3.12.2010 | 13:58
Hvar er samþykki flestra "hagsmunaaðilanna" það er skuldaranna, enginn hefur talað við þá
Þetta er allt á sömu bókina lært, það er samið við "hagsmunaaðila" en hvergi sést í skuldarana sem eru nú beinir hagsmunaaðilar að þessu dæmi og Hagsmunasamtökum heimilanna er haldið utan við málið með pólitík og það ljótri. Talað er um að þetta hljómi upp á um 100 milljarða "afskriftir" fjármálastofnanna og ríkissins. Það er gert ráð fyrir að fara niður í 110 prósent veðsetningu, þannig að skuldarar standa eftir með 10 % yfirveðsetningu. Hver borgar þetta fyrir bankana því ekki gera þeir það sjálfir. Tökum dæmi: Tvær fjölskyldur keyptu sér sitt hvora íbúðina í sama húsinu 2007 á 25 milljónir. Önnur fjölskyldan tók 100 % lán og skuldar í dag um 33,2 milljónir. Hin fjölskyldan átti 10 milljónir og tók því 15 milljónir að láni og skuldar í dag um 20 milljónir. Gefum okkur að íbúðirnar kosti í dag um 20 milljónir og lánin hafi hækkað um c.a. 33 % samkvæmt verðtryggingu. Samkvæmt leið ríkisstjórnarinnar þá fær fyrri fjölskyldan sem tók 100 % lánið afskrifað niður í 110 % og skuldar því 22 milljónir og hefur engu tapað þó hún skuldi 2 milljónir umfram verðmæti. Hin fjölskyldan fær enga leiðréttingu, skuldar 20 milljónir og er búin að tapa þeim 10 milljónum sem hún lagði fram í upphafi þannig að hún er búin að borga fyrir leiðréttingu hins aðilans í þessu dæmi og gott betur. Þetta kostar ekkert fyrir bankana þegar verið er að færa lán í 110 % veðsetningu, veðsetningin var ónýt áður og ef þeim tekst að fá fólk til að borga af 110 % veðsetningu þá eru þeir að græða en ekki tapa því eðlilegt er að skuldari skuldi ekki meira en nemur verðmæti eignarinnar ef hann lagði eitthvað fram sjálfur í upphafi, ef bankinn lánaði honum 100 % í upphafi þá verður bankinn sjálfur að taka tapið af því. Það er enginn akkur í því fyrir neinn að skulda umfram verðmæti húsnæðissins síns og sinnar fjölskyldu.
Markvissar leiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:17 | Facebook
Athugasemdir
Þessar aðgerðir sem stjórnin kynnti í dag eru RUGL og aftur RUGL! Enn og aftur er EKKERT gert fyrir millistéttina!! Við skulum bera hrunið!
Sjá lið 1 A ( http://img.eyjan.net/2010/12/Viljayfirl%C3%BDsing-vegna-skuldavanda-heimilanna_3.-des.pdf ). Þar segir að þeir sem eru með greiðslubyrði hærri en 20% af tekjum FYRIR skatta geti fengið leiðréttingu niður í 110% af virði fasteignar. Hér virðist gleyma að mesti hluti tekna millistéttar fara í SKATTA og því oft ekki mikið eftir af RÁÐSTÖFUNARTEKJUM!
Þetta þýðir að til þess að fá hjálparhönd þá þarftu annaðhvort að vera með mjög lág laun í hlutfalli við afborgun íb lána. Eða með mjög háá afborgun m.t.t. afborgun íb. lána. Ég hefði átt að kaupa mér stórt einbýlishús á 100% láni til að byrja með, þá væri ég í fínum málum!
Ég er í millistétt og rétt tóri mér í skilum en ég uppfylli ekki þessar kröfur. Er með meðallaun m.t.t. háskólamenntun minnar. Er yfirveðsett í 80 fm íbúð sem ég keypti árið 2005 á 80% láni. En þar sem ég fór varlega með því að kaupa mér ekki stærri eign á meira láni þá fæ ég enga hjálp. Ég sit föst í minni litlu kompu með mín börn og sef inni í stofu með kallinum!
DD (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.