Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2020

Ég efast alltaf um að Dagur B. átti sig á að lítið ofan á allt of lítið er ennþá of lítið.

Ég verð að segja að ég efast ekki stundum, heldur alltaf, um að Dagur B. borgarstjóri átti sig á því að þeir sem eru á lægstu laununum innan borgarinnar geta einfaldlega ekki lifað af þeim launum sem þeim er boðið upp á og þetta fólk getur heldur ekki framfleytt sér og hvað þá börnunum sínum á þessum lægstu launum.
Þetta hér fyrir ofan og svo nánari útskýringu hér fyrir neðan set ég fram sem svar við því sem Dagur borgarstjóri allra borgarbúa, ég hélt líka þeirra sem eru á það lágum launum að þeir geta ekki lifað mannsæmandi lífi af þeim launum, segir hér í fréttinni fyrir neðan sem er með þessu innleggi þá vil ég segja eftirfarandi:
Dagur B. borgarstjóri og aðrir sem koma að því að semja um kaup og kjör almennings og það á líka við um þig Sólveig Anna Jónsdóttir, þið verðið að fara að átta ykkur á því að aðalatriðið í byrjun er að þau laun sem eru lægst verða að duga þó alla vega til mannsæmandi grunnframfærslu þannig að Íslenskar fjölskyldur geti lifað hér mannsæmandi lífi fyrir sig og börnin sín.
Svo þegar því er náð geta menn farið að rífast og eða semja um hvað, og jafnvel hvort, þeir sem eru með meiri reynslu, þekkingu eða menntun eigi að hafa meira en sem nemur þessari mannsæmandi framfærslu.
Þegar þessi grunnþekking á hvað dugar til mannsæmandi framfærslu er ekki fyrir hendi þá er ekki verið að semja um eitthvað sem er grunnur fyrir öllu hinu sem á eftir kemur.
Vegna þessa eru allir launasamningar á Íslandi í raun út í loftið og enginn ánægður, alls ekki sá sem er með lægstu launin því hann getur ekki lifað af sínum launum án þess að geta bent á þá staðreynd með opinberum tölum því þær eru viljandi ekki til.
Þeir sem eru ofar í goggunarröðinni eru heldur ekki ánægðir því þeir vita í raun ekkert um hvað þeir voru að semja um nema það að þeir fengu meira í sinn vasa en þeir sem eru neðar en þeir í þessari miður skemmtilegu röð.
Það sem vantar til að geta tekið þessa umræðu og samið um kaup og kjör af einhverju viti og alvöru eins og gert er í þeim löndum sem við miðum okkur almennt við er að finna þarf út hvað það kostar að lifa þessu svokallaða hófsömu mannsæmandi lífi sem er gert þar með því að finna út hvað þarf til mannsæmandi grunnframfærslu.

mbl.is Átti sig ekki á 90 þúsund króna hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband