17.3.2012 | 18:10
Mismunandi sviðsmyndir = útreikningsuppskriftir bankanna eftir forskrift Fjármálaeftirlitsins
Mér fannst athyglivert að Landsbankinn sagðist hafa notað aðra sviðsmynd frá Fjármálaeftirlitinu en Arion banki þegar hann gaf upp sitt "tap".
Er búinn að fara fram á það í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna að þessar svokölluðu sviðmyndir, öðru nafni útreikningsuppskriftir, sem Fjármálaeftirlitið er svo oft að gefa frá sér til bankanna til að reikna út "tap" sitt, eftir að þeir hafa fengið á sig dóma um að þeir hafi gert hlutina ólöglega, verði gefnar upp og opinberaðar fyrir okkur.
Verður örugglega fróðlegt að sjá þessar útreikningsuppskriftir og muninn á þeim.
![]() |
Tapa 51 milljarði á dómnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.