Bankarnir fá að stela af fólki með aðstoð ríkissins, aldrei hefði maður trúað þessu í skjóli vinstri stjórnar

Þetta er allt á sömu bókina lært, það er samið við "hagsmunaaðila" en hvergi sést í skuldarana sem eru nú beinir hagsmunaaðilar að þessu dæmi og Hagsmunasamtökum heimilanna er haldið utan við málið með pólitík og það ljótri. Talað er um að þetta hljómi upp á um 100 milljarða en bara gert ráð fyrir að fara niður í 110 prósent, þannig að skuldarar standa eftir með 10 % yfirveðsetningu. Hver borgar þetta fyrir bankana því ekki gera þeir það sjálfir. Tökum dæmi: Tvær fjölskyldur keyptu sér sitt hvora íbúðina í sama húsinu 2007 á 25 milljónir. Önnur fjölskyldan tók 100 % lán og skuldar í dag um 33,2 milljónir. Hin fjölskyldan átti 10 milljónir og tók því 15 milljónir að láni og skuldar í dag um 20 milljónir. Gefum okkur að íbúðirnar kosti í dag um 20 milljónir og lánin hafi hækkað um c.a. 33 % samkvæmt verðtryggingu. Samkvæmt leið ríkisstjórnarinnar þá fær fyrri fjölskyldan sem tók 100 % lánið afskrifað niður í 110 % og skuldar því 22 milljónir og hefur engu tapað þó hún skuldi 2 milljónir umfram verðmæti. Hin fjölskyldan fær enga leiðréttingu, skuldar 20 milljónir og er búin að tapa þeim 10 milljónum sem hún lagði fram í upphafi þannig að hún er búin að borga fyrir leiðréttingu hins aðilans í þessu dæmi og gott betur. Þetta kostar ekkert fyrir bankana þegar verið er að færa lán í 110 % veðsetningu, veðsetningin var ónýt áður og ef þeim tekst að fá fólk til að borga af 110 % veðsetningu þá eru þeir að græða en ekki tapa því eðlilegt er að skuldari skuldi ekki meira en nemur verðmæti eignarinnar ef hann lagði eitthvað fram sjálfur í upphafi, ef bankinn lánaði honum 100 % í upphafi þá verður bankinn sjálfur að taka tapið af því. Það er enginn akkur í því fyrir neinn að skulda umfram verðmæti húsnæðissins síns og sinnar fjölskyldu.

  

Tölum um þessa 22 milljarða sem bankarnir segjast hafa "afskrifað" hingað til

Bankarnir segjast hafa "afskrifað" 22 milljarða hingað til af heimilum landsmanna segja þeir.

Förum aðeins yfir þá reiknikúnst, ég veit að um 9 til 10 milljarðar af þessum "afskriftum" var vegna úrræðis sem bankarnir buðu upp á fyrir gengislánadóminn 16 ágúst þar sem fólk í vanskilum gat fengið afskriftir upp á 25 % af erlenda láninu. Þetta sama lán var svo dæmt ólöglegt og því var í raun þessi afskrift engin afskrift heldur dæmd af þeim í dómnum sem ólöglegt lán frá upphafi. Aðrir 8 milljarðar í þessum "afskrifuðu" lánum sem bankarnir hreykja sér af eru tilkomnir vegna 110 % leiðréttingar bankanna hjá þeim sem voru yfirveðsettir upp fyrir rjáfur og hefðu farið á hausinn með eignirnar sínar en bankinn sá að betra var að fá fólk til að borga með því að bjóða því að skulda "bara" 110 % þannig að þetta var hvort sem er tapað fé fyrir bankann. Þessar aðgerðir sem bankarnir eru að bjóða upp á núna eru að mestu ef ekki öllu upp á það sama, koma fólki til að borga en þó með eignina sína yfirveðsetta. Hver græðir á því að borgað sé að yfirveðsettri eign, skuldarinn eða bankinn, ég bara spyr.  


mbl.is Fá íbúðir á silfurfati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ránið heldur áfram. Nú í skjóli stjórnvalda meðan vísitalan er ekki tekin strax úr sambandi og verðtryggingin afnumin. Á meðan erum við ekki siðmenntuð þjóð á meðal þjóða. Stjórnvöld hafa boðað hækkaða skatta og gjöld. ÞETTA FER BEINT INN Í VÍSITÖLUNA OG HÆKKAR LÁNIN! Þó að hækka þyrfti vexti e-ð á móti væri það mun skárra. Þá væri þessi víxlverkun rofin og hægt væri að gera RAUNHÆFAR áætlanir fram í tímann. Gjaldmiðilinn má auðveldlega tengja við aðrar myntir. Þetta hafa mætir hagfræðingar staðfest. Púkann á fjósbitanum verður að kveða niður STRAX! Það sem vantar er vilji. Vilja ræningjanna og vitorðsmanna þeirra vantar. LÁTUM EKKI MERGSJÚGA OKKUR! TÖLUM VIÐ ÞESSA KÓNA MEÐ TVEIMUR HRÚTSHORNUM. VERKIN TALA BEST!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 23:11

2 identicon

Jólalögin í ár?

Ekki spurning. "Tunnusláttur"

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 05:12

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Arnór nei nú verða þær fylltar af sprengiefnum!

Sigurður Haraldsson, 5.12.2010 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband