17.5.2013 | 15:36
Frábært, Hreppsnefnd Rangárþings Ytra tekur stöðu sína.
Ég sem stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna til þriggja ára vil þakka Guðfinnu og öðrum í Hreppsnefnd Rangárþings ytra fyrir þessa ályktun um stöðvun á nauðungarsölu eigna í hreppnum.
Þetta er frábært hjá ykkur og væri óskandi að það væru fleiri hreppsnefndir, bæjarstjórnir og borgarstjórn sem færu að frumkvæði ykkar og stæðu með íbúm sínum, heimilum þeirra og atvinnurekstri eins og þeim ber skylda til og ætti í raun að vera sjálfsagt mál. Það er spurning hvort þið senduð ekki áskorun á þessa aðila sem ég nefni hér að framan að gera slíkt hið sama.
Að verja heimili og fjölskyldur landsins á meðan réttaróvissa er fyrir hendi ætti að vera forgangsmál allra sem starfa á þessum vettvangi og við skulum ekki gleyma því að 95 % fyrirtækja landsins eru smáfyrirtæki með innan við 10 manns í vinnu þar sem framtíð fyrirtækisins er tekin við sama eldhúsborðið og framtíð heimilisins.
Það þarf að fresta uppboðum sem byggð eru á bæði gengis og verðtryggðum lánum því það er ekki ennþá búið að klára alla þætti gengismálanna og HH er búið að kæra verðtrygginguna sem ólöglega eins og hún hefur verið framkvæmd frá 2001 að minnsta kosti.
Þar fyrir utan á Umboðsmaður Alþingis eftir að svara HH því efnislega, fyrir hönd embættis síns, hvort það stenst lög að setja hækkun vísitölunnar inn í höfuðstól svokallaðra verðtryggðra lána eins og honum ber skylda til eftir að við beindum, fyrir um tveimur árum, spurningu í gegnum hann á Seðlabankann um þá einföldu spurningu hvar það stæði í lögum að það mætti gera það.
Vil benda þér og ykkur á að við hjá HH samþykktum einmitt nánast samhljóðandi ályktun á aðalfundi okkar núna á miðvikudaginn 15.05.13. sem við höfðum verið að vinna að í lengri tíma og í framhaldi af vinnu okkar með t.d. fólki á Selfossi sem eignin var seld á nauðungarsölu um daginn eins og frægt er orðið af Youtube myndbandi sem tekið var á staðnum.
Bara enn og aftur, þetta er algjörlega frábært hjá ykkur og líka það að minni og meirihluti standa saman að þessu, því eins og ég hef svo sem oft sagt áður þá snýst þetta ekki lengur um hægri eða vinstri eða stjórnmál yfirleitt, þetta snýst um að koma okkar frábæra landi og heimilum og fjölskyldum þess til varnar þegar gefið er skotleyfi á þau.
Minni á ferli gjaldþrota og nauðungarsölumála vegna ólöglegra lána.
http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1249575/
Hér er smá samantekt á því hvers vegna fólk tók gengislán á sínum tíma.
http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1223574/
Hér er smá útskýring á því hvernig fólk sem tók gengislán og verðtryggt lán á sama tíma stendur í dag miðaða við að allir dómar um gengislánin séu virtir.
http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1283230/
Kveðja Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir. Stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna
Beiti sér gegn uppboðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.