Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012
Kæri ég. Þrískipting ríkisvaldsins, dómsvaldið stjórnar löggjafarvaldinu.
Eins fáránlega og fyrirsögnin hljómar þá er það satt að dómsvaldið ræður yfir og stjórnar löggjafarvaldinu og sanna ég það hér á eftir í lýsingu á atburðarrás sem er í raun fáránleg fyrir löggjafarvaldið og í raun allt stjórnkerfi Íslands og sorgleg í senn fyrir allt of margar fjölskyldur sem lentu þarna á milli þessara tveggja af þremur meginvaldastoðum okkar þjóðfélags.
Sagan byrjar eiginlega í hruninu, þ.e. því seinasta sem telst formlega byrja á haustmánuðum 2008 en var í raun byrjað miklu fyrr. En þegar hrunið var fullskapað hafði krónan fallið um c.a. 100 % og á sama tíma hækka þar að auki nokkrir þeir gjaldmiðlar sem voru undirstaða í flestum erlendum, eða gengislánum eins og þau voru kölluð, þar að auki um 20 til 30 % sem gerði það að verkum að gengislán sem tekið var fyrir hrun hækkaði um allt að 130 %.
Flestir vita að búið er að dæma gengisbindingu þessara áður erlendu eða gengislána ólöglega og að hún hafi í raun aldrei verið lögleg ef út í það er farið. Einnig er búið að dæma að afturvirkir útreikningar miðaðir við lægstu óverðtyggða vexti Seðlabanka Íslands séu líka ólöglegir. Þá er bara eftir að fá úr því skorið hvort upprunalegir samningsvextir þessara lána standi eftir eða jafnvel engir vextir eins og dómafordæmi eru fyrir frá öðrum Evrópulöndum samkvæmt lögum sem við höfum undirgengist og sett inn í okkar lagaramma með EES samningunum.
Þegar það rann upp fyrir nokkrum nefndarmönnum Efnahags og viðskiptanefndar, með varaþingmanninn Magnús M Norðdahl í broddi fylkingar, að þau úrræði sem til væru í núverandi lögum hefðu allt of stutta tímafresti til að þeir sem þess þyrftu gætu nýtt sér þá lagði Efnahags og viðskiptanefnd hinn 30.3.2012 fram 716. mál á Alþingi, lagafrumvarp í þingskjali 1151. Var meðal annars byggt á að í lögum 151/2010 höfðu verið settar inn endurupptökuheimildir til handa þeim sem höfðu lent í því að verða gerðir gjaldþrota og eign þeirra í framhaldinu tekin af þeim en þessar tímubundnu heimildir sem runnu út 29 september 2011 nýttust í raun engum þar sem lögin voru ekki nógu vel samin eins og dómar héraðsdóms og Hæstaréttar vegna mála byggða á þessum tímabundnu lögum sanna.
Megininntak þessa nýja frumvarps var að veita fólki og fjölskyldum aukna tímafresti til að nýta sér hin ýmsu lagaúrræði, ef þeir teldu sig hafa orðið fyrir tjóni eða skaða vegna ólöglegrar rukkana fjármálastofnanna á áður gengisbundnum lánum, og tíma til að nýta sér þær heimildir í lögum sem þó eru fyrir hendi og ber að þakka þeim að hafa frumkvæðið af þeirr vinnu þó að hún færðist fljótlega frá Efnahags og viðskiptanefnd yfir á Allsherjar og menntanefnd vegna starfsreglna þingsins. Meginstefið í frumvarpinu var samt það að fólk ætti að geta farið í mál við fjármálastofnunina sína fyrir að hafa tekið eign fjölskyldunnar eftir nauðungarsölu á henni á grundvelli ólöglegs áður gengisbudins láns.
Þegar ég sá þetta frumvarp fyrst sá ég strax að þetta væri engan veginn nóg að gert og bara til dæmis, hvaða hag hefur sá sem búið er að gera gjaldþrota af því að fara í mál við bankann sem gerði hann gjaldþrota og tók eign fjölskyldunnar í framhaldinu. Hann hefði í fyrsta lagi sennilega ekki rétt til þess samkvæmt gjaldþrotalögum og svo ekki síður, að ef aðilinn mundi vinna málið og vera samt ennþá gjaldþrota, þá færi það sem hann fengi dæmt frá lánastofnunni hvort sem er bara inn í gjaldþrotið hjá honum sem væri útreiknað á allt of háum ólöglegum áður gengisbundnum lánum.
Skrifaði ég umsögn um málið sem ég skilaði inn á Alþingi vegna þingmáls 716. hinn 16.4.2012 þar sem ég sýndi fram á að það hefði gleymst að gera ráð fyrir þeim aðilum sem hefðu verið gerðir gjaldþrota og líka þeim fjölskyldum þar sem eign fjölskyldunnar var tekin af henni eftir gjaldþrot á veðhafafundi hjá skiptastjóra þar sem það var í langflestum tilvikum fjármálastofnunin, sem krafðist þessa ólöglega gjaldþrots, sem leysti eignina til sín og væri ennþá með eignina í sinni vörslu.
Umsögn mín snérist um að sína fram á að það þyrfti að gera þeim aðilum sem gerðir voru gjaldþrota og eign fjölskyldunnar var í framhaldinu seld nauðungarsölu eða í framhaldinu ráðstafað á veðhafafundi, kleyft að endurheimta eign sína aftur og fá ólöglega gjaldþrotið dæmt ógilt. Var þá miðað við að bara þeir gætu nýtt sér þessi úrræði, í þessari atrennu, sem gátu sýnt fram á að þeir hefðu verið beyttir órétti og gerðir gjaldþrota á grundvelli ólöglegra áður gengisbundinna lána. Jafnvel höfðu sumir af þeim sem lentu í þessum hremmingum áður en það var viðurkennt með dómum Hæstaréttar að lánin voru ólögleg og svo hafi eign þeirra í framhaldinu verið færð yfir á fjármálastofnunina, þá sömu, sem beytti fjölskylduna þessum órétti eftir veðhafund eða nauðungarsölu og einnig að eignin væri ennþá skráð á fjármálastofnunina. Þar að auki var skilyrðið að fjölskyldan væri ennþá búandi í eigninni, annað hvort vegna undirliggjandi málaferla eða að hún einfaldlega leigði eign sína af fjármálastofnunni.
Með öðrum orðum, þá fólst umsögn eða tillaga mín í því að leiðrétt þau mannréttindabrot sem höfðu verið framið á allt of mörgum fjölskyldum þessa lands í stað þess að þeim væri bara leyft að fara í mál við fjármálafyrirtækið sem setti þau út á gaddinn. Auðvitað hafa þessar fjölskyldur svo rétt til að fara í mál við fjármálafyrirtækin fyrir þau brot sem þau frömdu á fjölskyldunum, það getur enginn tekið það af þeim en fyrst þarf að leiðrétta ólöglegu gjaldþrotin og eignaupptökurnar.
Ímyndi ykkur bara fjölskyldu sem búið er að gera gjaldþrota á þessum ólöglegu lánum, hún býr ennþá í eigninni sinni sem er búið að skrá á bankann eftir veðhafafund eða nauðungarsölu og í stað þess að hún fái ólöglega gjaldþrotið dæmt ógilt og fái eign sína dæmda aftur yfir á sitt nafn þá eru þau lög sem henni standa til boða þannig að bankinn má henda fjölskyldunni út af heimili sínu og lögin lofa fjölskyldunni svo að fara í mál við bankann til að fá hugsanlega bætur sem hún gæti svo engan veginn nýtt sér vegna þess að mamman og pabbinn eru ennþá gjaldþrota. Hvaða rugl er í gangi hjá okkur þremur árum eftir hrun, höfum við ekkert lært.
Þá erum við að nálgast fyrirsögnina á þessum pistli, en hinn 04.05.2012 gekk málið til Allsherjar og menntamálanefndar sem samkvæmt verkaskiptingu þingsins er með svona mál á sinni könnu, Magnús M. Norðdahl hélt þó áfram að vera í forsvari fyrir málið og í millitíðinni hafði ég fundað með honum og sýnt honum fram á að það sem ég hafi verið að leggja til varðandi gjaldþrotin og sölu eigna á veðhafafundum væri eitthvað sem taka þyrfti fullt tillit til og var hann fljótur að sjá að ég hafði rétt fyrir mér að það þyrfti að koma þessum sjónarmiðum að. Vil ég nota tækifærið og þakka honum sérstakleg fyrir vel unnin störf í vinnsluferli þessa máls og ekki má gleyma Margréti Tryggvadóttur og Eygló Harðardóttur ásamt leiðsögn og ráðleggingum Lilju Mósesdóttur, ég segi nú bara að ef allir þingmenn ynnu svona vel og þetta fólk þá værum við ekki stödd á þeim dimma stað sem við erum í dag.
Haldnir voru fjölmargir fundir í Allsherjar og menntamálanefnd um málið eftir að umsögn mín og tillaga kom fram og Magnús bætti þeim ábendingum inn í málið, en alltaf var einhver Réttarfarsnefnd sem lagðist gegn því að þessar sjálfsögðu réttarbætur næðu fram að ganga og vildi Réttarfarsnefn frekar láta taka eignirnar af fólki sem fengi svo leyfi til að fara í mál við bankann eins og ég hef áður sagt frá og kemur fram í greinagerð með málinu sem sjá má inn á Alþingisvefnum. Ég var svo sem ekkert að hugsa eitthvað sérstaklega um þessa Réttarfarsnefnd á þessum tíma því ég bjóst við að þeir aðilar sem þar væru á bak við mundu sjá að sér á endanum eftir að Magnús væri búinn að skýra málið út fyrir þessu fólki. Mér er til efs að nokkuð annað mál hafi fengið eins marga fundi í nefndum og þetta mál ef frá eru talin þau pólitísku bitbeinsmál sem alltaf taka mikinn tíma á öllu þingum.
Þá er ég loksins kominn að afgreiðslu þessa máls á Alþingi á tveimur seinustu lokadögum þingsins núna 18 og 19 júní sem skýrir út fyrirsögnina um að dómsvaldið ráði yfir löggjafarvaldinu.
Hinn 18.júní síðastliðinn, næst seinasta dag þingstarfa 140 löggjafarþings fyrir sumarfrí, lagði Magnús M. Norðdahl varaþingmaður með fulltingi þingkvennana Margrétar Tryggvadóttur og Eyglóar Harðardóttur fram breytingartillögu við aðra umræðu í þingskjali 1589 sem vegna þingmáls 716 sem fól m.a. í sér eftirfarandi réttarbætur fyrir hundruðir ef ekki þúsundir fjölskyldna:
í 2. grein sagði m.a. að Án tillits til þeirra fresta sem greindir eru í 1. mgr. 137. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, getur þrotamaður, þrátt fyrir að útivist hafi verið af hans hálfu, krafist endurupptöku gjaldþrotaúrskurðar í máli þar sem skiptum á búi hans er ekki lokið, enda leiði hann líkur að því að greiðsluerfiðleika hans sé að rekja til gengistryggðra lána. Ákvæði þetta gildir til loka árs 2013. Ákvæði þetta á ekki við um lögaðila.
og í 3. grein sagði m.a. Þrotamanni er heimilt að leita úrlausnar héraðsdómara um gildi sölu fasteignar samkvæmt ákvörðun veðhafafundar til fullnustu kröfu sem er umdeild í ljósi hæstaréttardóma um lögmæti og endurreikning gengistryggðra lána, enda hafi kaupandi jafnframt verið eigandi hinnar umdeildu kröfu og hann er eigandi uppboðsandlags. Að kröfu þrotamanns er sala til fullnustu kröfu samkvæmt framansögðu ógild. Ákvæði þetta gildir til loka árs 2013. .
Í atkvæðagreiðslu um ofangreindar tvær breytingartillögur voru þær samþykktar á seinasta degi þingsins hinn 19. júní síðastliðinn klukkan 18.35 eins og sjá má í þingskjali 1644. Þar með var löggjafavaldið og Alþingi búið að samþykkja tillögurnar í atkvæðagreiðslu á þinginu.
Málið var í framhaldinu sent aftur í Allsherjar og menntanefnd fyrir þriðju umræðu sem fram fór seinna þann sama dag. Á þessum fundi Allsherjar og menntamálanefndar fyrir þriðju umræðu stormar inn starfandi hæstaréttardómari við Hæstarétt Íslands, Benedikt Bogason starfsmaður Réttarfarsnefndar og krefst þess að þessar breytingartillögur, sem þingmenn voru nýbúnir að samþykkja, verði teknar út úr lagafrumvarpinu og sagði þær valda óvissu. Málið snérist samt auðvitað um að leiðrétta þá óvissu og það réttarfarslega slys sem búið var að koma fram og fól m.a. í sér að fjármálastofnanir gerðu fólk gjaldþrota og tóku eignir fjölskyldu þess á ólöglegum gjörningum, það er réttkallað réttarfarslegt slys sem þurfti að bæta. Meirihluti Allsherjar og menntanefndar fer þá í það fyrir hönd löggjafarvaldsins að hlýða dómsvaldinu og semur nýja breytingartillögu í þingskjali 1651 sem felur m.a. í sér að þessar tvær nýsamþykktu réttarbætur fyrir þær fjölmörgu fjölskyldur sem hefðu getað nýtt sér þær eru felldar í burtu að kröfu Dómsvaldsins.
Þessi breytingartillaga í þingskjali 1651 er svo samþykkt á lokamínótu þingsins klukkan 23.29 hinn 19. júní og lögin eru svo samþykkt í þingskjali 1664 án þessara réttarbóta fyrir almenning einni mínótu seinna eins og ekkert hafi verið sjálfsagðara. Gott ef þetta var ekki seinasta málið sem þingmenn tóku fyrir áður en þeir fóru heim í sumarfrí. Vonandi eru þeir sem samþykktu að taka þetta út stoltir af þessu verki sínu og að hafa látið dómsvaldið í skötulíki Réttarfarsnefndar skipa löggjafarvaldinu fyrir.
Ég bara spyr, hvar er þrískipting valdsins í Löggjafarvald, Framkvæmdarvald og Dómsvald eins og svo oft er vitnað í að sé virkt hér á landi. Inn á vef Alþingis, nánar tiltekið Skólaþingi stendur meðal annars,: Dómsvald er í höndum dómara og er aðgreining dómsvaldsins frá löggjafar- og framkvæmdarvaldi grundvallaratriði fyrir réttaröryggi í landinu. Að mínu mati er þetta skýrt brot á þeim lögum og reglum sem um þrískiptingu valds gilda og mun ég fara með þetta mál eins langt og með þarf. Raunar sé ég ekki annað en þetta mál geti ekki verið tekið fyrir dómstólum hérlendis vegna aðildar starfandi héraðsdómara, hæstaréttardómara og Alþingis að því.
Nú auglýsi ég hér með eftir lögfræðingi sem þorir, getur og vill og er tilbúinn að vinna í því fyrir mig vegna almannahagsmuna eða pro bono eins og það heitir á lögmannamáli, raunar sé ég ekki betur en sá lögfræðingur sem tekur þetta að sér fá greiddan málskostnaðinn frá gagnaðilanum, því að mínu mati er ég með unnið mál. Ástæða þess að ég vil kæra þetta sjálfur persónulega er sú að þessar réttarbætur í formi endurupptökuheimilda sem þó hefur verið reynt að innleiða, fyrst í ónothæfu tímabundnu endurupptökuheimildunum sem settar voru í lög 151/2010 og svo nú þær endurupptökuheimildir sem hér um ræðir, hafa báðar komið til fyrir tilstilli mína vegna sérkunnáttu minnar á málefninu. Fyrst með umsögn sem ég setti inn, ásamt fleirum í Hagsmunasamtökum heimilanna í aðdraganda laga 151/2010, og svo núna í aðdraganda samþykktar laganna í þingskjali 1664 með umsögn minni, fundum með nefndum Alþingis og viðtölum mínum við þingmenn o.f.l. Þessi sérkunnátta mín kemur svo sem ekki til af góðu en ef hún leiðir á endanum til þess að sá stóri hópur sem hér um ræðir fái sanngjarna og nauðsynlega bót sinna mála og heimili sín aftur þá er ég sáttur, þó það hafi tekið allt of langan tíma og allt of mörg tár hjá allt of mörgum fjölskyldum.
Það sem ég tel að þurfi fyrst og fremst að kæra er í raun málsmeðferðin öll og er þá fyrst að nefna Alþingi sem löggjafarvaldið, að það skuli hafa leyft dómsvaldinu að hafa svona bein áhrif á sig og líka að kæra Hæstarétt sem dómsvaldið fyrir að leyfa sér að taka fram fyrir hendurnar á löggjafarvaldinu og að ég tali nú ekki um að dómsvaldinu skyldi takast að láta löggjafarvaldið taka út tillögur sem löggjafarvaldið þ.e.a.s. Alþingi var nýbúið að samþykkja nokkrum klukkustundum fyrr sama daginn og hefði orðið að lögum ef Réttarfarsnefnd og dómsvaldið hefði ekki heimtað að Alþingi og þar með löggjafarvaldið tæki það út aftur og dæmt það þar með úr leik fyrirfram.
Átta mig á því að ég ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en stundum þarf þess og þá kannski sérstaklega þegar búið er með öllum ráðum að reyna að þagga niður í röddum réttlætissins af þessum sömu aðilum í allt of langan tíma.
Það er meira að segja spurning hvort framkvæmdarvaldið og jafnvel Forsetinn eru ekki líka aðilar að málinu, Framkvæmdarvaldið m.a. vegna þess að Réttarfarsnefnd starfar og er á forræði Innanríkisráðuneytisins, sem aftur starfar í umboði Forsætisráðherra og svo eru Löggjafa, framkvæmda og dómsvaldið búið að blanda Forsetanum inn í málið með því að láta fyrir hann lög sem fengin eru fram á ólöglegan hátt.
Það voru engin rök, sem dómsvaldið undir merkjum Réttarfarsnefndar lagði fyrir með kröfu sinni um að Alþingi tæki til baka þær réttarbætur sem Alþingi var nýbúið að samþykkja, önnur en þau að tillagan skapaði óvissu. Óvissu fyrir hvern, jú fjármálastofnanirnar sem voru búnar að gera fólkið gjaldþrota og fá heimili fjölskyldunnar skráð á sig á grundvelli ólöglegra útreikninga áður gengisbundinna ólöglegra lána, en tillagan átti að bæta stöðuna hjá einmitt þessu fólki og fjölmörgum fjölskyldunum þar á bak við. Er það ekki akkurat hlutverk Dómsvaldsins að skera út um þá óvissu í réttarsölum landsins, sem ég tel að vísu enga óvissu um, í stað þess að útiloka það að þessi svonefnda óvissa kæmi nokkurn tímann fyrir héraðsdóm eða hvað þá Hæstarétt, þann sama og Benedikt Bogason og fleiri hjá Réttarfarsnefnd starfa einnig fyrir.
Svo er önnur pæling samhliða þessu, eru héraðsdómur og hæstiréttur ekki búnir að gera sig vanhæfa til að fjalla um mál, sem koma til þeirra kasta innan Réttarfarsnefndar, sem varða lög sem þeir eru búnir að reyna að hafa eða búnir að hafa áhrif á fyrir lagasetninguna með aðild sinni að Réttarfarsnefnd.
Já, ég kæri þetta mál alla leið, eins langt og þarf. Þrískipting hvað ?
Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir heldur fjölskyldufaðir. 822-8183
Smá aukagögn og upplýsingar eru hér á eftir en verða ekki í greininni sjálfri:
http://www.innanrikisraduneyti.is/raduneyti/starfssvid/rettarfar/nefndir/nr/504
http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=140&mnr=716
http://www.althingi.is/altext/140/s/1151.html
http://www.althingi.is/altext/140/s/1589.html
http://www.althingi.is/altext/140/s/1651.html
http://www.althingi.is/altext/140/s/1644.html
http://www.althingi.is/altext/140/s/1664.html
140. löggjafarþing 20112012. Þingskjal 1589 716. mál. 2. umræða.
Breytingartillaga við frumvarp til laga um breytingu á lögum um nauðungarsölu, lögum um aðför, lögum um meðferð einkamála og lögum um fjármálafyrirtæki (auglýsing
nauðungarsölu, mál til heimtu bóta, gjafsókn, vörslusviptingar).
Frá Magnúsi M. Norðdahl, Margréti Tryggvadóttur og Eygló Harðardóttur.
1. Fellt. Við 4. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi:
c. (III.)
Þrátt fyrir 1. mgr. 80. gr. um frest til að leita úrlausnar héraðsdómara um gildi nauðungarsölu og 2. mgr. 80. gr. um samþykki þeirra sem hafa haft uppi kröfur fyrir sýslumanni er uppboðsþola heimilt að leita úrlausnar héraðsdómara um gildi nauðungarsölu íbúðarhúsnæðis sem uppboðsþoli hafði til afnota fyrir sig og fjölskyldu sín og sem fram hefur farið til fullnustu kröfu sem er umdeild í ljósi hæstaréttardóma um lögmæti og endurreikning gengistryggðra lána enda hafi uppboðskaupandi jafnframt verið eigandi hinnar umdeildu kröfu og er eigandi uppboðsandlags. Að kröfu uppboðsþola er nauðungarsala til fullnustu kröfu samkvæmt framansögðu ógild. Ákvæði þetta gildir til loka árs 2013.
2. þrotamaður, þrátt fyrir að útivist hafi verið af hans hálfu, krafist endurupptöku gjaldþrotaúrskurðar í máli þar sem skiptum á búi hans er ekki lokið, enda leiði hann líkur að því að greiðsluerfiðleika hans sé að rekja til gengistryggðra lána. Ákvæði þetta gildir til loka árs 2013. Ákvæði þetta á ekki við um lögaðila.
3. Samþykkt. Á eftir 9. gr. komi nýr kafli, V. kafli, Breyting á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, með síðari breytingum, með einni nýrri grein, svohljóðandi: Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Þrotamanni er heimilt að leita úrlausnar héraðsdómara um gildi sölu fasteignar samkvæmt ákvörðun veðhafafundar til fullnustu kröfu sem er umdeild í ljósi hæstaréttardóma um lögmæti og endurreikning gengistryggðra lána, enda hafi kaupandi jafnframt verið eigandi hinnar umdeildu kröfu og hann er eigandi uppboðsandlags. Að kröfu þrotamanns er sala til fullnustu kröfu samkvæmt framansögðu ógild. Ákvæði þetta gildir til loka árs 2013.
4. Kallað. Heiti frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðför, lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., lögum um nauðungarsölu, lögum um meðferð einkamála og lögum um fjármálafyrirtæki (auglýsing nauðungarsölu, mál til heimtu bóta, gjafsókn, vörslusviptingar).
Greinargerð.
Í breytingartillögu þessari er lagt til að bætt verði úr annmörkum á ákvæði til bráðabirgða XIII í lögum nr. 38/2001, sbr. lög nr. 151/2010, um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins og lögum um umboðsmann skuldara. Reynt hefur á ákvæðið fyrir dómi og má þar vísa til dóms Hæstaréttar í máli nr. 25/2012 frá 24. janúar 2012, úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. Y-10/2011 frá 22. nóvember 2011 og úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. X-20/2011 frá 22. nóvember 2011.
Lagt er til að við frumvarpið bætist ákvæði um breytingu á lögum um nauðungarsölu, lögum um meðferð einkamála og lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. Gildistími ákvæða breytingartillögunnar er til ársloka 2013 en gera má ráð fyrir að þá verði búið að leysa úr allflestum ef ekki öllum ágreiningi um gildi gengistryggðra lána.
Samþykkt. Við 8. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Án tillits til þeirra fresta sem greindir eru í 1. mgr. 137. gr. getur
140. löggjafarþing 20112012. Þingskjal 1651 716. mál. 3. umræða.
Breytingartillaga við frumvarp til laga um breytingu á lögum um nauðungarsölu, lögum um aðför, lögum um meðferð einkamála, lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. (auglýsing nauðungarsölu, mál til heimtu bóta, gjafsókn, vörslusviptingar, úthlutun úr þrotabúi).
Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar
(EyH, SII, JRG, LGeir, ÞBack, MT).
1. Samþykkt. 8. gr. falli brott. Var liður 2. Í þingskjali 1589 hér fyrir ofan.
2. Samþykkt. 11. gr. falli brott. Var liður 3. Í þingskjali 1589 hér fyrir ofan.
3. Samþykkt. 12. gr. orðist svo:
Lög þessi öðlast þegar gildi. Þó öðlast 7. gr. gildi 15. júlí 2012.
Greinargerð.
Á fundi allsherjar- og menntamálanefndar eftir 2. umræðu komu fram athugasemdir frá réttarfarsnefnd. Var mat hennar að þær breytingar sem gerðar voru á málinu við 2. umræðu (þskj. 1589) skapi óvissu og þurfi nánari skoðunar við. Af þeim sökum er lagt til að 8. og 11. gr. frumvarpsins verði felldar brott. Þá hefur komið í ljós að mistök urðu við breytingu á gildistökuákvæði frumvarpsins og á gildistökudagsetningin 15. júlí 2012 aðeins við um 7. gr. frumvarpsins, aðrar greinar taka þegar gildi.
Réttarfarsnefnd
Réttarfarsnefnd er fastanefnd skipuð af innanríkisráðherra sem hefur það hlutverk að vera ráðherra til ráðgjafar á sviði réttarfars.
Helstu verkefni nefndarinnar eru að:
- vera innanríkisráðherra til ráðgjafar um samningu frumvarpa og annarra reglna á sviði réttarfars,
- semja frumvörp og aðrar reglur að beiðni ráðherra á því sviði og í samræmi við áætlun og áherslur ráðherra,
- veita umsagnir um frumvörp og aðrar tillögur er varða réttarfar.
Í nefndinni eiga sæti:
- Eiríkur Tómasson, dómari við Hæstarétt Íslands, sem jafnframt er formaður,
- Hjördís Hákonardóttir, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands,
- Ása Ólafsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands,
- Ragnheiður Harðardóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og
- Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
Starfsmaður nefndarinnar er Benedikt Bogason, settur dómari við Hæstarétt Íslands. Tengiliður ráðuneytisins við nefndina er Bryndís Helgadóttir, skrifstofustjóri skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu.
Skipunartími í Réttarfarsnefnd er frá og með 25. febrúar 2012 til og með 24. febrúar 2017.
21.6.2012 | 01:41
Mikið er ég sammála Styrmi.
Mikið er ég sammála Styrmi. Hann hefur nánast undantekningarlaust hitt naglann á höfuðið undanfarið í skrifum sínum og greinir vanda okkar vel að mínu mati.
Hann hefur verið að reyna að benda sínum (fyrrum) flokksmönnum á hvað þarf að gera en þeir hafa ekki hlustað á hann frekar en aðra.
Hann gefur að mínu mati verið ein af sárafáum sem telja má rödd skynseminnar í íslenskum stjórnmálum undanfarin ár og er þar í flokki með Lilju Mósesdóttur, það er spurning hvort það er ekki ráð að sameina þessa kröftugu talsmenn skynseminnar.
Ef við eigum að ná okkur út úr þeim vítahring sem við Íslendingar erum föst í þá þarf að sameina þá aðila sem vilja og hafa getuna til að koma okkur á beinu brautina. Þetta verður ekki auðvelt en það þarf að gera.
Flokkarnir verði að vanda valið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2012 | 01:22
Greining Íslandsbanka : Treysti henni ekki, því miður.
Ingólfur Bender er búinn að vera yfirmaður greiningar Íslandsbanka frá því löngu fyrir hrun og við ættum öll að vita hvað mikið var að marka greiningu hans og greiningardeildar hans hjá Íslandsbanka í aðdraganda hrunsins. Ég segi allavega fyrir sjálfan mig að ég legg engan trúnað í greiningu frá greiningardeild Íslandsbanka á meða hann er þar áhrifa eða yfirmaður.
Aðalástæða þess að húsnæðisverð hækkaði svona ótrúlega mikið tölulega séð á þessum tíma er ekki vegna skorts á íbúðum eða yfirboða kaupenda á einhverjum tíma, of mikils framboðs íbúða á öðrum tíma eða allt of mikils framboðs að lánsfé nú í byrjun þessarar aldar þó auðvitað hafi þetta allt haft einhver en þó mismikil áhrif á markaðinn á hverjum tíma.
Aðalástæða þessarar ómanneskjulegu krónutölulegu hækkunar íbúðarverðs er auðvitað hin ótrúlega afurð sem verðtryggingingin er og merkilegt nokk þá byrjar einmitt tímatalið sem þessar hækkanir taka til þegar verðtryggingin var sett á eða 1980.
Skoðum hækkanir verðbólgu, afleiðu hennar sem er verðtryggingarinnar og afleiðu hennar sem er þá hækkun verðlags á þessum tíma og þá munum við sjá rétta skýringu á þessum umræddu hækkunum.
Geri mér alveg grein fyrir því að verðtryggingin er ekki sökudólgurinn í sjálfu sér heldur verðbólgan sem birtist okkur almenningi þessa lands best, eða réttara sagt verst, í verðtryggingu húsnæðislánanna okkar með víxlverkandi hækkunaráhrifum á alla þætti okkar venjulega fjölskyldulífs, þar með talið húsnæðisverði.
Ég hef löngum haldið því fram að verðtryggingin sé í raun birtingarmynd okkar almennings á óstjórn í fjármálum ríkisins. Auðvitað er eitthvað bogið við það þegar ráðandi aðilar á markaði hafa beinlínis hag af því að verðbólgan sé há og hagnist í raun af því að reyna ekki að viðhalda stöðuleika á fjármálaðmarkaði þess lands sem þeir starfa og lifa í, þ.e. Íslands.
Þessu fyrir utan er til eitthvað sem heitir jafnvægi, sem ég endurtek að er ekki hægt að koma á nema afnema verðtryggingu neytendalána. Það jafnvægi er að í eðlilegu þjóðfélagi, sem okkur dreymir held ég flest um, er söluverð eigna eitthvað örlítið hærri en byggingarkostnaður þessara sömu eigna og auðvitað líka það að venjuleg laun hinnar venjulegu fjölskyldu dugi fyrir afborgunum þeirra lána sem venjuleg fjölskylda þarf að taka til að kaupa þessa sömu eign og til að lifa mannsæmandi lífi á sama tíma, en þessu er ekki fyrir að fara í dag.
Svo verða alltaf svæði sem seljast dýrari en byggingarkostnaður nýrrar sambærilegrar íbúðar í nýju úthverfi segir til um og má í því sambandi benda á miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur sem eitt skýrasta dæmið um það og svo verða líka alltaf önnur svæði sem seljast undir byggingarkostnaði nýrrar íbúðar í úthverfi af hinum ýmsu ástæðum.
Ég mundi hins vegar áætla að allir íbúar þessa lands, þar á meðal bankastarfsmenn og stjórnmálamenn, ættu að hafa það sameiginlega markmið að jafnvægi ríki á þessum markaði sem og á öðrum sviðum þessa þjóðlífs þó þeir einu af ofantöldum sem eru í stöðu til að koma því í kring séu stjórnmálamennirnir og því sjálfsagt að gera þá kröfu til þeirra að þeir vinni hörðum höndum að koma á jafnvægi og stöðuleika sem þá bankastarfsmennirnir og aðrir þurfa að fara eftir okkur öllum til heilla.
En til að ná þeim stöðuleika og jafnvægi þarf að afnema verðtryggingu af neytendalánum, sem eru m.a. lán til húsnæðiskaupa almennings. Þá fyrst kemst á sá stöðuleiki og jafnvægi sem næstum því allir Íslendingar eru að kalla eftir.
Hækkaði úr 750 þúsund í 24,9 millj. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |