Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Hljóðláta vonleysisstjórnin

Hljóðlát örvænting, uppgjöf og vonleysi.
Þetta er einmitt það sem er að gerast hér á landi og til viðbótar því sem er að gerast annars staðar í Evrópu eru íslensk heimili með verðtryggingu neytendalána sem setur okkur í mun verri stöðu en þessar þjóðir eru að glíma við. 


Úr skýrslunni: "Skýrsluhöfundar segja, að milljónir Evrópubúa lifi við óöryggi um framtíðina sem sé einhver versta sálfræðilega staða sem mannfólkið geti komist í. Hljóðlát örvænting sé að breiðast út, uppgjöf og vonleysi. Í samanburði við árið 2009 hafi þeim fjölgað um milljónir sem bíði í röðum eftir mat og geti hvorki keypt lyf né leitað læknisaðstoðar. Auk þeirra milljóna sem séu án atvinnu séu margir þeirra, sem enn hafi vinnu í erfiðleikum með að ná endum saman vegna of lágra launa en stöðugt hækkandi verðlags."


Ég hef nú í nokkurn tíma varað við að þetta ástand sé fyrir löngu byrjað hér á landi en vegna skuldavandans hefur þetta ekki fengið næga athygli, nú þurfum við að vakna Íslendingar, við getum ekki lengur látið bjóða okkur upp á hljóðláta örvæntingu, uppgjöf og vonleysi. Vill ríkisstjórnin að hennar verði minnst sem " Hljóðláta vonleysisstjórnin " 


Hrútur ráðgjafinn.

Hrútur ráðgjafinn.
Auðvitað finnst fjármálafyrirtækjunum erfitt að hætta nauðungarsölum á heimilum landsmanna en að Innanríkisráðherrann "okkar" taki undir það og sé því sammála er erfitt að trúa en því miður satt. 

Eins og ég sagði við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur Innanríkisráðherra á fundi okkar á miðvikudaginn seinasta, 9.10.2013, þá ætti hún að íhuga að fá sér aðra sérfræðinga og ráðgjafa til að ráðfæra sig við því þeir sem hún er með núna eru greinilega allt of hlynntir bönkunum og fjármálakerfinu og að sama skapi ekki að hugsa um hag eða rétt heimila landsins eins og maður hefði búist við að þeir sem starfa fyrir Innanríkisráðuneytið ættu að gera og ekki að gleyma að hugsa út frá. Hvernig var það í vísunni: Hrútur ráðgjafinn.

Að halda því fram að stjórnarskrárvarinn réttur fjármálafyrirtækjanna sé meiri en stjórnarskrárvarinn réttur heimilanna og fjölskyldna landsins er ótrúlegt og að Innanríkisráðherrann "okkar" trúi svona bulli og láti sér ekki einu sinni detta í hug að skoða hvort það sé rétt þó henni sé bent á það af okkur og nú í framhaldinu af fleiri aðilum er tímaskekkja eftir allt það sem á undan er gegnið og einnig út frá því hvað þessi ríkisstjórn var kosinn út á í vor.  

Þeir sem í því lenda að verða gerðir gjaldþrota eða heimili þeirra og fjölskyldu þeirra sé seld á nauðungarsölu á meðan beðið er boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar sem Innanríkisráðherrann á sjálf sæti í er óásættanlegt fyrir þessar fjölskyldur. Það að Hanna Birna ráðherra skuli leyfa sér að segja að það sé óréttlátt gagnvart þeim sem þegar hafa verið gerðir gjaldþrota eða eign þeirra seld á nauðungarsölu er í raun móðgun við þær fjölskyldur sem í þesum harmleik lenda. 

Við höldum því ekkert fram að það séu 154 nauðungarsölur á heimilum fjölskyldna á íslandi vikuna 7 - 11 nóvember. Það er því miður staðreynd að 154 loka nauðungarsölur eru vinnuvikuna 7 til 11 október 2013 auglýstar inn á vef sýslumanna landsins http://www.syslumenn.is/naudungarsolur/ og ættu það því að vera hæg heimatökin fyrir sýslumennina að leggja þessar tölur saman fyrir Hönnu Birnu, Innanríkisráðherrann "okkar", eins og við í HH gerðum. Við getum líka gert þetta fyrir hana ef það er of erfitt fyrir sérfræðinga og ráðgjafa hennar að finna þetta út. 
Kveðja.
Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir og ekki sérfræðingur Innanríkisráðherra.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband