30.1.2011 | 14:54
Var að vona að þetta væri í Reykjavík sem mótmælendur hefðu loksins tekið sig til og mætt á Austurvöll
Hvenær megum við búast við að Íslendingar fari að átta sig á að það þarf að hreinsa hér til. Ekki það að ég sé að hvetja til óeirða eða óláta eða jafna okkur við það harðstjórnar og eða kúgunarástand sem ríkir í Súdan eða Egyptalandi.
En þegar valdhafa hér á okkar frábæra Íslandi eru búnir að gera svo oft upp á bak undanfarið að þeir eru orðnir gegnsósa og neita svo að taka nokkra ábyrgð, þá verðum við að taka til hendinni og koma þeim út með einhverjum ráðum.
Mótmælendur ráða miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ertu búinn að gleyma að við erum búin að gera þeta einu sinni nú þegar? Svo komumst við að því að þó skipt væri um fólk í brúnni breytti það litlu nema til verri vegar.
Ég er hinsvegar alveg sammála því að það er kominn tími til að endurtaka þetta. Gallinn er bara að þá væri hætta á að þeir sömu gömlu kæmust aftur til valda.
Við þurfum að leggja hausinn í bleyti og komast að því hvernig við getum afnumið stjórnmálastéttina í heilu lagi. Að skipta um stjórnendur dugar ekki eitt og sér.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2011 kl. 19:05
Sammála Guðmundur, en ég er nú á því að það sé ekki hægt og raunar að það eigi ekki að vera hægt að "skipuleggja" það að skipta út stjórnmálastéttinni að einhverjum sem telja sig geta það, þetta er eitthvað sem vonandi mun gerast fljótlega að sjálfu sér þegar íslendingar vakna af þessum doða sem þeir virðast vera í, að stórum hluta til vegna lyga og sefjunar stjórnmálastéttarinnar sem þykist alltaf vera að gera eitthvað fyrir fólkið en er í raun bara búinn að gefa út skotleyfi fyrir bankana á íslenskan almenning.
Ef þetta mundi vera eitthvað sem hægt væri að skipuleggja, hverjir mundu þá skipuleggja það, á hvaða forsendum og fyrir hverja. Var það ekki einmitt það sem gerðist í seinustu búsáhaldabyltingu, að hún var "skipulögð" af VG og fyrir VG. Við vitum framhaldið þar.
Ég á mér þá ósk að næsta "bylting" gerist að sjálfu sér og þá vegna þess að fólk finnur hið ynnra með sér að þetta gengur ekki lengur fyrir hinn almenna borgara í landinu og þá samstöðu og samhug sem hver þjóð þarf að hafa.
Það þarf að skipta út fleiru en óhæfum stjórnmálamönnum. Það þarf líka að skipta út jafn óhæfu stjórn og -embættismannakerfi þó ég geri mér líka grein fyrir að það sé ekki hægt að skipta allri stjórnsýslunni út í einu, mér hefur dottið í hug að það mætti gera þetta á þann veg að taka allt liðið í ráðuneytunum og stjórnsýslunni og skipta því í þrjá eða fleiri hópa, einn hópurinn mundi verða eftir á sínum gamla stað og svo mundi einn hópurinn fara á annan stað og svo framvegis, með þessu værum við að klippa í sundur klíkur sem við vitum öll að hafa myndast en þó nýta þá þekkingu sem við skulum vona að sé þarna innan um.
Ísland má ekki vera bara fyrir einhverja útvalda elítu sem allt getur og fær á meðan hinn venjulegi íslendingur er nánast fangi í sínu eigin landi, hversu gott halda þessir útvöldu að þeir hafi það ef þeir verða þeir einu sem geta veitt sér eithvað eða verða þeir einu sem eftir verða á landinu.
Það þarf nýtt og ferskt stjórnmálaafl fólksins sem þorir, getur og vill breyta þessu frábæra landi okkar aftur í byggilegan stað fyrir okkur öll.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 31.1.2011 kl. 00:31
Auðvitað "á" ekki að vera hægt að skipuleggja valdaskipti. En það er samt oft gert út um allan heim. Einmitt vegna þess að það er hægt.
Sem einn af viðtakendum heiðursmerkis búsáhaldabyltingarinnar hafna ég því algjörlega að hún hafi verið skipulögð af VG. Það má vel vera að þau hafi mætt á fullt af mótmælum og hljóta að hafa mátt það eins og annað fólk. En að kenna VG um byltinguna er gömul og léleg samsæriskenning frá Davíð Oddssyni. ;) Auk þess myndi ég álíta miðað við frammistöðu flokksins í ríkisstjórn, að það væri gróft ofmat á skipulagshæfileikum þeirra!
Sjálfsprottin bylting hljómar æðislega. Við bíðum öll eftir að þú byrjir og þá skulum við vera memm.
Varðandi breytingar á ráðuneytum, þá vil ég nefna að núverandi stjórn virðist geta stokkað upp ráðuneyti að vild. Ég myndi hinsvegar vilja leggja mörg þeirra niður og stofna ný. Þannig væri pís of keik að skipta út liði. Ég myndi t.d. kljúfa þau aftur niður í undirmálaflokka og úthluta svo aðstoðarráðuneytunum til allra bestu vina minna. Eða kannski bara hæfustu einstaklinganna sem ég veit um. Eða leggja bara allt draslið niður og gefa fólki frí til að ákveða sjálft hvernig það hefur hlutina, sjáum til...
(Þetta síðasta tvennt var nú meira í gamni en alvöru, en allt þar á undan fúlasta alvara!)
Það er til nýtt og ferskt stjórnmálaafl fólks sem þorir, getur og vill breyta Íslandi. Við sættum okkur ekki við að það verði aðeins byggilegt, heldur stefnum að því að það verði frábært! Og við ætlum heldur ekki að bíða með það til ársins 2020 eða þangað til "eftir helgi" heldur byrja á því strax ef við fáum leyfi til þess.
Ég hvet þig til að kynna þér Samtök Fullveldissinna, ef þú hefur ekki gert það nú þegar. Þetta er fullgildur og löglega skráður stjórnmálaflokkur með kennitölu og bankareikning. Var meira að segja sá eini sem skilaði ársreikningi í fyrra innan lögboðinna tímamarka. Stefnan er að bjóða fram næst þegar verður kosið til Alþingis.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2011 kl. 05:13
Sæll aftur Guðmundur, fyrirgefðu hvað ég svara seint, hef verið upptekinn í öðru fyrir HH og fleiri.
Ég vil ekki og ætla ekki að munnhöggvast við þig og tel þess ekki þurfa þar sem allavega mér sýnist við vera það mikið sammála að við þurfum þess ekki. Þar fyrir utan er ég ekki mikið gefinn fyrir að munnhöggvast við menn en svara þó fyrir mig ef þurfa þykir.
Varðandi skipulagða og eða frekar óskipulagða byltingu þá er nú það sem gerðist, nánast af sjálfu sér, í Egyptalandi það sem ég er að tala um að ég vildi sjá hér, að almenningur mundi standa upp og ekki láta bjóða sér ruglið lengur.
Ég get líka sem stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, bendlað mig við þessa orðu eða hvað það nú var sem við fengum afhent í ráðhúsinu en ég vil ekki fara meira í þessa VG umræðu eða "skipulag" þeirra á búsáhaldabyltingunni, enda setti ég það í gæsalappir. Til að hafa það á hreinu þá vil ég ekki láta bendla mig við Sjálfstæðisflokkinn eins og hann er í dag.
Þetta með að ég byrji byltinguna og þið komið svo vil ég svara varlega, get alveg tekið hinn pólinn ef þú vilt samt. Ég tel mig hafa byrjað fyrir löngu og er þá að vitna í veru mína í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna seinaustu 10 mánuði og í HH lengur en ég ætla ekki að setja út á eða efa hvað þú og þið hin eruð búin að gera til að koma að stað byltingu. Verð þó að segja að ég hef ekki orðið var við Samtök Fullveldissinna þannig að það er spurning hvað þið eruð búin að gera, skoða heimasíðuna í kvöld. Hef trú á að allir þeir sem vilja breytingar eigi frekar að vinna saman en vera að rífast.
Lokaorðin, sameinumst frekar um að gera eitthvað gott þó við séum kannski ekki algjörlega sammála.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 17.2.2011 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.