Már þarf miklu frekar að aðlaga sig að íslenskum veruleika íslensks almennings

Hvenær ætlar Már að vakna af Þyrnirósarsvefni sínum og vekja Steingrím og Jóhönnu.

Það verður of seint þegar allir verða fluttir úr landi og þau ein eftir ásamt heittrúuðum vinum sínum nema það sé einmitt það sem þau eru að bíða eftir og er það þá það eina plan ríkisstjórnarinnar og stjórnsýslunnar sem hefur gengið upp, fyrir þau.

Ég er ekki viss um að þau átti sig á afleiðingum á því að vera mjög fá eftir í landi með fólki sem heldur að allir geti unnið hjá ríkinu og eina sem þurfi að gerast að auki sé að ganga í Evrópusambandið þannig að niðjar þeirra hafi örugga vinnu í framtíðinni.  

Minni fólk á að skrá sig í Hagsmunasamtök heimilanna á heimilin.is og að því loknu að skrá sig líka á sömu síðu, hægra megin á undirskriftasöfnun HH um leiðréttingu stökkbreyttra lána heimilanna og afnám verðtryggingarinnar, en þessi undirskriftasöfnun og krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu í framhaldinu, ef stjórnvöld verða ekki búin að bregðast við þessum kröfum um næstu áramót, er að mínu mati einmitt það sem er að valda þesim titringi innan fjármálakerfissins, stjórnsýslunnar, stjórnmálaflokkana og ríkisstjórnarinnar sem við í HH höfum orðið vör við undanfarið. Vilhjálmur Bjarnason. Ekki fjárfestir


mbl.is Strik undir skuldaafskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guði sé lof fyrir H.H. það er skelfileg tilhugsun hvar við værum í dag ef þeirra hefði ekki notið við.Eg kæri mig ekki um að hugsa þá hugsun til enda .H.H. eru voldugt og gott afl eit af fáum sem sýnir að það er mikill máttur samtaka og meiri en peninganna.Því H.H. ganga ekki fyrir gróðahyggju .Það eru til stekari öfl en peningar.

Sólrún (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband