Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
13.4.2013 | 15:15
Þarna talar nafni minn fjárfestirinn eða Villi verðtryggði eins og sumir vinir mínir kalla hann.
Mér sýnist einsýnt að Framsókn verði í forystu í næstu ríkisstjórn ef svo fer fram sem horfir, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.
Ég get heldur ekki séð að það sé betra að hafa Sjálfstæðisflokkinn í forystu eins og hann er í dag, hvað þá að fjölskyldur landsins hafi efni á því. Nafni minn var ekki að spurja þessarar spurningar út frá því hvort heimilin hefðu efni á því að fá Framsókn í forystuna, heldur hvort eigendur fjármagnsins hefðu efni á því að leiðrétta lán heimilanna.
Ég hef sagt að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur fyrir venjulega Sjálfstæðismenn, heldur er hann í dag eingöngu fyrir menn eins og nafna minn sem vilja halda okkur í skuldafjötrum verðtryggingar áfram og hugsa þar með eingöngu um eigin hag en gleyma hag heildarinnar, heimilanna og fjölskyldnanna sem þar búa.
Eins og ég sé þetta fyrir mér þá þarf Framsókn hjálp eða eins og sumir segja, að fá einhvern flokk með sér sem mun bókstaflega láta Framsók standa við stóru orðin um leiðréttingu lána heimilanna og afnám verðtryggingarinnar. Það vita það allir sem vita það að þeim mun ekki verða leyft það af hinum gömlu flokkunum og því þarf nýjan og lausnamiðaðan flokk eins og Flokk heimilanna til að taka þá stöðu.
Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir
Frambjóðandi í 1. sæti á Suðurlandi fyrir Flokk heimilanna.
Syndir framsóknarmanna eru stórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |