13.4.2013 | 15:15
Þarna talar nafni minn fjárfestirinn eða Villi verðtryggði eins og sumir vinir mínir kalla hann.
Mér sýnist einsýnt að Framsókn verði í forystu í næstu ríkisstjórn ef svo fer fram sem horfir, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.
Ég get heldur ekki séð að það sé betra að hafa Sjálfstæðisflokkinn í forystu eins og hann er í dag, hvað þá að fjölskyldur landsins hafi efni á því. Nafni minn var ekki að spurja þessarar spurningar út frá því hvort heimilin hefðu efni á því að fá Framsókn í forystuna, heldur hvort eigendur fjármagnsins hefðu efni á því að leiðrétta lán heimilanna.
Ég hef sagt að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur fyrir venjulega Sjálfstæðismenn, heldur er hann í dag eingöngu fyrir menn eins og nafna minn sem vilja halda okkur í skuldafjötrum verðtryggingar áfram og hugsa þar með eingöngu um eigin hag en gleyma hag heildarinnar, heimilanna og fjölskyldnanna sem þar búa.
Eins og ég sé þetta fyrir mér þá þarf Framsókn hjálp eða eins og sumir segja, að fá einhvern flokk með sér sem mun bókstaflega láta Framsók standa við stóru orðin um leiðréttingu lána heimilanna og afnám verðtryggingarinnar. Það vita það allir sem vita það að þeim mun ekki verða leyft það af hinum gömlu flokkunum og því þarf nýjan og lausnamiðaðan flokk eins og Flokk heimilanna til að taka þá stöðu.
Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir
Frambjóðandi í 1. sæti á Suðurlandi fyrir Flokk heimilanna.
Syndir framsóknarmanna eru stórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held að flokkur heimilanna hafi algjörlega misst dampinn þegar að þessi Halldór fór að skammast út í ríkisstjórnina fyrir að leggja niður Hraðbraut en þar á bæ voru menn að misnota ríkisfé og eyðilögðu sjálfir þannig þetta framtak.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2013 kl. 17:49
Villi. Ætlar flokkur heimilanna að afnema gjaldeyrishöft? Ef svo er þá hvenær?
Hver er stefna Flokks Heimilanna í peningamálum?
Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2013 kl. 20:33
http://www.ruv.is/frett/skuldavandi-og-sjalfbaerni
Flokkur heimilanna, sem var gagngert stofnaður til að leysa skuldavanda heimilanna, vill að sett verið lög um að flýta öllum dómsmálum sem snúast um lögmæti bæði gengistryggðra- og verðtryggðra lána.
http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/item/1635-flýtimeðferðarákvæði-laga-um-neytendalán.html
http://www.althingi.is/altext/141/s/1280.html
b. (II.)
Nú er ágreiningur milli lánveitanda og neytanda er varðar lögmæti verðtryggingar í lánssamningi þeirra í milli. Hyggist annar hvor aðilanna höfða mál vegna slíks ágreinings getur hann óskað eftir því að málið sæti flýtimeðferð eftir ákvæðum XIX. kafla laga um meðferð einkamála. Ákvæði þetta fellur úr gildi 1. september 2013.
- Niðurstaða: Markmiði náð nú þegar með lögum sem gilda til 1. sept. nk.
http://flokkurheimilanna.is/malefnin/
Stimpilgjöld skal afnema strax.
http://www.eftasurv.int/state-aid/state-aid-in-the-eea/articles/nr/1742
The Icelandic authorities have made two commitments which are enumerated below.
Amendment of stamp duty to preclude state aid and reduce switching costs
The Ministry of Finance will appoint a working group with the mandate to review Act No. 36/1978 on Stamp Duty. The working group is to submit a report to the Minister of Finance by October 2012, along with a draft bill. The assignment of the working group will be, in particular, to examine the abolishment of stamp duties for bonds issued by individuals, when transferred between creditors (i.e. when individuals transfer their loans from one loan institution to an other). The group shall furthermore examine how the
provision of stamp duty may be amended in order to simplify procedures and promote competition.
- Niðurstaða: Markmið þegar orðið að bindandi skilyrði fyrir endurreisn bankakerfisins á kostnað skattgreiðenda.
Endurupptökur ólögmætra fullnustugerða og ekki síður bætur fyrir grímulausan þjófnað á eignum neytenda:
http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/27201
- Niðurstaða: Engum markmiðum hefur ennþá verið náð í þeim efnum. Verkefni fyrir framtíðarstjórnmálamenn.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.4.2013 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.