Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Faðmlag forsetafrúarinnar og eggjakast á Austurvelli 1. okt.

Af faðmlagi forsetafrúarinnar við mótmælendur og eggjakasti á Austurvelli 1. okt. Faðmlagið kallaði efnahagsráðherra, Árni Páll Árnason í hugleiðingum sínum "þegar forsetafrúin snýr baki í þingið". Þorsteinn Pálsson segir af Kögunarhóli sínum um helgina í Fréttablaðinu: "Sumir kunna að vera þeirrar skoðunar að eiginkona forsetans hafi sýnt alþýðunni þá hjartahlýju sem ríkisstjórnina skorti. Ætla má að aðrir deili skoðunum með ráðherranum og líti svo á að hún hafi tekið stöðu með þeim sem snúa vilja baki við Alþingi án þess að hafa nokkuð fram að færa til lausnar."  Ég sjálfur get svo sem ekki og ætla ekki að verja eggjakastið á Austurvelli en að einhver haldi því fram að þeir sem mættu á Austurvöll hafi ekkert fram að færa get ég bara ekki samþykkt, Þorsteinn heldur því fram að það sé sýn Árna Páls á þeim sem mættu til að mótmæla friðsamlega, sem langsamlega flestir gerðu, sennilega 99 % þess 5 til 7 þúsunda sem mættu.  Við sem boðuðum til mótmælanna, þ.e. Hagsmunasamtök heimilanna hvöttum fólk til að mótmæla kröftuglega og friðsamlega en getum ekki borðið ábyrgð á öllum þeim sem mæta enda getur fólk mætt á Austurvöll án þess að við í HH boðum það þangað. Skil samt vel þá sem eru orðnir svo reiðir að þeir ráði ekki við sig þó ofbeldi sé ekki sú lausnarleið sem við viljum fara. En aftur að "þeim sem snúa vilja baki við Alþingi án þess að hafa nokkuð fram að færa til lausnar" ef átt er við Hagsmunasamtök heimilanna með þessari setningu þá verð ég að segja að sá sem heldur því fram hefur bara ekki unnið heimavinnuna sína eða er reyna að slá ryki í augu fólks sjálfum sér og sýnum málflutningi til lítils framdráttar eða virðingar.   Allir þeir sem eitthvað hafa kynnt sér málflutning HH hljóta að vita að við erum alls ekki að snúa baki við Alþimgi þó við séum að krefjast þess að þeir sem þar vinna og voru kostnir af fólkinu í landinu til að stjórna því fari að vinna vinnuna sína með hagsmuni almennings að leiðarljósi, við erum einmitt að snúa okkur að Alþingi með von um áheyrn en höfum lítið sem ekkert fengið nema falsvonir og tafir, því miður. Þar fyrir utan höfum við bent á nokkrar leiðir frá upphafi til lausnar þeirri hræðilegu stöðu sem heimili landsins eru komin í en fengið nánast ekkert nema þöggun til baka frá stjórnvöldum á meðan okkar frábæra þjóð stefnir hraðbyr þangað sem hún þarf ekki og má ekki fara.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband