Ekkert "samkomulag"um skuldavanda heimilanna

Öðruvísi mér áður brá, tókuð þið eftir því að núna eru skuldarar, skuldareigendur og ríkið við samningaborðið og sömdu um skuldaskilin, þar að auki lá allt í einu fyrir hvaða upphæð bankarnir höfðu til leiðréttingar á skuldum fyrirtækjanna. Um daginn þegar verið var að semja um skuldir heimilanna voru ekki svona margir við borðið, þar voru bankarnir, lífeyrissjóðirnir og ríkið en enginn fyrir hönd skuldaranna, þar að auki hafa bankarnir ekki komið fram með réttar tölur um hvaða upphæð það er sem þeir fengu í afslátt á skuldum heimilanna á milli gömlu og nýju bankanna. Er það nema von að svona illa hafi tekist til við heimilissamningana og sáttin um samning heimilanna sé engin, það vantaði stærsta hagsmunaaðilann, þann sem á að borga brúsann. Þar fyrir utan var þetta ekki samningur, þetta var staðfestinga á því að bankarnir og lífeyrissjóðirnir mættu arðræna fólk með samþykki ríkisins. Lífeyrissjóðirnir fóru í heimilissamninana með það veganesti frá Fjármálaeftirlitinu að þeir mættu ekki semja um neina leiðréttingu til heimilanna nema þá bara þann kostnað sem þeir geta hvort sem er ekki innheimt, það er að segja sokkinn kostnað. Lög um lífeyrissjóðina banna annað. Það sem þarf að gera og það sem fyrst er að finna út og neyða bankanna til að gefa upp rétta afsláttartölu og svo að neyða þá til að láta þann afslátt renna beint til skuldaranna með almennri leiðréttingu eins og Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt til. Ef þetta verður ekki gert þá verður aldrei sátt í þjóðfélaginu, en samfélagssátt er grundvöllurinn af því að hagkerfið fari af stað.
mbl.is Samkomulag um skuldavanda lítilla fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband