ.e. 3,5 % þá átti ég að borga til baka 120 m á lánstímanum.
Ég prófaði að setja inn hver endurgreiðslan á íslenska láninu yrði ef verðbólgan færi upp í 8 eða 9 % og fékk út þá ógnvænlegu tölu 560 milljónir, ekki prentvilla 560 milljónir. þannig að í mínum huga var ég að minnka áhættu mína verulega og fara varlega að mínu mati með því að taka erlent lán með gengisbyndingu eins og það var kallað.
Raunar fannst mér ég vera að fara miklu, miklu öruggari leið með því að taka erlenda lánið í stað þess að taka verðtryggtv íslenskt lán.
Núna sjö árum seinna er sami bankinn og lánaði mér umrætt lán orðinn uppvís af því að hafa vitað allan tímann að það var óheimilt að lána með gengisbyndingu og einnig að nokkrum árum eftir að ég tók lánið þá fór bankinn að vinna gegn krónunni sem olli falli hennar og hækkunar verðbólgu sem jók virði lána þeirra sem að sama skapi varð þess valdandi að lánið mitt hækkaði um allt að 150 %. Þetta endaði með því sem allir vita í dag að fjármálakerfið hrundi, þar á meðal allir bankarnir, flestir sparisjóðirnir og seðlabankinn.
Þessi sami banki, sem að vísu er búinn að fá að skipta um kennitölu og nafn ásamt því að fá að yfirtaka skuldina mína með allt að 60 % afföllum að því skýrslur AGS segja til um, átti svo að fá að rukka mig um lægstu óverðtryggðu vexti seðlabankans alveg frá tökudegi lánssins um mitt ár 2005 þó ég hafi greitt þá gjalddaga samviskusamlega og sé með kvittanir fyrir því. Skýringin á lægstu óverðtryggðu vöxtum er á einfaldan hátt að þeir eru þannig uppbyggðir að þeir eru með sömu grunnvöxtum og húsnæðislán á sama tíma að viðbættri verðbólgu hvers tíma í vöxtum og svo er bætt ofan á til öryggis um 1 % sem gerir að þeir eru á hverjum tíma c.a 1 % hærri en verðtryggðir vextir þeirra húsnæðislána sem í boði eru.
Nú er kominn hæstaréttardómur um að ólöglegt sé að reikna vexti aftur í tímann á greidda gjalddaga sem kom núna 15 febrúar og samkvæmt honum gæti ég trúað að ég skuldaði bankanum um 23,3 m. miðað við upprunalega greiðsluplanið sem ég og bankinn undirrituðum við lántökuna 2005 plús einhverja vexti og annan kostnað.
Í millitíðinni sendi bankinn mér endurútreikninga sína og segir þar að uppgreiðsluverðmæti lánssins á gömlu forsendunum sé 64,9 m. þó þeir hafi á tímabili sent mér miklu hærri tölu. En þeir af örlæti sýnu og með hjálp dómstóla og ríkisstjórnarinnar hafi bara ætlað að rukka mig um 53,666,330 kr sem skiptist í 26 m. fyrir upphaflega lánið að viðbættum 27,666,330 kr sem eru áfallnir lægstu óverðtryggðu vextir seðlabankans frá lántökudegi 2005, samtals 53,666,330 kr, gleymdi að þeir ætla að leyfa mér að draga frá þeirri upphæð það sem ég er búinn að borga af láninu frá 2005, þetta eru öðlingar.
Auðvitað þarf að leiðrétta stökkbreytt verðtryggð lán heimilanna líka því þau hafa hækkað um c.a. 40 % frá 1.1.2008. Það var búið að bjóða bönkunum og ríkisstjórninni alls konar lausnir í millitíðinni sem þau ekki þáðu og töldu sig geta komist upp með að rukka alla, bæði gengis og verðtryggða lántakendur um stökkbreyttar skuldir sínar vegna samstöðuleysis íslensku þjóðarinnar og með því að æsa þessa aðila upp, hvora á móti öðrum.
En núna held ég að fólk sé búið að fá nóg og muni ekki láta bjóða sér þetta lengur.
Samstaða er málið, stöndum saman og byggjum þetta frábæra land okkar aftur upp á nýtt fyrir börnin okkar og framtíð þeirra, á ÍSLANDI.
Hinir varfærnu sitja eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Satt er það Villi, samstaða er málið. Þessi dómur er skref í rétta átt, en Guð minn góður það eru að verða tvö ár síðan þessi lán voru dæmd ólögleg og önnur tvö frá hruni. Það er fjöldi fólks sem brotið hefur verið á búin að tapa öllu sem bara þessi sjálfsagði dómur hefði getað bjargað og enn er fullt af fólki á leiðinni út á bjargbrúnina á meðan ráðamenn okkar fagra lands sitja og horfa aðgerðalausir á, koma svo fram í fjölmiðlum og segjast hafa bjargað ríkissjóði án þess að taka neitt réttlæti frá fólkinu. Þetta er ríki fasismans.
Magnús Sigurðsson, 16.2.2012 kl. 20:56
Það voru sett sérstök lög upp úr aldamótum sem bönnuðu svona lán. Hvaða andsk... þvæla eru þessar kærur? Það á að lögsækja bæði bankamenn og lánþega fyrir að brjóta þessi lög. Báðir aðilar sýndu einbeittan brotavilja.
Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 02:11
Dear Vilhjálmur,
We are two Danish journalists coming to Iceland soon. I sense you have an interesting story to tell but unfortunately I can only read it translated through Google.
Would you mind sending getting in touch with me on stubager@gmail.com?
Kindest regards,
Steffen Stubager
Steffen Stubager (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 15:54
Aðalsteinn Geirsson: Bankarnir vissi að lánin voru ólögleg en ekki lántakendur, hvorki ég né aðrir.
Guðjón Rúnarsson skrifaði greinagerð með lögunum á sínum tíma 2001 þar sem segir að ef lögin verði samþykkt þá sé og verði ólöglegt að lána neytendum lán meðgengisbindingu og það sannar að bankarnir vissu um að þetta var ólöglegt.
Ef þú getur sýnt mér fram á að lánþegar hafi sýnt einbeittan brotavilja þá skalt þú gera það en annars biðja mig og aðra lántakendur afsökunar á þessum ásökunum þínum.
Það á ekki bara að bulla eitthvað út í loftið, það verður að vea eitthvað á bak við það sem þú skrifar.
Ef þú setur venjulegan lánþega, sem býr ekki til lánaformið og hefur ekki heilan her af lögfræðingum á bak við sig eins og bankarnir, á sama stall og bankana þá verður þú að eiga það við þig því ég get ekki hjálpað þér með það.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 19.2.2012 kl. 00:58
1 hefur svarað mér fallega, og það er Margrét Tryggvadóttir.
Hinir 14 eru sennilega enn að hugsa...
Hér er bréfið...
"Ég er kona sem missti vinnuna haustið 2009 og hef fengið 2 tímabundnar vinnur síðan.
... Ég er kona sem flutti heim til Íslands árið 2004 í feb frá dk (6 ár ) og Hollandi (2 ár) og var hrædd við ESB áður en ég flutti út.
Ég er kona sem eyddi 3 mánuðum í að reikna út og komst að því í byrjun 2004 að Myntkörfulán væru besti kosturinn vegna þess að ef allt færi á versta veg þa´ væri það svart/hvítt en ekki litum málað í lygi verðtryggingar (sem ég hef alltaf talið glæp síðan launavisitala hætti að fylgja lánum).
ÉG er kona sem ákvað að fara í 1 árs kennaranám 2007 (og var reyndar lögð á geðdeild í mars 2008 vegna þess að ég spáði að allt væri að hrynja og enginn væri að gera neitt í því (bæti hér við að nú er ljóst að maður Þorgerðar xD og Bjarni Ben voru að vinna hörðum höndum).
Ég er konan sem kom í Ruv hjá Sigríði, asamt því að Jóhannes tók við mig viðtal áður en hans flotti sannleiksþáttur var settur niður (kompás).
Ég er konan, þar sem sonur minn fékk hárlos vegna stressins við að myntkörfulánið hækkaði um helming á 3 mánuðum. (viðbót sumar og haust 2010)
Ég er konan sem fór með lyklana í des 2010 til landsbankans og "gafst upp!...eftir að árni Páll og núverandi stjórn tóka af skarið með eignarétt skuldara.....
EF þið haFIÐ LESIÐ SVONA LANGT...ÞÁ ER ÉG MANNESKJA SEM MUN BJARGA RÍKISSTJÓRNINNI TIL HAUSTS!
aF HVERJU?
...EF JÓHANNA OG STEINGRIMUR VORU AÐ BJARGA SJÁLFSTÆÐI ISLANDS!
SJÁLFSTÆÐI ÍSLANDS HLYTUR AÐ HAFA VERIÐ Í HUFI!
...ef svo er ég tilbúin að ganga i gegnum margt með mínum "vinstri flokkum".
Eg er ykkar sterkasta vopn, vegna þess að ég hef misst allt og ég er glöð ef það er í þágu Íslands,
Anna Benkovic Mikaelsdottir (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 02:18
Samstaða - til lýðræðis og velferðar ... okkar allra ... kominn tími til ... x-C
Hér er gnægð af öllu, en misskiptingin hefur aukist svo í kjölfar hrunsins
að nú skynjar maður meira og meira að hér búa 2 þjóðir í þessu landi:
Við hin arðrændu og verndaðir arðræningjar af ríkisvaldinu. Þannig ríkisvald er galið.
Fjármagnseigendum allt ... það var stefna slita-hrunstjórnarinnar
Fjármagnseigendum allt ... það er stefna skila-hrunstjórnarinnar
Og Jóhanna og Össur sátu og sitja í þeim báðum. Þannig ríkisvald, slag í slag, er svoldið galið.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 02:37
Og hausfrau Johanna sat í sérstakri Ríkisfjármálnefnd Geirs og Sollu stjórnarinnar.
Af hverju er ekki hausfrau Johanna fyrir Landsdómi að útskýra allan sinn hlut í Hrunstjórninni?
Af hverju er ekki Steingrímur að svara fyrir einbeittan brotavilja sinn og Svavars og Indriða gagnvart þingi og þjóð,
þá hann ítrekað reyndi að valdnauðga Icesave skulda- og vaxta-klafanum í gegn með sínum sjarma, sem flestir þekkja nú að byggist á því að segja öllum að þegja og tala einni röddu og marsera beint fram af bjargbrúninni, Ein, zwei, ein zwei?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 02:46
Alþjóðlegar saðreyndir og reglur segja að skulð sem búin var til af ráðamönnum og var svo sami penningur ekki lánað til almennings eða í þágu almennings tiðkast sem "ósjálfráðað skulð" og lika "siðlaus skulð". Miðað við þessar forsendur á almenningur rétt að viðurkena EKKI slikum skulðum.
Um er að ræða glæp af verstu gerð því langur fangelsi fyrir gerendur óhað stétt og stöðu í þjóðfélaginu.
Andrés.si, 23.1.2013 kl. 02:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.