5.4.2014 | 11:04
Það eru miklu fleiri í alvarlegum vanskilum og vandræðum heldur en þessar tölur segja til um.
Það eru miklu fleiri í alvarlegum vanskilum og vandræðum heldur en þessar tölur segja til um því samkvæmt þesssri skilgreiningu ert þú ekki lengur í alvarlegum vanskilum þegar þú ert orðinn t.d. gjaldþrota.
Ég hefði talið að sá og sú fjölskylda sem er orðinn gjaldþrota sé í alvarlegum vanskilum og ekki síður alvarlegum vandræðum því gera má ráð fyrir að sá sem er orðinn gjaldþrota sé búinn að missa heimili sitt og eigi þar að auki í alvarlegum vandræðum með að fá leigt húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína þar sem hann er gjaldþrota.
Það er hægt að setja upplýsingar fram á hinn ýmsa hátt en það er í raun hægt að bæta þeim sem hafa verið gerðir gjaldþrota frá hruni við þessa tölu því þó í fréttini segi að þeim fækki sem eru skráðir í alvarlegum vanskilum þá er þeim í raun að fjölga ef við viljum telja rétt en það hefur verið alvarleg tilhneiging til að gera það ekki og reyna að segja okkur og öðrum að allt sé hér á réttri leið.
Fyrir þá sem hafa fylgst með undanfarin ár og hafa viljað vita sannleikann þá er það sem ég segi hér fyrir ofan engin ný sannindi en fjölmiðlar, þ.e. fjórða valdið svokallaða, verður að fara að vakna og kafa dýpra í það sem þeir setja fram.
Að birta athugasenda og rannsóknarlaust allar fréttir varðandi stöðu fjölskyldnanna og heimilanna á íslandi því þeir eiga jú sjálfir heimili og fjölskyldur er það ekki og það hlýtur að bíta nokkuð svipað í þau heimili eins og önnur heimili landsins.
27.438 í alvarlegum vanskilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.