Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
2.3.2013 | 10:02
Heimilin munu brenna á pólitíska bálinu ef fram fer sem horfir.
Framsóknarflokkurinn er, eini fjórflokkurinn sem hefur staðið í lappirnar með heimilum landsins þó án þess að geta hingað til komið þeim til bjargar og lofar aö standa með heimilunum eftir næstu kosningar ef þeir komast til valda. En þá kemur stóra spurningin, með hvaða stjórnmálaflokki ætlar Framsóknarflokkurinn að ná þessum göfugu markmiðum fram. Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei, aldrei láta Framsókn verða þann flokk sem neyðir Sjálfstæðisflokkinn til að afnema verðtrygginguna og leiðrétta skuldir heimilana því þá mun Framsókn sitja eftir með pálmann í höndunum sem drottnari Sjálfstæðisflokksins og þá mun Sjálfstæðisflokkurinn frekar fórna heimilum landsins. Samfylkingin og útfrymið þeirra Björt framtíð hafa enga aðra sín en að ganga í Evrópusambandið sem allir sem vilja horfast í augu við það vita að Evran verður ekki tekin upp hér fyrr en eftir 4 til 8 ár og þann tíma hafa heimilin ekki og brenna upp á meðan. Vinstri grænir vilja ekki að það sé neitt fyrirtæki rekið með gróða og þá geta þau ekki borgað fyrirvinnum heimilanna laun á meðan og heimilin brenna upp. Heimilin eru ekki að treysta hinum nýju framboðunum og þeim sem að þeim standa til að gera það sem þarf að gera, sum framboðin töpuðu sér í stjórnarskrármálinu og önnur eiga bara dýra ljósritunarvél til að kópera góðar hugmyndir annara en eru á meðan fjármagnaðar af sjávarútvegsfyrirtæki og þar að auki með fortíðardraugsformann og á meðan brenna heimilin upp. Ég hvet fólk til að hugsa málið til enda, festa Framsóknar í þessum málum er að skila þeim sennilega bestu kosningu sögunnar en þó hafa þeir líka áhveðna drauga sem dúkka upp á móti manni á kjörseælinum þó manni langi til að merkja við Framsókn sem mun valda því að Framsókn mun aldrei fá meira en 25 % fylgi er ég hræddur um og hvernig ætlum við þeim þá að geta staðið við loforðin, eins og ég sagði hér fyrr þá verður þeim ekki leyft að vera sigurverararnir sem björguðu heimilum landsins og heimilin verða því miður látin brenna upp á því pólitíska hráskinnabáli. Það vantar að mínu mati afl sem mun geta hjálpað Framsókn til að bjarga heimilum landsins af þessu pólitíska báli.
Verð samt að bæta því hér við að ég bjóst aldrei við að skrifa slíka lofrullu um Framsókn en núna snýst þetta ekki lengur um flokkanöfn eða hægri eða vinstri, þetta snýst um að bjarga heimilum og fjölskyldum landsins en til þess þarf Framsóknarflokkurinn hjálp sem er ekki að finna í neinum þeim flokki sem ennþá er kominn fram.
Stofnum alvöru flokk með alvöru fólki sem vill alvöru breytingar og björgum heimilum landsins af þessu báli.