Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Fátækt, framfærsluvandi, skuldavandi heimilanna og "vandi" ríkisstjórnarinnar.

Undanfarin rúmt eitt og hálft ár hef ég verið í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna en Hagsmunasamtök heimilanna eru algjörlega ópólitísk sjálfboðaliðasamtök sem hafa unnið ótrúlega óbilgjarnt starf til varnar hagsmunum heimilanna sem aðrir sem eiga að starfa að réttindagæslu fyrir heimilin og fá borgað fyrir það gera ekki neitt og sofa á verðinum, annað hvort vegna pólitískra hagsmuna og eða sofandaháttar.

Hagsmunasamtaka heimilanna hafa frá upphafi barist og eru ennþá að berjast fyrir leiðréttingu lána heimilanna og afnámi verðtryggingarinnar sem er eitt mesta böl sem íslensk heimili glíma við í dag og að hafa ekki gefist upp þó það hafi ekki gengið eftir ennþá.

Þar fyrir utan hafa samtökin verið dugleg að benda á ýmislegt annað sem að er í íslensku þjóðfélagi og það sem hefur verið mest á mínu hjarta fyrir utan skuldavanda heimilanna er kannski helst sá mikli og stigvaxandi vandi sem blasir við allt of mörgum íslenskum heimilum og snýr að framfærsluvanda heimilanna sem á eftir að koma betur í ljós á næstu mánuðum þegar fólk er búið að eyða öllu sem það getur eins og séreignarlífeyrissparnaði sínum og selja allt sem hægt er að selja til að lifa af.

Sannleikurinn er sá að venjuleg íslensk fjölskylda hefur ekki lengur efni á að reka heimili, hvort sem það er að leigja eða eiga húsnæði og framfleyta sér og börnum sínum á sómasamlegan hátt um leið. Þá er ekki verið að tala um neinar öfga eða munað heldur bara venjulegt fjölskyldulíf eins og gerist hjá þeim þjóðum sem við miðum okkur við sem eru hin norðurlöndin.

Almenningur hefur eitt öllu aukafé sínu og sparnaði í botnlausa hít lána heimila sinna vegna þess að fólk hefur lifað í voninni um að stjórnvöld komi til móts við almenning og geri það sem þarf til að heimilunum í landinu blæði ekki út.

En nú virðist almenningur vera búinn að missa vonina og þá fer fyrst að vera hætta í íslensku þjóðfélagi, hætta á gríðarlegum fólksflótta frá landinu, hætta á ótrúlegri óhamingju í þjóðfélaginu sem mun leiða til hjónaskilnaða, slagsmála fyrir framan börnin á heimilunum og öðru því sem uppgjöf fólks fylgir, þ.m.t. andleg uppgjöf og sjálfsmorð, því miður.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa nánast allt þetta ár og eru enn í dag að safna undirskriftum almennings til leiðréttingar lána heimilanna og afnáms verðtryggingar heimilislána og eru þegar þessi orð eru skrifuð búin að safna um 38.000 undirskriftum og fara strax eftir áramót fram með kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál.

Eitthvað segir mér að sá titringur sem kominn er í stjórnarsamstarfið núna um áramótin sé af völdum þessa því stjórnvöld vita að ef samtökin ná þjóðaratkvæðagreiðslunni í gegn núna strax eftir áramótin þá eru 80 % kosningarbærra íslendinga sammála Hagsmunasamtökum heimilanna og þá er stjórninni ekki lengur til setunnar boðið.

Vonandi berum við íslendingar gæfu til að gott og heiðarlegt fólk gefi kost á sér til setu á þingi fyrir okkar frábæra lands og vonandi berum við gæfu til að kjósa þegar að því kemur, yfir okkur fólk sem vill hag íslands og íslenskra heimila sem bestan og áttar sig á því að það eru ekki bankarnir og peningarnir sem halda hagkerfinu uppi heldur íslensku heimilin og íslensku fjölskyldurnar.


Jæja Jóhanna Sigurðardóttir, finnst þér enn að þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af.

Ég held, því miður, að þessi flutningsalda til útlanda sé bara rétt að byrja ef ekkert verður gert í skuldamálum heimilanna og verðtryggingin afnumin af heimilslánum þannig að almenningur á Íslandi sé í svipaðri stöðu og í öðrum löndum í kringum okkur. Mín tilfinning er sú að almenningur hafi gefið stjórnvöldum áhveðinn tíma til að bregðast við skuldavandanum og sá tími sé nú liðinn og rúmlega það og fólk sé búið að missa trúna á að eitthvað verði gert. Ótrúlega margir hafa sagt við mig að ef ekki verði komin ásættanleg lausn núna um eða rétt eftir áramótin þá fari þeir á fullt að skipuleggja framtíð sína og barnanna sinna í öðru landi fyrir næsta skólaár.

Er þetta það ísland sem við viljum, ég get svarað fyrir mig og mína 6 manna fjölskyldu að svo er ekki og ein aðalástæðan fyrir því að ég hef verið að eyða núna einu og hálfu ári í sjálfboðavinnu í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna var og er einmitt til að koma í veg fyrir að svona færi. Það er ennþá hægt að koma í veg fyrir að þúsundir fjölskyldna taki þá áhvörðun að flytja til útlanda en tíminn er samt að renna frá okkur. Vilhjálmur Bjarnason Ekki Fjárfestir
mbl.is Ekki fleiri brottfluttir í 100 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

57 % hafna fjórflokkunum og 22 % segjast styðja Sjálfstæðisflokkinn er rétt frétt.

Á meðan ekkert alvöru framboð er komið fram sem fólk trúir að muni vinna fyrir okkur öll af heilindum segjast margir frekar kjósa gömlu flokkana en eitthvað annað sem það þekkir ekki og er ég viss um að það eru mun fleiri sem munu ekki kjósa fjórflokkana þegar á hólminn er komið ef það kemur eitthvað alvöru framboð fram sem fólk treystir og finnur að er að hugsa um hag íslands og íslendinga en lætur ekki hægri eða vinstri eða rautt eða blátt trufla sig. Veit hvað Guðmundur Steingrímsson og hluti af Besta eða Versta flokknum stendur fyrir og er ekki hrifinn af því, treysti ekki manni sem flakkar á milli flokka eins og honum sé borgað fyrir það, hver veit, og flokki sem er ekki með neina alvöru stefnuskrá eða málefni á oddinum og allavega ekki málefni venjulegs fólks á íslandi í dag.
Bíð spenntur eftir því hvað Lilja Mósesdóttir kemur með undan feldinum. Kannski eru fleiri góðir aðilar að spá í framboð, hver veit, spennandi tímar framundan. Vilhjálmur Bjarnason Ekki Fjárfestir

Lesa marinó g njálsson
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1210426/?fb=1


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið hefur fé betra en lengi getur vont versnað.

Ef Steingrímur tekur við þá er nú fokið í flest skjól og sennilega best að flytja strax til útlanda.

Hvar endar þetta, kannski með því að Hrannar B Arnarsson verður einn með Jóhönnu á arminum og hann/hún stjórni hér öllu eins og í alræðisríki.


mbl.is Árni Páll sagður vera á útleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband