Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Frábært, Hreppsnefnd Rangárþings Ytra tekur stöðu sína.

Ég sem stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna til þriggja ára vil þakka Guðfinnu og öðrum í Hreppsnefnd Rangárþings ytra fyrir þessa ályktun um stöðvun á nauðungarsölu eigna í hreppnum.

Þetta er frábært hjá ykkur og væri óskandi að það væru fleiri hreppsnefndir, bæjarstjórnir og borgarstjórn sem færu að frumkvæði ykkar og stæðu með íbúm sínum, heimilum þeirra og atvinnurekstri eins og þeim ber skylda til og ætti í raun að vera sjálfsagt mál. Það er spurning hvort þið senduð ekki áskorun á þessa aðila sem ég nefni hér að framan að gera slíkt hið sama.

 

Að verja heimili og fjölskyldur landsins á meðan réttaróvissa er fyrir hendi ætti að vera forgangsmál allra sem starfa á þessum vettvangi og við skulum ekki gleyma því að 95 % fyrirtækja landsins eru smáfyrirtæki með innan við 10 manns í vinnu þar sem framtíð fyrirtækisins er tekin við sama eldhúsborðið og framtíð heimilisins.

 

Það þarf að fresta uppboðum sem byggð eru á bæði gengis og verðtryggðum lánum því það er ekki ennþá búið að klára alla þætti gengismálanna og HH er búið að kæra verðtrygginguna sem ólöglega eins og hún hefur verið framkvæmd frá 2001 að minnsta kosti.

 

Þar fyrir utan á Umboðsmaður Alþingis eftir að svara HH því efnislega, fyrir hönd embættis síns, hvort það stenst lög að setja hækkun vísitölunnar inn í höfuðstól svokallaðra verðtryggðra lána eins og honum ber skylda til eftir að við beindum, fyrir um tveimur árum, spurningu í gegnum hann á Seðlabankann um þá einföldu spurningu hvar það stæði í lögum að það mætti gera það.  

 

Vil benda þér og ykkur á að við hjá HH samþykktum einmitt nánast samhljóðandi ályktun á aðalfundi okkar núna á miðvikudaginn 15.05.13. sem við höfðum verið að vinna að í lengri tíma og í framhaldi af vinnu okkar með t.d. fólki á Selfossi sem eignin var seld á nauðungarsölu um daginn eins og frægt er orðið af Youtube myndbandi sem tekið var á staðnum.   

 

Bara enn og aftur, þetta er algjörlega frábært hjá ykkur og líka það að minni og meirihluti standa saman að þessu, því eins og ég hef svo sem oft sagt áður þá snýst þetta ekki lengur um hægri eða vinstri eða stjórnmál yfirleitt, þetta snýst um að koma okkar frábæra landi og heimilum og fjölskyldum þess til varnar þegar gefið er skotleyfi á þau.

Minni á ferli gjaldþrota og nauðungarsölumála vegna ólöglegra lána.

http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1249575/  

Hér er smá samantekt á því hvers vegna fólk tók gengislán á sínum tíma.

 

http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1223574/

Hér er smá útskýring á því hvernig fólk sem tók gengislán og verðtryggt lán á sama tíma stendur í dag miðaða við að allir dómar um gengislánin séu virtir.

 

http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1283230/

 

Kveðja Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir. Stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna

 


mbl.is Beiti sér gegn uppboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loforðin tíu. Fyrir heimilin og fjölskyldurnar.

Hér eru loforðin tíu. Þau fjalla um það sem er mest aðkallandi að næsta ríkisstjórn lofi að verði fyrstu verk sín fyrir heimili og fjölskyldur landsins. 

1. Gera þarf sem fyrst, allt sem hægt er til að finna út og fá skorið úr um þau álitamál sem eftir eru varðandi gengislánin, þar með talið hvernig á að meðhöndla þá sem var gert ókleift að standa við skuldbindingar sínar vegna þess að lánveitandinn sendi út allt of háa og ólöglega greiðsluseðla sem voru byggðir á ólöglegum lánaskilmálum þeirra. Minni á flýtimeðferð sem gert er ráð fyrir að hægt sé að sækja um samkvæmt nýjum lögum og að þessi mál fái þá flýtimeðferð í gegnum dómstigin.

