Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Skýrslupöntunarstofnun ríkissins og bankanna. Megi þeir á Hagfræðistofnun skammast sín.

Það er ótrúlegt hvað háskólasamfélagið er að taka mikinn og óakademiskan þátt í þeirri ljótu pólitík sem viðgengst á íslandinu okkar góða. Fyrir Hagfræðistofnun að taka tvo og hálfan mánuð í að gera ekki neitt nema staðfesta fals bankanna og aumingjaskap ríkisstjórnarinnar er náttúrulega ótrúlegt út af fyrir sig. Þessi skýrsla lýsir að mínu mati því á hvern hátt ríkisstjórnin, bankarnir og raunar kerfið allt er að verja sig fyrir því klúðri sem þeir hafa valdið og varið og viðhalda og verja enn. Hagfræðistofnun byrjaði á því að segja okkur að þeir hefðu engar nýjar upplýsingar fengið frá bönkunum og hefðu engar heimildir fengið frá ríkisstjórninni til að krefja bankana um eitt né neitt og því er skýrslan ekkert annað en staðfesting á þeirri þöggun sem hefur viðgengist allt of lengi. Hvað ætlum við að taka þátt í þessu leikriti lengi í viðbót, ég segi að það sé komið nóg, hingað og ekki lengra. Mér finnst að nú sé tími til kominn að sjá þessa ríkisstjórn í réttu ljósi, þeir ætla ekki að gera neitt fyrir heimilin í landinu, heimilunum sem er að blæða út vegna árása bankanna á þau með leyfi ríkisstjórnarinnar, því miður. Það er greinilega að það á að nota þessa skýrslu til að þagga niður í Hagsmunasamtökum heimilanna sem eru nánast einu aðilarnir sem hafa staðið upp í hárinu á yfirvöldum og bönkunum. Ég viðurkenni að ég var að vona að með því að bjóða ríkisstjórninni sem lokatilboð upp á lausnir okkar í HH sem geta virkað ef þor og kjarkur er fyrir að fara í þær en nú er ég hættur að trúa nokkru sem frá þeim kemur, það er ekkert þor og enginn kjarkur eftir í Jóhönnu og Steingrími og vil ég því þessa ríkisstjórn burt sem fyrst í þágu almannaheilla og áframhaldandi búsetu á íslandi.

mbl.is Líklegt að ríkið myndi bera kostnað við niðurfellingu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband