3.12.2010 | 23:56
Bloggið mitt orðið að dæmi Hagsmunasamtaka heimilanna, það er flott mál og gert með mínu leyfi
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Áreiðanlegar heimildir herma innan bankageirans að GREIÐSLUVILJI er lykilatriði allra aðgerða !
Ekki gleyma því að hundruðir milljarða voru færðir til lánastofnana í gegnum verðtrygginguna á meðan launin okkur lækkuðu eða í besta falli stóðu í stað !
það á ekki að skila krónu til baka ! Eingöngu að bjarga heimilum með óinnheimtanlegar kröfur.
Svona aðgerðir hefðu gengið fyrir aldarfjórðung en í alþjóðasmafélaginu þýðir þetta eingöngu eitt; fólksflótti !
Hvaða vit er í því fyrir þá sem eru með lán yfir 110% að fara í 110%. Eingöngu falskvon til að viðhalda GREIÐSLUVILJA !
Við látum ekki fara svona með okkur. Eina sem getur komið okkur til bjargar er að almenningur rísi upp og hætti að greiða, þótt lánin séu undir 100% af markaðsvirði.
Líklega hæpin von en það eina sem mér sýnist raunhæft. kannski er best að fara að skoða job.no, húsnæði og flugfargjöld ??
Neytandi (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 00:19
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Þar sem þetta er upprunalega mitt blogg, vil ég svara þessari svokölluðu "þjóðarsál" sem ég set hér fyrir neðan, sjálfur undir nafni.
Hef reynt að hafa það að leiðarljósi að vera ekki að skrifast á við nafnlausa aumingjabloggara sem þora ekki að koma fram undir nafni en get ekki orða bundist yfir heimskunni og fáviskunni í þessari færslu hjá þér "þjóðarsál". þú skilur greinilega ekki um hvað er verið að skrifa í fréttinni eða blogginu. Efast reyndar um að þú hafir sál en er alveg viss um að enginn er heilinn á bak við nafnleyndina. Undirskrift: Vilhjálmur Bjarnason
ÞJÓÐARSÁLIN
Hagsmunasamtök heimskingjanna standa á gati
3.12.2010 | 22:58
Við í Hh. höfnum algjörlega tilboði stjórnvalda um að fella niður hluta af skuldum okkar. Sjá ekki allir að það er óréttlátt að fella niður háar upphæðir hjá sumum en ekki öðrum. Sjá ekki allir að sumir þeirra, sem skulda svo gífurlega sýndu enga fyrirhyggju við sínar framkvæmdir.
Við í Hagsmunasamtökum heimskingjanna fordæmum þessar fyrirætlanir og hvetjum til að eingöngu verði felldar niður skuldir hjá þeim sem eru skuldlausir.
Tilvitnun lýkur.