Bloggfærslur mánaðarins, maí 2018

Betra að losna við skaðvaldinn en þurfa að tryggja sig fyrir honum.

Maður tryggir sig fyrir skaða, alveg rétt.
Verðtrygging lána heimilanna er skaðvaldur er staðfest með þessu meist­ara­verk­efni frá tækni- og verk­fræðideild Há­skól­ans í Reykja­vík.
Samt er alltaf best, að mínu mati, að losa sig frekar við skaðvaldinn frekar en að þurfa að tryggja sig fyrir honum.
Tökum einfaldlega verðtrygginguna af lánum heimilanna og enginn þarf að tryggja sig fyrir þessum skaðvaldi. 
Kannski er ekki nema von að sá sem skrifaði þessa ritgerð sé kominn í vinnu hjá Landsbankanum.

 

mbl.is Verðbólgutrygging ódýr lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðirnir "okkar"

Á sama tíma og Lífeyrissjóðirnir "okkar" eru að fjármagna tug og hundruð milljarða hótel og skrifstofubyggingar út um allan bæ sem halda nánast öllum iðnaðarmönnunum okkar uppteknum við það þá vantar unga fólkinu okkar og raunar öllum íslendingum að minnsta kosti 17.000 íbúðir til að lifa í.
Einnig hafa þessir sömu lífeyrissjóðir "okkar" á sama tíma verið að fjármagna uppkaup fárra aðila og stórra leigufélaga á nánast öllum lausum íbúðum sem komið hafa á sölu og líka þeim íbúðum sem bankar og Íbúðalánasjóður hafa verið að taka af fólkinu í landinu undanfarin ár og þannig stuðlað að hækkun á fasteignaverði og skorti á heimilum fyrir fólk.
Því miður get ég lofað ykkur því að núna á næstu vikum og í sumar þá fara þessir aðilar og leigufélög að selja þessar íbúðir á uppsprengdu verði áður en uppbygging fer af stað á fasteignamarkaði. 
Kaupendurnir verða almenningur á þeim íbúðum sem verða seldar í stykkjatali út úr sumum leigufélögunum á meðan sum leigufélögin verða seld í heilu lagi og getið hverjir verða kaupendurnir að þeim á uppsprengdu verði, jú, Lífeyrissjóðirnir "okkar". 
Þá kemur líka berlega í ljós að þetta var og er skiplagt á þennan hátt, þ.e. kaupa allt upp og halda iðnaðarmönnunum uppteknum við annað en íbúðarbyggingar til að skapa skort á fasteignamarkaði.
Þetta er allt gert á kostnað almennings með vitund og vilja þeirra sem stjórna lífeyrissjóðunum "okkar". 
Hverjir græða á þessu öllu saman, jú þessir fáu sem fengu lánaða peninga hjá Lífeyrissjóðunum "okkar" til að kaupa þessar íbúðir.


mbl.is Mikið í húfi fyrir lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband