Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

150 % hækkun lána væri frekar rétt fyrirsögn og að ekki stæði til að leiðrétta þá hækkun

Sú frétt sem þessi umræða er sprottin út af ætti frekar að vera með fyrirsögn eitthvað á þessa leið: Lán hafa hækkað um allt að 150 %. Þar fyrir utan skil ég ekki að Morgunblaðið sé að gera þessa menn að einhverjum góðmennum með því að segja að þeir séu að taka þátt í góðum málstað með því að safna mottum, þeir hafa hingað til bara safnað höfuðleðrum fólks með því að gera það gjaldþrota og láta það missa vonina og eigur sínar.

Smá staðreyndir um "erlendu" lánin. Þegar ég tók mitt 26 m króna lán um mitt ár 2005 þá fór ég í mikla rannsóknarvinnu og skoðaði krónuna og gengi hennar og annara gjaldmiðla 15 ár aftur í tímann áður en ég ákvað að taka það í jenum og frönkum, þ.e. gengisbundið með um 2,5 % vöxtu með vaxtaálagi og til 40 ára. Reiknivélar bankanna sýndu mér að ég mundi þurfa að borga rétt um 40 m til baka fyrir þetta erlenda lán og þó ég setti inn að gengið mundi falla um 100 % á lánstímanum, þ.e. kannski 20 % eftir 5 ár, segjum 30 % eftir einhver ár í viðbót og svo koll af kolli út lánstímann þá væru það um 80 m sem endurgreiðslan væri. Á þessum sama tíma var verið að bjóða upp á íslensk verðtryggð lán með 4,15 % vöxtum og ef ég setti inn verðbólgumarkmið seðlabankans á þessum tíma út lánstímann þ.e. 3,5 % þá átti ég að borga til baka 120 m á lánstímanum. Ég prófaði að setja inn hver endurgreiðslan á íslenska láninu yrði ef verðbólgan færi upp í 8 eða 9 % og fékk út þá ógnvænlegu tölu 560 m. þannig að í mínum huga var ég að minnka áhættu mína verulega og fara varlega að mínu mati með því að taka erlent lán með gengisbyndingu eins og það var kallað.  Núna sex árum seinna er sami bankinn og lánaði mér umrætt lán orðinn uppvís af því að hafa vitað allan tímann að það var óheimilt að lána með gengisbyndingu og einnig að nokkrum árum eftir að ég tók lánið þá fór bankinn að vinna gegn krónunni sem olli falli hennar og hækkunar verðbólgu sem jók virði lána þeirra sem að sama skapi varð þess valdandi að lánið mitt hækkaði um allt að 150 %. Þetta endaði með því sem allir vita í dag að fjármálakerfið hrundi, þar á meðal allir bankarnir, flestir sparisjóðirnir og seðlabankinn. Þessi sami skuldareigandi, sem að vísu er búinn að fá að skipta um kennitölu og yfirtaka skuldina mína með allt að 60 % afföllum að því skýrslur AGS segja til um, á nú að fá að rukka mig um lægstu óverðtryggðu vexti seðlabankans alveg frá tökudegi lánssins um mitt ár 2005 þó ég hafi greitt þá gjalddaga samviskusamlega og sé með kvittanir fyrir því. Skýringin á lægstu óverðtryggðu vöxtum er á einfaldan hátt að þeir eru þannig uppbyggðir að þeir eru með sömu grunnvöxtum og húsnæðislán á sama tíma að viðbættri verðbólgu hvers tíma í vöxtum og svo er bætt ofan á til öryggis um 1 % sem gerir að þeir eru á hverjum tíma c.a 1 % hærri en verðtryggðir vextir þeirra húsnæðislána sem í boði eru.    

Nú er búið fyrir nokkru að dæma gengisbyndingu þessara svokölluðu erlendu lána ólöglega og ætti ég því að skulda bankanum um 23,3 m. miðað við upprunalega greiðsluplanið sem ég og bankinn undirrituðum við lántökuna 2005. En nei, bankinn varað senda mér endurútreikninga sína og segir núna að uppgreiðsluverðmæti lánssins á gömlu forsendunum sé 64,9 m. þó þeir hafi á tímabili sent mér miklu hærri tölu. En þeir af örlæti sýnu og með hjálp dómstóla og ríkisstjórnarinnar ætla bara að rukka mig um 26 m. fyrir upphaflega lánið að viðbættum 27,666,330 kr sem eru áfallnir lægstu óverðtryggðu vextir seðlabankans frá lántökudegi 2005, samtals 53,666,330 kr, gleymdi að þeir ætla að leyfa mér að draga frá þeirri upphæð það sem ég er búinn að borga af láninu frá 2005, þetta eru öðlingar.


mbl.is Lán geta lækkað um allt að 63%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband