Vantar ekki eitthvað í þessa mynd, hvar er samþykki skuldaranna

Þetta er allt á sömu bókina lært, það er samið við "hagsmunaaðila" en hvergi sést í skuldarana sem eru nú beinir hagsmunaaðilar að þessu dæmi og Hagsmunasamtökum heimilanna er haldið utan við málið með pólitík og það ljótri. Talað er um að þetta hljómi upp á um 100 milljarða en bara gert ráð fyrir að fara niður í 110 prósent, þannig að skuldarar standa eftir með 10 % yfirveðsetningu. Hver borgar þetta fyrir bankana því ekki gera þeir það sjálfir. Tökum dæmi: Tvær fjölskyldur keyptu sér sitt hvora íbúðina í sama húsinu 2007 á 25 milljónir. Önnur fjölskyldan tók 100 % lán og skuldar í dag um 33,2 milljónir. Hin fjölskyldan átti 10 milljónir og tók því 15 milljónir að láni og skuldar í dag um 20 milljónir. Gefum okkur að íbúðirnar kosti í dag um 20 milljónir og lánin hafi hækkað um c.a. 33 % samkvæmt verðtryggingu. Samkvæmt leið ríkisstjórnarinnar þá fær fyrri fjölskyldan sem tók 100 % lánið afskrifað niður í 110 % og skuldar því 22 milljónir og hefur engu tapað þó hún skuldi 2 milljónir umfram verðmæti. Hin fjölskyldan fær enga leiðréttingu, skuldar 20 milljónir og er búin að tapa þeim 10 milljónum sem hún lagði fram í upphafi þannig að hún er búin að borga fyrir leiðréttingu hins aðilans í þessu dæmi og gott betur. Þetta kostar ekkert fyrir bankana þegar verið er að færa lán í 110 % veðsetningu, veðsetningin var ónýt áður og ef þeim tekst að fá fólk til að borga af 110 % veðsetningu þá eru þeir að græða en ekki tapa því eðlilegt er að skuldari skuldi ekki meira en nemur verðmæti eignarinnar ef hann lagði eitthvað fram sjálfur í upphafi, ef bankinn lánaði honum 100 % í upphafi þá verður bankinn sjálfur að taka tapið af því. Það er enginn akkur í því fyrir neinn að skulda umfram verðmæti húsnæðissins síns og sinnar fjölskyldu.


mbl.is 60 þúsund heimili njóta góðs af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Nákvæmlega það sem ég var að hugsa.

Að auki mætti bæta við að fjölskyldan sem tók 100% lánið átti kannski reiðufé, en ákvaðið að nota það heldur í að kaupa sér nýtt innbú og fínerí.
Vissulega koma aðgerðirnar mörgum til góða sem virkilega þurfa á að halda og hafa ekkert til sakar unnið nema að hafa misst atvinnuna og þvíumlíkt.
Hin vegar er jafnframt verið að verðlauna flottræflana „big time.“

Brjánn Guðjónsson, 3.12.2010 kl. 13:55

2 identicon

Góð ábending og gott dæmi!

Við þetta dæmi má bæta "skynsama" fólkið sem var búið að safna peningum í útborgun vinnur væntanlega baki brotnu til að safna sér nýju sparifé.  Stór hluti af aukavinnunni fer í stöðugt hækkandi skatta - til að greiða fyrir vaxtabætur og niðurfærslu þeirra sem ekki voru "skynsamir".

Ísland fer að breytast í samfélag þar sem ekki reynist skynsamlegt að vera "skynsamur"...

BP

Bjarni Pálsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 14:43

3 Smámynd: Haukur Baukur

Allar aðgerðir benda til þess að vandamálið er ekki skuldavandi heimilanna heldur innheimtuvandi fjármálafyrirtækjanna.

HH

Haukur Baukur, 3.12.2010 kl. 15:02

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú ert með góða greiningu á þessu Villi.  Það má svo spyrja sig hvers vegna þeir sem eiga sitt hús skuldlaust eru ekki látnir afsala sér því til lánastofnanna?

Magnús Sigurðsson, 3.12.2010 kl. 15:22

5 identicon

Ég værir ekki hissa ef það kæmi næst að þeir sem eiga eignir sínar skuldlausar væri gert að afsals sér þeim, þannig er ástandið. ég hef staðið í skilum og átti 70% í minni eign fyrir 3 árum, ég get ekki fegið mig  um að skoða stöðuna núna. þetta átti að gerast strax 2008-09, en bankar og fjármálasofnanir ætluðu að skella þessu á okkur og Steingrímur lagði blessun síma yfir það. 

Dudda (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband