Bloggfærslur mánaðarins, október 2017

Vilhjálmur Bjarnason ekki sáttur :)

Nafni minn fjárfestirinn og varðhundur verðtryggingarinnar er ósáttur núna við forystu SJálfstæðisflokksins og talar um kosningasvindl þegar hann komst ekki inn á þing en hló þegar ég var tekinn út af sama lista eftir sama prófkjör fyrir kosningarnar.
Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er þarna sagður hafa notast við óbreyttan lista fyr­ir kosn­ing­arn­ar um seinustu helg­i en svo var ekki eins og nafni veit og ég benti á fyrir kosningarnar þar sem ég einn var tekinn út af listanum. sjá: http://kvennabladid.is/2017/10/12/i-grasrotinni-heima/

Fjárfestirinn segir „Maður fer nátt­úru­lega í próf­kjör á þeim regl­um sem maður held­ur að séu í gildi. Það að breyta regl­um eft­ir á og hagræða úr­slit­um heit­ir nú kosn­inga­s­vindl á sum­um stöðum. Það er ágætt að setja regl­ur um hvernig úr­slit eigi að vera og ef ein­hver er óæski­leg­ur í próf­kjöri þá er ágætt að hann viti það fyr­ir­fram.“
Þetta er sami maðurinn og vann í því að fá mig út af listanum sem hann vælir nú eins og stunginn grís yfir því að hafa verið færður til um eitt sæti og ná svo ekki inn því fólk vildi hann ekki inn, hvorki forysta eða kjósendur flokksins.

Ég var settur út vegna þess að ég sagði að Bjarni Benediktsson væri ekki að vinna fyrir hinn almenna flokksmann heldur ræki flokkinn sem einkagróðavinafélag sitt, nánustu ættingja, vina og meðhlægjenda sinna og á meðan svo væri tæki ég ekki þátt í kosningarbaráttu flokksins undir hans stjórn.

Var ég raunar frekar sáttur við að vera settur út fyrir sviga á meðan Bjarni Benediktsson er formaður flokksins fyrst hann þorði ekki að hafa próskjör fyrir þessar kosningar.

Raunar var ég búinn að vara nafna minn fjárfestinn við því að sennilega þyrfti hann ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa að taka sér frí frá þingstörfum sem nú er komið í ljós að var rétt mat hjá mér.

Það hlýtur auðvitað að vera erfiðara að sætta sig við að vera settur út í kuldann þegar maður er búinn að vera meðhlæjandi forystunnar sem launar hláturinn svona að lokum eins og fjárfestirinn bendir nú á þegar það beinist gegn honum sjálfum.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki Fjárfestir


mbl.is „Hlýt að hafa verið óæskilegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski er einn Vilhjálmur Bjarnason í viðbót.

Ég er heldur ekki sá Vilhjálmur Bjarnason sem ekki er tilbúinn að taka sætið á listanum sem ég vann mér inn í fyrra í prófkjöri flokksins þvert gegn vilja forystu flokksins. 
Það er spurning hvort við séum þrír alnafnarnir og það sé til einn Vilhjálmur Bjarnason í viðbót sem er ekki ekki fjárfestir og sem er ekki alvöru fjárfestir :)
Hins vegar hef ég sagt að á meðan Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins þá muni ég ekki taka þátt í kosningabaráttu flokksins.
Mun ég áfram berjast fyrir því að flokkurinn verði sá flokkur sem grunngildi hans tala um sem eru frelsi til orða og athafna og líka stétt með stétt en núna er flokkurinn rekinn sem einkagróðavinafélag formannsins. 
Ég tel að hinn almenni Sjálfstæðismaður vilji miklar breytingar innan flokksins og vilji sjá nýja forystu og að farið verði eftir grunngildum flokksins. 
Það er verið að stilla upp á listann í Kraganum þessa dagana og við skulum sjá hvort flokkurinn og uppstillingarnefndin hefur kjark, heiðarleika og þor til að hafa mig áfram á listanum í 7. sæti sem ég náði í prófkjöri flokksins seinast fyrist það á ekki að vera prófkjör. 
Það kemur í ljós annað kvöld, mánudaginn 2. okt.


mbl.is Ekki sá Vilhjálmur Bjarnason
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband