10.4.2011 | 09:50
Fyrsti dagur hins nýja og frjálsa Íslands er í dag.
Fyrsti dagur hins nýja og frjálsa Íslands er í dag.
Að ætla sér að láta okkur segja já við Icesave snérist fyrst og fremst um evrópusambandsumsóknina og að koma okkur tilneyddum þar inn, kvað sem það kostaði.
Með því að segja NEI og láta ekki hóta okkur til að segja annað erum við Íslendingar að rísa upp sem þjóð að nýju, rísa upp með reisn sem okkur hefur vantað allt of lengi vegna þess að núverandi stjórnvöld, (skrifað um kl 10 á sunnudagsmorguninn 10.4.11, aldrei að vita hvað getur gerst) hefur verið föst í því að liggja flöt fyrir hverju sem rétt er að okkur til að borga vegna þess að hún er búin að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Þessi umsókn er búin að kosta okkur allt of mikið, bæði peningalega og ekki síst fyrir andlegan aumingjaskap sem hefur lagst eins og mara yfir þjóðina með sívaxandi þunga undanfarin rúm tvö ár frá hruninu.
Það átti að láta okkur skrifa undir óútfylltan feitan tékka vegna Icesave skuldar einkafyrirtækissins Landsbanks og það á, eða réttara sagt átti, að láta heimilin í landinu borga stökkbreytt lán heimilanna, bæði ólöglega gengis og ósanngjörn verðtryggð lán án leiðréttingar bara vegna þess að ef við höguðum okkur ekki vel og borguðum allt eins og þeir vildu þá fengi Samfylkingin ekki að ganga í Evrópusambandið.
Þvílíkur aumingjaskapur sem okkur hefur verið boðið upp á undanfarið af stjórnvöldum og hefur raunar verið alla hennar daga, sérstaklega skil ég ekki hvernig VG geta látið bjóða sér þetta, en átta mig á draumum Samfylkingarinnar um að komast inn í kratadraumaheim sameinaðrar Evrópu.
Sem sagt, það átti að kosta hverju sem er til að koma okkur í Evrópusambandið, hvort sem það var gjaldþrot heimilanna eða þjóðargjaldþrot.
Steingrímur segir nú að ekki megi tal hlutina niður, hver hefur hingað til talað hlutina meira niður en akkurat hann, indjánahöfðinginn Klofin Tunga toppar sjálfan sig enn og aftur.
Ef rétt er á málum haldið þá verður eitt af því góða við útkomu þessarar kosningar það að hún gefur okkur einstakt tækifæri til að rísa upp og standa saman sem heild, láta ekki koma fram við okkur eins og vanvita af stjórnvöldum sem hafa leyft öðrum þjóðum að vaða yfir okkur á skítugum skónum.
Hingað og ekki lengra, nú er nóg komið, klárum dæmið og hreinsum út. Átta mig á því að það eru svo sem ekki margir kostir í stöðunni eins og sviðið lítur út í dag en lifi þó í voninni að það komi fram ný framboð, nýjir aðilar eða bara einfaldlega hugsun í gömlu flokkana sem muni breyta öllu til hins betra.
Ég get ekki lofað hvað tekur við en ég get lofað því að það getur ekki verið verra en það sem við höfum setið upp með undanfarin rúm tvö ár.
Annars, eins og ég hef margoft sagt áður, þetta snýst ekki lengur um flokka eða pólitík, heldur um að þetta frábæra land okkar verði byggilegt áfram fyrir það frábæra fólk sem byggir það.
Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir.
Afgerandi nei við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Okkur vantar bara þjóðstjórn.. kjósa einstaklinga en ekki flokka inná þing.. það væri skásta í stöðunni, þá væri hægt að velja rjómann af því sem í boði er og henda ruslinu út.
Gunnlaugur Jónsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.