2. Gera þarf sem fyrst, allt sem hægt er til að fá dóma um það hvort verðtryggingin, eins og hún hefur verið framkvæmd á neytendalánum hingað til, og með tilliti til neytendalaga og MIFID reglna í verðtryggðum lánasamningum, sé ólögleg. Minni á flýtimeðferð sem gert er ráð fyrir að hægt sé að sækja um samkvæmt nýjum lögum og að þessi mál fái þá flýtimeðferð í gegnum dómstigin m.a. út frá þeim forsendum sem koma fram í kærum sem liggja nú þegar fyrir héraðsdómsstigi frá Hagsmunasamtökum heimilanna og Verkalýðsfélagi Akraness. Í stað þess að tefja málin ætti ríkisvaldið að flýta fyrir málum þessum í gegnum dómskerfin. Sjá muninn á gengis og verðtryggðum lántakendum í upphafi. http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1223574/ 

3. Stöðva skal aðfarargerðir, gjaldþrot, nauðungarsölur og sölur á veðhafafundum á grundvelli svokallaðra erlendra eða gengisbundinna lána á meðan beðið er endanlegra dóma um lögmæti allra forma lánasamninga þeirra sem eru þar á bak við. Á meðan beðið er endanlegrar niðurstöðu hafi lántakendur leyfi til að greiða sömu upphæð og þeir greiddu í upphafi lánstímans, fyrir stökkbreytinguna, af láninu. 

4. Stöðva skal aðfarargerðir, gjaldþrot, nauðungarsölur og sölur á veðhafafundum á grundvelli verðtryggðra neytendalána á meðan beðið er dóma um lögmæti verðtryggðra neytendalánasamninga.

5. Finna þarf út raunframfærslukostnað íslenskra fjölskyldna,  þ.e. hvað það kostar að lifa hófsömu, mannsæmandi lífi á Íslandi eins og gert er á hinum norðurlöndunum. Raunframfærslukostnaður og lágmarks framfærsluviðmið unnin út frá þeim hafa um margra ára skeið verið opinber á öðrum Norðurlöndum, svo sem Danmörku, Svíþjóð og Noregi og eru grunnlaun og annar framfærslukostnaður miðaður við það þannig að þeir sem eru með lægstu launin og lifa á bótum, t.d. elli og örorkulífeyrisþegar,  geta lifað mannsæmandi lífi í þessum löndum sem er ekki hægt hér á landi. Sjá nánar t.d. hér: http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1192901/

6. Afnema skal verðtryggingu á neytendalánum til framtíðar á Íslandi og á meðan verið er að ná jafnvægi á neytendalánamarkaðinum þá verður að setja þak á vexti neytendalána. Bendi hér á einfalda útskýringu mína á því hvaða áhrif það hefur að afnema verðtrygginguna: Með því að berjast við afleiðingar vandans, þ.e. verðtryggingu neytendalána, erum við í raun að berjast við orsök hans, þ.e. verðbólguna. Verðtryggingin er í raun birtingarmynd almennings á óstjórn í peningamálum ríkistjórna á hverjum tíma, þ.m.t. að leyfa bönkunum óhefta peningaprentun. Þegar við höfum náð því að afnema verðtryggingu neytendalána þá hafa  ráðandi öfl á peningamarkaði loksins sama markmið og við hin, að halda verðbólgunni í skefjun eins og í öllum siðmenntuðum löndum sem við miðum okkur almennt við.

7. Endurskipuleggja þarf embætti Umboðsmanns skuldara á þann veg að hann fari að vinna fyrir skuldara og með hagsmuni þeirra að markmiði. Í dag er UMS ekki að vinna að hagsmunum lántaka, því miður má segja að hann hafi unnið nær eingöngu með hagsmuni lánveitenda að leiðarljósi. Meðal annars hefur UMS ekki verið að vinna eftir reglugerð sem hann skal vinna eftir skv. 34. grein laga um greiðsluaðlögun sem kemur fram í því að starfsmenn UMS hafa verið að vinna á huglægu mati hvers starfsmanns í málum hvers og eins að sínum umbjóðendum. Að UMS skuli enn þann dag í dag vera að henda fjölskyldum út af heimilum sínum sem eru með ólögleg gengisbundin lán og þá einnig út úr greiðsluaðlögun og greiðsluskjóli er ólíðandi miðað við það sem vitað er um ólögmæti þessara lána. Sjá: http://www.althingi.is/lagas/141a/2010101.html       

8. Alþingi þarf strax að semja og samþykkja frumvarp um heildarrannsókn á fjárhagsstöðu heimilanna sem gerir það kleift að samkeyra allar upplýsingar frá lánastofnunum, ríkisstofnunum og öðrum um skuldamál og stöðu heimilanna en frumvarp um þetta var lagt fram á seinasta þingi sem nota má sem grunn ef menn velja svo.  Þegar það er komið í gegn er fyrst hægt að skoða skuldavanda heimilanna í samhengi og koma með góða greiningu sem gefur aftur kost á því að bregðast rétt við vandanum og koma okkur út úr þessari stöðnum sem við erum í og sem er að stoppa þjóðfélagið ef ekkert verður að gert. Að því sé ennþá haldið fram að vanskil séu einungis um 11 % er eitt dæmið um hvernig verið er að fela raunverulega stöðu fólks, þarna inni eru eingöngu þeir sem eru með allt að 90 daga vanskil, þegar þeir eru komnir yfir 90 dagana þá eru þeir ekki taldir í vanskilum, þeir eru taldir í innheimtu, þeir sem eru hjá UMS eru ekki taldir í vanskilum, þeir sem eru orðnir gjaldþrota eru ekki taldir í vanskilum og svo framvegis. Sá í skýrslu sem var lögð fram í Velferðavaktinni sem ég sit í fyrir Hagsmunasamtök heimilanna að 2011 voru bara 32 % lána Íbúðalánasjóðs að greiðast samkvæmt upprunalegum lánaskilmálum, sem þýðir að 68 % lána ÍLS eru EKKI að greiðast eins og samið var um í upphafi. Sjá: http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1256612/ 

9. Stuðla skal að því að boðið sé upp á óverðtryggt húsnæðislánakerfi sambærilegt og á hinum Norðurlöndunum og einnig þarf að styðja við uppbyggingu sterks leigumarkaðar eins og tíðkast í þeim löndum sem best standa í þeim málum þannig að almenningur hafi góðan og öruggan valkost á milli þess að eiga eða leigja heimili sitt á öruggum kjörum á hvorn veginn sem það velur að haga húsnæðismálum sínum. 

10. Þú skalt ekki stela, segir eitt af boðorðunum 10. Það er ekkert annað en þjófnaður þegar búið er að taka æru folks, heimili og eign fjölskyldunnar á grunni ólöglegra lána. Stuðlað verði að og flýtt fyrir lagabreytingum handa þeim sem gerðir hafa verið gjaldþrota, fengið á sig árangurslaust fjárnám, eign þeirra seld nauðungarsölu eða á veðhafafundi á grundvelli ólöglegra lána og ólöglegum útreikningum þeirra þannig að þessir aðilar geti fengið nafn sitt og æru aftur og einnig heimili sín og fjölskyldu sinnar til baka frá lánastofnunum í þeim tilfellum sem það er mögulegt. Sjá í þessu sambandi 115. mál, lagafrumvarp á 141. löggjafarþingi 2012—2013, Nauðungarsala o.fl. (ógilding, endurupptaka). Sjá einnig:
http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=141&mnr=115 http://www.althingi.is/pdf/erindi/?lthing=141&dbnr=1948 
http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1249575/ 

Hér hef ég farið yfir það helsta sem ný ríkisstjórn þarf strax í byrjun að ráðast í fyrir fjölskyldur og heimilin í landinu að mínu mati og fór ég viljandi ekkert út í snjóhengjuna, gjaldmiðilinn eða vogunarsjóðina, einnig er sneitt fram hjá jafn sjálfsögðum hlutum eins og leiðréttingu lægstu launa og bóta til elli- og örorkulífeyrisþega svo fátt eitt sé nefnt  og annað sem sjálfsagt er að verði tekið á strax.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir.
Stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna.

mbl.is Ör fjölgun uppboðsbeiðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loforðin tíu. Fyrir heimilin og fjölskyldurnar.

Hér eru loforðin tíu. Þau fjalla um það sem er mest aðkallandi að næsta ríkisstjórn lofi að verði fyrstu verk sín fyrir heimili og fjölskyldur landsins. 

1. Gera þarf sem fyrst, allt sem hægt er til að finna út og fá skorið úr um þau álitamál sem eftir eru varðandi gengislánin, þar með talið hvernig á að meðhöndla þá sem var gert ókleift að standa við skuldbindingar sínar vegna þess að lánveitandinn sendi út allt of háa og ólöglega greiðsluseðla sem voru byggðir á ólöglegum lánaskilmálum þeirra. Minni á flýtimeðferð sem gert er ráð fyrir að hægt sé að sækja um samkvæmt nýjum lögum og að þessi mál fái þá flýtimeðferð í gegnum dómstigin.

2. Gera þarf sem fyrst, allt sem hægt er til að fá dóma um það hvort verðtryggingin, eins og hún hefur verið framkvæmd á neytendalánum hingað til, og með tilliti til neytendalaga og MIFID reglna í verðtryggðum lánasamningum, sé ólögleg. Minni á flýtimeðferð sem gert er ráð fyrir að hægt sé að sækja um samkvæmt nýjum lögum og að þessi mál fái þá flýtimeðferð í gegnum dómstigin m.a. út frá þeim forsendum sem koma fram í kærum sem liggja nú þegar fyrir héraðsdómsstigi frá Hagsmunasamtökum heimilanna og Verkalýðsfélagi Akraness. Í stað þess að tefja málin ætti ríkisvaldið að flýta fyrir málum þessum í gegnum dómskerfin. Sjá muninn á gengis og verðtryggðum lántakendum í upphafi. http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1223574/ 

3. Stöðva skal aðfarargerðir, gjaldþrot, nauðungarsölur og sölur á veðhafafundum á grundvelli svokallaðra erlendra eða gengisbundinna lána á meðan beðið er endanlegra dóma um lögmæti allra forma lánasamninga þeirra sem eru þar á bak við. Á meðan beðið er endanlegrar niðurstöðu hafi lántakendur leyfi til að greiða sömu upphæð og þeir greiddu í upphafi lánstímans, fyrir stökkbreytinguna, af láninu. 

4. Stöðva skal aðfarargerðir, gjaldþrot, nauðungarsölur og sölur á veðhafafundum á grundvelli verðtryggðra neytendalána á meðan beðið er dóma um lögmæti verðtryggðra neytendalánasamninga.

5. Finna þarf út raunframfærslukostnað íslenskra fjölskyldna,  þ.e. hvað það kostar að lifa hófsömu, mannsæmandi lífi á Íslandi eins og gert er á hinum norðurlöndunum. Raunframfærslukostnaður og lágmarks framfærsluviðmið unnin út frá þeim hafa um margra ára skeið verið opinber á öðrum Norðurlöndum, svo sem Danmörku, Svíþjóð og Noregi og eru grunnlaun og annar framfærslukostnaður miðaður við það þannig að þeir sem eru með lægstu launin og lifa á bótum, t.d. elli og örorkulífeyrisþegar,  geta lifað mannsæmandi lífi í þessum löndum sem er ekki hægt hér á landi. Sjá nánar t.d. hér: http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1192901/

6. Afnema skal verðtryggingu á neytendalánum til framtíðar á Íslandi og á meðan verið er að ná jafnvægi á neytendalánamarkaðinum þá verður að setja þak á vexti neytendalána. Bendi hér á einfalda útskýringu mína á því hvaða áhrif það hefur að afnema verðtrygginguna: Með því að berjast við afleiðingar vandans, þ.e. verðtryggingu neytendalána, erum við í raun að berjast við orsök hans, þ.e. verðbólguna. Verðtryggingin er í raun birtingarmynd almennings á óstjórn í peningamálum ríkistjórna á hverjum tíma, þ.m.t. að leyfa bönkunum óhefta peningaprentun. Þegar við höfum náð því að afnema verðtryggingu neytendalána þá hafa  ráðandi öfl á peningamarkaði loksins sama markmið og við hin, að halda verðbólgunni í skefjun eins og í öllum siðmenntuðum löndum sem við miðum okkur almennt við.

7. Endurskipuleggja þarf embætti Umboðsmanns skuldara á þann veg að hann fari að vinna fyrir skuldara og með hagsmuni þeirra að markmiði. Í dag er UMS ekki að vinna að hagsmunum lántaka, því miður má segja að hann hafi unnið nær eingöngu með hagsmuni lánveitenda að leiðarljósi. Meðal annars hefur UMS ekki verið að vinna eftir reglugerð sem hann skal vinna eftir skv. 34. grein laga um greiðsluaðlögun sem kemur fram í því að starfsmenn UMS hafa verið að vinna á huglægu mati hvers starfsmanns í málum hvers og eins að sínum umbjóðendum. Að UMS skuli enn þann dag í dag vera að henda fjölskyldum út af heimilum sínum sem eru með ólögleg gengisbundin lán og þá einnig út úr greiðsluaðlögun og greiðsluskjóli er ólíðandi miðað við það sem vitað er um ólögmæti þessara lána. Sjá: http://www.althingi.is/lagas/141a/2010101.html       

8. Alþingi þarf strax að semja og samþykkja frumvarp um heildarrannsókn á fjárhagsstöðu heimilanna sem gerir það kleift að samkeyra allar upplýsingar frá lánastofnunum, ríkisstofnunum og öðrum um skuldamál og stöðu heimilanna en frumvarp um þetta var lagt fram á seinasta þingi sem nota má sem grunn ef menn velja svo.  Þegar það er komið í gegn er fyrst hægt að skoða skuldavanda heimilanna í samhengi og koma með góða greiningu sem gefur aftur kost á því að bregðast rétt við vandanum og koma okkur út úr þessari stöðnum sem við erum í og sem er að stoppa þjóðfélagið ef ekkert verður að gert. Að því sé ennþá haldið fram að vanskil séu einungis um 11 % er eitt dæmið um hvernig verið er að fela raunverulega stöðu fólks, þarna inni eru eingöngu þeir sem eru með allt að 90 daga vanskil, þegar þeir eru komnir yfir 90 dagana þá eru þeir ekki taldir í vanskilum, þeir eru taldir í innheimtu, þeir sem eru hjá UMS eru ekki taldir í vanskilum, þeir sem eru orðnir gjaldþrota eru ekki taldir í vanskilum og svo framvegis. Sá í skýrslu sem var lögð fram í Velferðavaktinni sem ég sit í fyrir Hagsmunasamtök heimilanna að 2011 voru bara 32 % lána Íbúðalánasjóðs að greiðast samkvæmt upprunalegum lánaskilmálum, sem þýðir að 68 % lána ÍLS eru EKKI að greiðast eins og samið var um í upphafi. Sjá: http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1256612/ 

9. Stuðla skal að því að boðið sé upp á óverðtryggt húsnæðislánakerfi sambærilegt og á hinum Norðurlöndunum og einnig þarf að styðja við uppbyggingu sterks leigumarkaðar eins og tíðkast í þeim löndum sem best standa í þeim málum þannig að almenningur hafi góðan og öruggan valkost á milli þess að eiga eða leigja heimili sitt á öruggum kjörum á hvorn veginn sem það velur að haga húsnæðismálum sínum. 

10. Þú skalt ekki stela, segir eitt af boðorðunum 10. Það er ekkert annað en þjófnaður þegar búið er að taka æru folks, heimili og eign fjölskyldunnar á grunni ólöglegra lána. Stuðlað verði að og flýtt fyrir lagabreytingum handa þeim sem gerðir hafa verið gjaldþrota, fengið á sig árangurslaust fjárnám, eign þeirra seld nauðungarsölu eða á veðhafafundi á grundvelli ólöglegra lána og ólöglegum útreikningum þeirra þannig að þessir aðilar geti fengið nafn sitt og æru aftur og einnig heimili sín og fjölskyldu sinnar til baka frá lánastofnunum í þeim tilfellum sem það er mögulegt. Sjá í þessu sambandi 115. mál, lagafrumvarp á 141. löggjafarþingi 2012—2013, Nauðungarsala o.fl. (ógilding, endurupptaka). Sjá einnig:
http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=141&mnr=115 http://www.althingi.is/pdf/erindi/?lthing=141&dbnr=1948 
http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1249575/ 

Hér hef ég farið yfir það helsta sem ný ríkisstjórn þarf strax í byrjun að ráðast í fyrir fjölskyldur og heimilin í landinu að mínu mati og fór ég viljandi ekkert út í snjóhengjuna, gjaldmiðilinn eða vogunarsjóðina, einnig er sneitt fram hjá jafn sjálfsögðum hlutum eins og leiðréttingu lægstu launa og bóta til elli- og örorkulífeyrisþega svo fátt eitt sé nefnt  og annað sem sjálfsagt er að verði tekið á strax.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir.
Stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband