21.6.2012 | 01:41
Mikið er ég sammála Styrmi.
Mikið er ég sammála Styrmi. Hann hefur nánast undantekningarlaust hitt naglann á höfuðið undanfarið í skrifum sínum og greinir vanda okkar vel að mínu mati.
Hann hefur verið að reyna að benda sínum (fyrrum) flokksmönnum á hvað þarf að gera en þeir hafa ekki hlustað á hann frekar en aðra.
Hann gefur að mínu mati verið ein af sárafáum sem telja má rödd skynseminnar í íslenskum stjórnmálum undanfarin ár og er þar í flokki með Lilju Mósesdóttur, það er spurning hvort það er ekki ráð að sameina þessa kröftugu talsmenn skynseminnar.
Ef við eigum að ná okkur út úr þeim vítahring sem við Íslendingar erum föst í þá þarf að sameina þá aðila sem vilja og hafa getuna til að koma okkur á beinu brautina. Þetta verður ekki auðvelt en það þarf að gera.
Flokkarnir verði að vanda valið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eg tek undir með þer Vilhjalmur að Styrmir er eins og rodd ur obyggðum sem hropar sannleikann en það er eins og enginn vilja hlusta. Við vitum að LIU hefur hreðjartok a forystunni og þar standa menn og sitja eftir þeirra hofði. En kjosendur verða að senda skilaboðin að þetta se ekki þeirra vilji. Spilling og sukk verður að stoðva og flokkurinn að taka stoðu sina i stjornmalaflorunni með sin nauðsynlegu stefnumal eins og stett með stett og frelsi einstaklinsins til athafna sem i dag eru eins og haðsyrði um fiflaganginn innan flokksins.
Olafur Jonsson (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 02:18
Sannir sjálfstæðismenn kjósa vitaskuld ekki sérhagmunaklíkuveldi Sjálfstæðisflokksins, sem undir forustu Bjarna Ben
stefnir leynt og ljóst að aðlögun að glóbalísku auðræði skv. valdboðum frá júró-bíró-teknó-Krötum eftirlitsiðnaðar ESB,
enda er þvílíkur haugur af innmúruðum og innvígðum sem þarf að koma á jötuna í Brussel.
Og vitaskuld kjósa sannir sjálfstæðismenn alls ekki kommissara og stalínista VG, það er illgjarna og heiftrækna pakk,
og alls ekki hina samfylktu og samtryggðu alþýðuhræsnara og Ójafnaðarmenn Samfylkingar með bureocracy from hell.
Og sannir sjálfstæðismenn kjósa vitaskuld alls ekki Hreyfinguna (Dögun) sem eru bara liðléttingar í hirð helferðarstjórnarinnar.
Sannir sjálfstæðismenn mega mín vegna kjósa framsóknarfjósið og verðbréfasalann frá Wall Street, ef þeir af barnaskap treysta honum
EN
sannir sjálfstæðismenn kjósa vitaskuld Samstöðu, flokk Lilju Mósesdóttur, heiðarlegasta stjórnmálamannsins á þingi - til lýðræðis og velferðar okkar og til hagsbóta fyrir okkar öll til blómlegs og heilbrigðs atvinnulífs.
Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 03:33
Mikið er Styrmir barnalegur. Kannski er þetta í alvöru hans einlæga trú, að svona geti farið. En að HALDA að frambjóðendur taki hagsmuni floksins, tala nú ekki um hagsmuni FÓLKSINS, framyfir sína eigin hagsmuni, er í besta falli barnalegt. Þetta lið hugsar eingöngu um rass.... á sljálfum sér og mun berjast fram í rauðan um að missa ekki "sitt" þingsæti. Þessu liði er skítsama um fólkið í landinu. Enda sýnir einmitt 10% stuðningur við Alþingi það svart á hvítu.
Dóra (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 05:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.