26.8.2017 | 14:55
Kerfið og embættismenn stjórna landinu og það illa.
Þegar baráttukona eins og Theodóra​ hættir á Alþingi eftir aðeins ár er það miklu meiri yfirlýsing en Alþingi og almenningur gerir sér grein fyrir.
Hún segir að þingstörfin hafa komið sér á óvart og að þau snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þau séu meira eins og málstofa. Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur.
Þó þingmenn geti vissulega lagt fram alls kyns mál að eigin frumkvæði þá sé það ekki mjög vænlegt til árangurs því henni sýnist samið um það að hver flokkur fái eitt þingmannamál samþykkt. Það fer því mest allur tími þingsins í umræður og framlagningu mála sem allir vita að fást líklega ekki samþykkt. Ég varð í raun mjög hissa á því hvað þingið er óskilvirkt.
Þessi upplifun Theodóru er sú sama og aðrir þingmenn og konur sem hafa viljað breyta Íslandi hafa sagt við okkur í Hagsmunasamtökum heimilanna eftir að þau hafa farið þarna inn full eldmóðs. Það er sagt við nýja stjórnarþingmenn að þeir skuli vera þægir og góðir og hlýða í einu og öllu því annars eyðileggji þeir sjálfa sig, flokkinn sinn og ríkisstjórnina. Þetta er ekki endilega sagt við þau af pólitíkinni heldur eru það kerfisfólkið og embættismenn sem starfa innan og utan þing sem segja þetta við þau og bæta við ef þau hafa verið að hlusta á Hagsmunasamtök heimilanna að það sé alveg bannað.
Það er í raun kerfið, lesist embættismenn, sem stjórnar landinu en ekki Alþingi eða pólitíkin. Þetta sama kerfi og er búið að gera svo mikið af mistökum að almenningur og sjálfsögð mannréttindi almennings er fótum troðinn í landinu og verður það þangað til fleiri alvöru baráttumenn eins og Theodóra komast á þing og hafa bein í nefinu til að berjast við höfuðandstæðing almennings, KERFIÐ.
Til hvers erum við að þykjast vera með Alþingi og fulltrúalýðræði þegar það eru alltaf sömu embættismennirnir sem stjórna landinu alveg sama hvaða flokkur eða pólitík er við völd.
Tek samt fram að ég hef ekki talað um þetta við Theodóru en mun funda með henni eftir helgina.
Theodóra segir af sér þingmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Villi,
það er flest öllum hugsandi mönnum orðið það löngu ljóst að það er sama hvernig kosningar fara, þær breyta engu. Síðast voru kosnir 29 nýir þingmenn með "ferskar hugmyndir" inn á alþingi, - aldrei orðið önnur eins endurnýjun. Þessum þingmönnum var mútað daginn eftir kosningar af "kjararáði kerfisins" með 40% launahækkun.
Það er misskilningur að halda það að kosningar snúist um breytingar eða nýja stefnumótun. Kosningar snúast um það að velja fjölmiðlafulltrúa fyrir "kerfið".
Ef Theódóra kærir sig um þá getur hún komið "kerfinu" í klandur. Því ef rétt er munað þá hefur ríkisstjórnin, sem er verkfæri kerfisins, eins manns meirihluta á alþingi.
Magnús Sigurðsson, 26.8.2017 kl. 15:39
Kerfið passar sitt. Þar ganga embættismenn og möppudýrin fremst í flokki. Það eina sem "kerfið" hugsar um, er að viðhalda sjálfu sér, hvað sem það kostar og helst bæta í, ef kostur er. Virðing almennings, fyrir Alþingi og því sem þar fer fram, er í algeru lágmarki og það ekki að ástæðulausu.
Góðar sturndir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 26.8.2017 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.