Bloggfærslur mánaðarins, október 2013
14.10.2013 | 15:55
Hljóðláta vonleysisstjórnin
Hljóðlát örvænting, uppgjöf og vonleysi.
Þetta er einmitt það sem er að gerast hér á landi og til viðbótar því sem er að gerast annars staðar í Evrópu eru íslensk heimili með verðtryggingu neytendalána sem setur okkur í mun verri stöðu en þessar þjóðir eru að glíma við.
Úr skýrslunni: "Skýrsluhöfundar segja, að milljónir Evrópubúa lifi við óöryggi um framtíðina sem sé einhver versta sálfræðilega staða sem mannfólkið geti komist í. Hljóðlát örvænting sé að breiðast út, uppgjöf og vonleysi. Í samanburði við árið 2009 hafi þeim fjölgað um milljónir sem bíði í röðum eftir mat og geti hvorki keypt lyf né leitað læknisaðstoðar. Auk þeirra milljóna sem séu án atvinnu séu margir þeirra, sem enn hafi vinnu í erfiðleikum með að ná endum saman vegna of lágra launa en stöðugt hækkandi verðlags."
Ég hef nú í nokkurn tíma varað við að þetta ástand sé fyrir löngu byrjað hér á landi en vegna skuldavandans hefur þetta ekki fengið næga athygli, nú þurfum við að vakna Íslendingar, við getum ekki lengur látið bjóða okkur upp á hljóðláta örvæntingu, uppgjöf og vonleysi. Vill ríkisstjórnin að hennar verði minnst sem " Hljóðláta vonleysisstjórnin "
13.10.2013 | 23:02