Hrollvekjandi en einfaldur samanburður á erlendum og innlendum lánum

Ég sendi upphaflega þetta bréf því mér finnst það vera svo mikið atriði að fá umræðu um þessi skuldamál heimilanna út í þjóðfélagið að ég ætla að gera allt sem ég er fær um til að fá þessa umræðu af stað.Það virðist vera að það sé búið að láta þá sem eru svo djúpt sokknir í skuldafenið og eru með erlend lán skammast sín svo mikið að þeir fela sig og finnist að þeir séu ekki þess viðri að eitthvað sé gert fyrir þá. Þetta er ekki rétt, menn verða að standa upp og berjast fyrir sýnu, eins og sést hér neðst á síðunni í meðfylgjandi dæmi mínu er ekkert réttlæti í að rukka þessi erlendu lán á fullu. Það sem gerðist var ekkert annað er “force majore” þ.e. forsendubrestur sem segir að verði styrjöld, jarðskjálfti eða meiriháttar fjármálakrísa þá sé samningurinn ekki lengur í gildi. Þar að auki eru menn farnir að spyrja sig hvort þessi lán hafi ekki verið ólögleg frá upphafi en það er eins og enginn, hvorki stjórnvöld eða kröfuhafar hafi nokkurn áhuga á að komast að því. Hvers vegna spyr maður sig, er það vegna þess að kröfuhafa og skuldaeigendur fengu bankana og skuldirnar þar með svo ódýrt og gert var ráð fyrir því að ekkert rukkaðist inn af þessu í þeim samningum en eru nú með samþykki og aðstoð stjórnvalda að rukka þessar skuldir inn að fullu og lítur bara vel út hjá þeim miðað við þá samninga sem ríkisstjórnin var að samþykkja.  Þennan sama póst sendi ég á alla alþingismenn, ráðherra og bankastjóra fyrir nokkrum dögum. Það hefur nú nokkrum dögum seinna ekki nema einn af þessum aðilum séð sér fært að svara, það er hún Margrét Tryggvadóttir hjá Hreyfingunni. Þar fyrir utan hafa vinir, kunningjar, ættingjar og viðskiptavinir svarað og líst ánægju með þetta framtak mitt og það hafa komið mikil viðbrögð frá því fólki. Vonandi eru hinir í svo miklu sjokki eftir lesturinn að þeir hafa ekki náð að svara ennþá. Ég vona allavega að það sé ekki áhugaleysi yfir skuldamálum heimilanna í landinu sem er þess valdandi að ekkert annað svar hefur borist frá þeim sem einhver áhrif hafa.  Guð hjálpi okkur ef það er raunin. Ég vil benda á smá raundæmi hér fyrir neðan, þetta er að vísu ekkert smá dæmi fyrir mig og mína 8 manna fjölskyldu sem telur mig, konuna mína, 4 börn frá 10 mánaða til 14 ára sem eru heima og tvö eldri sem eru farin að heiman. Þetta virðist þó vera smámál fyrir allt of mörg sem ráða í þessu þjóðfélagi. Það er fjöldi heimila að sundrast vegna þessara mála, fólk að flytja erlendis og rífast fyrir framan börnin sín og menn að taka líf sitt. Þessi nýju lög sem var verið að setja gera ekkert annað en lengja í ólinni og varla það og ekki eru hugmyndir bankann betri eða sanngjarnari á nokkurn hátt.  Áttið þið ykkur ekki á alvarleika þessa máls fyrir þá sem eru með erlend lán og sjá ekkert framundan nema gjaldþrot og að þurfa jafnvel að flytja úr landi í framhaldinu og slíta í sundur fjölskyldur og vinabönd. Kannski er skýringin sú að þið hafið ekki skoðað þetta nógu vel, því ef þið hafið skoðað þetta og eruð ennþá á því að þessi nýju lög geri eitthvað fyrir skuldara erlendra lána þá get ég fullvissað ykkur um að svo er ekki. Skoðið meðfylgjandi dæmi hér fyrir neðan því til sönnunar. Þætti vænt um af fá viðbrögð frá ykkur við meðfylgjandi spurningum.  Hvað leggur þú til að ég og mín fjölskylda gerum í eftirfarandi raundæmi og allir hinir sem er eins ástatt fyrir, vildi að þetta væri ekki raundæmi.    Ég og konan mín tókum 25 milljón kr erlent lán á húsið okkar sem er um 50 milljón kr virði, fengum rukkun um daginn upp á 63 milljón kr. Við erum því búin að tapa þeim 25 milljón kr. sem við áttum í húsinu, búið að stela þeim að mínu mati og svo, eins og það sé ekki nóg þá skuldum við þar að auki c.a. 13 milljón kr umfram verðmæti hússins þannig að heildartap okkar er c.a. 38 milljón kr. Ný undirritað samkomulag gerir ráð fyrir að við skuldum áfram 63 milljón kr og við “fáum“ að greiða af þeim “bara” c.a. 225.000 kr á mánuði. Var í upphafi 120.000 kr en er miðað við engan afslátt c.a. 330.00 kr. Frændi minn og fjölskylda hans tóku á sama tíma sömu upphæð, þ.e. 25 milljónir í íslenskum krónum á sitt 50 milljón króna hús, þau skulda í dag “bara” 31,5 milljónir en þau eiga þó c.a. 18,5 milljónir í eigninni af þeim 25 milljón kr sem þau lögðu til í upphafi og hafa því “bara” tapað 6,5 milljónum. Þeim er boðið að borga 130.000 á mánuði af sinni 31.5 milljón sem var í upphafi svipað og á erlenda láninu mínu 114.000 kr en miðað við engan afslátt 158.000 kr.      Hvar er réttlætið í þessu að þínu mati, ég ásamt fleiri aðilum höfum talað fyrir neðangreindri leið sem ég tel sanngjarna og til þess fallna að koma hagkerfinu af stað og vera sátt um.   Nýju bankarnir tóku erlendu lánin að mér skilst, af gömlu bönkunum með mjög góðum afföllum og þar að auki í íslenskum krónum. Ég mundi því telja réttlátast að allar lánastofnanir mundu breyta öllum erlendum húsnæðislánum hjá sér í íslensk frá þeim degi sem þau voru tekin. Eftir það eru lánin reiknuð út eins og um íslensk lán hefði verið að ræða frá upphafi, t.d. íbúðalánasjóðslán með sömu vöxtum og vísitölu og þau lán. Þegar þetta hefur verið gert eru öll húsnæðislán á íslandi orðin íslensk og þá standa allir jafnir án tillits til þess hvort þeir hafi tekið íslensk eða erlend lán í upphafi. Með þessu þá værum ég og konan mín og frændi minn og fjölskylda hans eins sett og skulduðum jafn mikið, annað er ekkert annað en rán hjá þeim sem létu glepjast til að taka erlend lán á sínum tíma þegar allir treystu bönkunum. Eftir þetta er hægt að breyta vísitölunni t.d. til 1.1.2008, þ.e. fyrir hrun ef samstaða næst um það.  Það má segja að þetta þurfi að vera valkvætt hvort menn vilji fara þessa leið því það geta verið sérstakar aðstæður eins og mjög lág lán sem menn vilja halda áfram í erlendu gjaldmiðlunum vegna þess að þeir trúa að til lengri tíma litið sé það betra og hafa ekki nokkra trú á krónunni og svo þeir sem eru með tekjur erlendis frá, þetta hefur ekkert bitið á þá og er það vel og það er eini hópurinn sem átti að vera ráðlagt af bönkunum að taka erlend lán á sýnum tíma. Svo er líka spurning hvort þessi lán hafi bara ekki verið ólögleg frá upphafi eins og Guðmundur Andri heldur fram rökum fyrir ásamt Birni Þorra. Ég geri mér grein fyrir að ég get lent í því sama og verið er að gera við Björn Þorra, þ.e. gera mig tortryggilegan út á við. Hver eða hverjir hafa hag að því, jú þeir sem ætla að rukka okkur á fullu og láta okkur borga uppbyggingu bankanna sem þeir eru að eignast á gjafverði með aðstoð stjórnvalda sem ekkert þora að gera vegna sleikjuskapar og hræðslu við að styggja óskaumsókn sína um aðild að Evrópusambandinu. Gylfi Magnússon efnahags og viðskiptaráðherra sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um daginn aðspurður af Þorgeiri Ástvaldssyni, að ekki væri svigrúm fyrir “grey” kröfuhafa og eigendur nýju bankanna að leiðrétta neitt á heimilin í landinu þar sem “greyin” hefðu þurft að afskrifa svo mikið vegna þeirra sem tóku kúlulán til hlutabréfakaupa og annars brasks og til ábyrgðarlausra eignarhaldsfélaga með ekkert á bak við sig. Ég verð að viðurkenna að ég var mjög hissa þegar Þorgeir sagði bara takk fyrir eftir þessi orð Gylfa því þetta er í fyrsta sinn, sem ég heyri allavega, að Gylfi segir beint og viðurkennir að ekki standi til að gera neitt í leiðréttingarmálum húsnæðislána fyrir heimilin í landinu og honum fannst það greinilega ekkert mál.  p.s. ég á mjög góða, miklu ýtarlegri og vel uppsetta skýringarmynd um þennan samanburð á íslenskum og erlendum lánum miðað við ákveðin tímabil og þær lausnir sem boðið er upp á í dag. Ég er tilbúin í hvað sem þarf til að opna augu fólks fyrir þessum skelfilega mun sem allt of fáir virðast vilja horfast í augu við, því miður fyrir íslenskt þjóðfélag. Því nú ef einhvern tímann þurfum við að standa saman hvar í flokki eða þjóðfélagsþrepi sem við stöndum.      KveðjaVilhjálmur Bjarnason sími 822-8183 Ekki fjárfestir, en sex barna faðir í skuldaálögum.  Til aðgreiningar frá alnafna mínum sem hefur unnið þrekvirki fyrir fólkið í landinu með aðhaldi sínu á banka og fyrirtæki.
mbl.is Samningar um greiðslujöfnun og skuldaaðlögun undirritaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband