Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Undanfarin rúmt eitt og hálft ár hef ég verið í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna en Hagsmunasamtök heimilanna eru algjörlega ópólitísk sjálfboðaliðasamtök sem hafa unnið ótrúlega óbilgjarnt starf til varnar hagsmunum heimilanna sem aðrir sem eiga að starfa að réttindagæslu fyrir heimilin og fá borgað fyrir það gera ekki neitt og sofa á verðinum, annað hvort vegna pólitískra hagsmuna og eða sofandaháttar.
Hagsmunasamtaka heimilanna hafa frá upphafi barist og eru ennþá að berjast fyrir leiðréttingu lána heimilanna og afnámi verðtryggingarinnar sem er eitt mesta böl sem íslensk heimili glíma við í dag og að hafa ekki gefist upp þó það hafi ekki gengið eftir ennþá.
Þar fyrir utan hafa samtökin verið dugleg að benda á ýmislegt annað sem að er í íslensku þjóðfélagi og það sem hefur verið mest á mínu hjarta fyrir utan skuldavanda heimilanna er kannski helst sá mikli og stigvaxandi vandi sem blasir við allt of mörgum íslenskum heimilum og snýr að framfærsluvanda heimilanna sem á eftir að koma betur í ljós á næstu mánuðum þegar fólk er búið að eyða öllu sem það getur eins og séreignarlífeyrissparnaði sínum og selja allt sem hægt er að selja til að lifa af.
Sannleikurinn er sá að venjuleg íslensk fjölskylda hefur ekki lengur efni á að reka heimili, hvort sem það er að leigja eða eiga húsnæði og framfleyta sér og börnum sínum á sómasamlegan hátt um leið. Þá er ekki verið að tala um neinar öfga eða munað heldur bara venjulegt fjölskyldulíf eins og gerist hjá þeim þjóðum sem við miðum okkur við sem eru hin norðurlöndin.
Almenningur hefur eitt öllu aukafé sínu og sparnaði í botnlausa hít lána heimila sinna vegna þess að fólk hefur lifað í voninni um að stjórnvöld komi til móts við almenning og geri það sem þarf til að heimilunum í landinu blæði ekki út.
En nú virðist almenningur vera búinn að missa vonina og þá fer fyrst að vera hætta í íslensku þjóðfélagi, hætta á gríðarlegum fólksflótta frá landinu, hætta á ótrúlegri óhamingju í þjóðfélaginu sem mun leiða til hjónaskilnaða, slagsmála fyrir framan börnin á heimilunum og öðru því sem uppgjöf fólks fylgir, þ.m.t. andleg uppgjöf og sjálfsmorð, því miður.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa nánast allt þetta ár og eru enn í dag að safna undirskriftum almennings til leiðréttingar lána heimilanna og afnáms verðtryggingar heimilislána og eru þegar þessi orð eru skrifuð búin að safna um 38.000 undirskriftum og fara strax eftir áramót fram með kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál.
Eitthvað segir mér að sá titringur sem kominn er í stjórnarsamstarfið núna um áramótin sé af völdum þessa því stjórnvöld vita að ef samtökin ná þjóðaratkvæðagreiðslunni í gegn núna strax eftir áramótin þá eru 80 % kosningarbærra íslendinga sammála Hagsmunasamtökum heimilanna og þá er stjórninni ekki lengur til setunnar boðið.
Vonandi berum við íslendingar gæfu til að gott og heiðarlegt fólk gefi kost á sér til setu á þingi fyrir okkar frábæra lands og vonandi berum við gæfu til að kjósa þegar að því kemur, yfir okkur fólk sem vill hag íslands og íslenskra heimila sem bestan og áttar sig á því að það eru ekki bankarnir og peningarnir sem halda hagkerfinu uppi heldur íslensku heimilin og íslensku fjölskyldurnar.
Viðskipti og fjármál | Breytt 4.1.2012 kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.12.2011 | 14:40
Jæja Jóhanna Sigurðardóttir, finnst þér enn að þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af.
Ég held, því miður, að þessi flutningsalda til útlanda sé bara rétt að byrja ef ekkert verður gert í skuldamálum heimilanna og verðtryggingin afnumin af heimilslánum þannig að almenningur á Íslandi sé í svipaðri stöðu og í öðrum löndum í kringum okkur. Mín tilfinning er sú að almenningur hafi gefið stjórnvöldum áhveðinn tíma til að bregðast við skuldavandanum og sá tími sé nú liðinn og rúmlega það og fólk sé búið að missa trúna á að eitthvað verði gert. Ótrúlega margir hafa sagt við mig að ef ekki verði komin ásættanleg lausn núna um eða rétt eftir áramótin þá fari þeir á fullt að skipuleggja framtíð sína og barnanna sinna í öðru landi fyrir næsta skólaár.
Er þetta það ísland sem við viljum, ég get svarað fyrir mig og mína 6 manna fjölskyldu að svo er ekki og ein aðalástæðan fyrir því að ég hef verið að eyða núna einu og hálfu ári í sjálfboðavinnu í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna var og er einmitt til að koma í veg fyrir að svona færi. Það er ennþá hægt að koma í veg fyrir að þúsundir fjölskyldna taki þá áhvörðun að flytja til útlanda en tíminn er samt að renna frá okkur. Vilhjálmur Bjarnason Ekki FjárfestirEkki fleiri brottfluttir í 100 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 4.1.2012 kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2011 | 00:16
57 % hafna fjórflokkunum og 22 % segjast styðja Sjálfstæðisflokkinn er rétt frétt.
Á meðan ekkert alvöru framboð er komið fram sem fólk trúir að muni vinna fyrir okkur öll af heilindum segjast margir frekar kjósa gömlu flokkana en eitthvað annað sem það þekkir ekki og er ég viss um að það eru mun fleiri sem munu ekki kjósa fjórflokkana þegar á hólminn er komið ef það kemur eitthvað alvöru framboð fram sem fólk treystir og finnur að er að hugsa um hag íslands og íslendinga en lætur ekki hægri eða vinstri eða rautt eða blátt trufla sig. Veit hvað Guðmundur Steingrímsson og hluti af Besta eða Versta flokknum stendur fyrir og er ekki hrifinn af því, treysti ekki manni sem flakkar á milli flokka eins og honum sé borgað fyrir það, hver veit, og flokki sem er ekki með neina alvöru stefnuskrá eða málefni á oddinum og allavega ekki málefni venjulegs fólks á íslandi í dag.
Bíð spenntur eftir því hvað Lilja Mósesdóttir kemur með undan feldinum. Kannski eru fleiri góðir aðilar að spá í framboð, hver veit, spennandi tímar framundan. Vilhjálmur Bjarnason Ekki Fjárfestir
Lesa marinó g njálsson
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1210426/?fb=1
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2011 | 23:56
Farið hefur fé betra en lengi getur vont versnað.
Ef Steingrímur tekur við þá er nú fokið í flest skjól og sennilega best að flytja strax til útlanda.
Hvar endar þetta, kannski með því að Hrannar B Arnarsson verður einn með Jóhönnu á arminum og hann/hún stjórni hér öllu eins og í alræðisríki.
Árni Páll sagður vera á útleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvenær ætlar Már að vakna af Þyrnirósarsvefni sínum og vekja Steingrím og Jóhönnu.
Það verður of seint þegar allir verða fluttir úr landi og þau ein eftir ásamt heittrúuðum vinum sínum nema það sé einmitt það sem þau eru að bíða eftir og er það þá það eina plan ríkisstjórnarinnar og stjórnsýslunnar sem hefur gengið upp, fyrir þau.
Ég er ekki viss um að þau átti sig á afleiðingum á því að vera mjög fá eftir í landi með fólki sem heldur að allir geti unnið hjá ríkinu og eina sem þurfi að gerast að auki sé að ganga í Evrópusambandið þannig að niðjar þeirra hafi örugga vinnu í framtíðinni.
Minni fólk á að skrá sig í Hagsmunasamtök heimilanna á heimilin.is og að því loknu að skrá sig líka á sömu síðu, hægra megin á undirskriftasöfnun HH um leiðréttingu stökkbreyttra lána heimilanna og afnám verðtryggingarinnar, en þessi undirskriftasöfnun og krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu í framhaldinu, ef stjórnvöld verða ekki búin að bregðast við þessum kröfum um næstu áramót, er að mínu mati einmitt það sem er að valda þesim titringi innan fjármálakerfissins, stjórnsýslunnar, stjórnmálaflokkana og ríkisstjórnarinnar sem við í HH höfum orðið vör við undanfarið. Vilhjálmur Bjarnason. Ekki fjárfestir
Strik undir skuldaafskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2011 | 03:58
Kerfið skelfur vegna þjóðatkvæðagreiðslu Hagsmunasamtaka heimilanna.
Það eru ótrúlegustu aðilar farnir að taka undir með okkur í Hagsmunasamtökum heimilanna að afnám verðtryggingar heimilslána sé ekki vandamál og muni hafa þau áhrif að verðbólgu yrði haldið í skefjum af meiri alvöru en hingað til af þeim sem geta haft áhrif á verðbólguna.
Skildu þessi gjörbreyttu viðbrögð og skyndilega jákvæðni á afnám verðtryggingarinnar vera vegna þess titrings sem við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna höfum orðið vör við undanfarið eftir að aðilar innan fjármálageirans, stjórnkerfissins, stjórnmálaflokkana og ríkisstjórnarinnar áttuðu sig á þeirri staðreynd að við höldum á fullu áfram með undirskriftalistann okkar um kröfuna um leiðréttingu stökkbreyttra lána heimilanna og afnáms verðtryggingarinnar og ef ekki verður búið að verða við þeim kröfum um bæstu áramót þá förum við fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um málin og samkvæmt Gallup könnun sem við létum gera nýlega þá styðja 80 % landsmanna þessar kröfur okkar, er nema von að kerfið skjálfi.
En í sinni einföldustu mynd þá er verðtrygging heimilislána birtingarmynd almennings á þeirri óstjórn í peningamálum þjóðarinnar, bæði ríkissins og fjármálakerfissins, sem veldur verðbólgu og er velt yfir á almenning með verðtryggingu heimilslána án þess að heimilin geti þar nokkuð haft áhrif eða vald yfir hvernig þessari rússibanareið er háttað.
Það alvarlegasta er að verðtrygging húsnæðislánanna var sett á á sínum tíma til að velta hærri vaxtakostnaði af völdum óstjórnar peningamála yfir á lántakendur eingöngu og þar að auki falið fyrir þeim í framhaldinu með þeim reiknikúnstum sem við öll þekkjum. Þessar reiknikúnstir felast í að í stað þess að afborgun lána okkar hækki og sé sjánleg strax, sem mundi kalla á viðbrögð og hefði sennilega orðið til þess að enginn mundi hafa tekið svona verðtryggð lán ef okkur hefði verið sýndir réttir útreikningar á afborgun hvers mánaðar, þá fer verðtryggingin á lánið sjálft og hækkar höfuðstól þess um hver mánaðarmót og það nánast án þess að við tökum eftir því.
Það hefur almennt verið gefið í skyn af lánastofnunum að þetta skipti ekki máli þar sem við borgum almennt sama hluta launanna okkar í afborgun í hverjum mánuði. En þeir hafa skautað fimlega fram hjá þeirri staðreynd að lánin hækka nánast óslitið um hver mánaðarmót á móti. Sem dæmi þá hefur 20 milljón króna verðtryggt húsnæðislán hækkað um c.a. átta milljónir, í 28 milljónir frá 1.1.2008 vegna nánast um 40 % hækkunar verðtryggingar lánsins frá þeim tíma á meðan greiðslubyrðin hefur bara hækkað úr 90.000 kr á mánuði í 125.000 kr á mánuði.
Það besta við afnám verðtryggingar heimilslánanna og aðalásstæðan að mínu mati fyrir því að við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna förum þá leið að fara fram á afnám verðtryggingarinnar í stað þess að tala um þá gömlu tuggu að auka þurfi aðhald og stjórn á ríkisfjármálum og eftirlit með fjármálafyrirtækjum er að ráðandi aðilar á peningamarkaði munu eftir afnám verðtryggingarinnar ekki lengur hafa hag af því að halda verðbólgunni hárri heldur hafa þann sameiginlega hag með okkur lánþegum og hagkerfinu öllu að halda verðbólgunni í sem lægstri tölu til að hafa vaxtamuninn sem þeir hefðu þá í afgang sem mestan á meðan lántakar mundu verða varðir fyrir of háum vöxtum með þaki á vöxtum heimilislána, t.d. 4 til 6 % þak og engin verðtrygging.
Þannig virka alvöru hagkerfi, sameiginlegur hagur allra og allir að vinna að sama markmiði, að halda verðbólgunni í skefjum. Svo má alltaf deila um hvort og hvaða vextir séu ásættanlegir.
Minni fólk á að skrá sig í Hagsmunasamtök heimilanna á heimilin.is og að því loknu að skrá sig líka á sömu síðu, hægra megin á undirskriftasöfnun HH um leiðréttingu stökkbreyttra lána heimilanna og afnám verðtryggingarinnar, en þessi undirskriftasöfnun og krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu í framhaldinu, ef stjórnvöld verða ekki búin að bregðast við þessum kröfum um næstu áramót, er að mínu mati einmitt það sem er að valda þessum titringi innan fjármálakerfissins, stjórnsýslunnar, stjórnmálaflokkana og ríkisstjórnarinnar sem við í HH höfum orðið vör við undanfarið. Vilhjálmur Bjarnason. Ekki fjárfestir.
Ekki vandamál að draga úr verðtryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 4.1.2012 kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2011 | 02:33
Sjómannafélagsmálið dæmt í Hæstarétti 5. desember ef bankinn reynir ekki að "múta" Sjómannafélaginu áður.
Vona og held reyndar eftir fund okkar hjá Hagsmunasamtökum heimilanna með þeim hjá Sjámannafélaginu um daginn að siðferðisvitund forsvarsmanna Sjómannafélagssins sé meiri en svo að þeir láti bankann "múta" sér til að fella málið niður og láti hagsmuni sjómanna og fjölskyldna þeirra og reyndar landsmanna allra ráða för. Vilhjálmur Bjarnason Ekki Fjárfestir
Verkfalli sjómanna frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2011 | 23:02
Hvar er FÍB, félag íslenskra bifreiðaeigenda
Væri ekki sniðugra fyrir fólk að skrá sig í Hagsmunasamtök heimilanna þar sem verið er að vinna á fullu afli í sjálfboðavinnu við að bjarga heimilum landsins og félagsgjöldin eru bara 1.800 kr minnir mig og eru þar að auki valkvætt hvort þú greiðir eða ekki, en við vinnum samt fyrir alla þó félagsgjöldin séu ekki greidd.
Harka hlaupin í innheimtuaðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2011 | 00:16
Faðmlag forsetafrúarinnar og eggjakast á Austurvelli 1. okt.
Af faðmlagi forsetafrúarinnar við mótmælendur og eggjakasti á Austurvelli 1. okt. Faðmlagið kallaði efnahagsráðherra, Árni Páll Árnason í hugleiðingum sínum "þegar forsetafrúin snýr baki í þingið". Þorsteinn Pálsson segir af Kögunarhóli sínum um helgina í Fréttablaðinu: "Sumir kunna að vera þeirrar skoðunar að eiginkona forsetans hafi sýnt alþýðunni þá hjartahlýju sem ríkisstjórnina skorti. Ætla má að aðrir deili skoðunum með ráðherranum og líti svo á að hún hafi tekið stöðu með þeim sem snúa vilja baki við Alþingi án þess að hafa nokkuð fram að færa til lausnar." Ég sjálfur get svo sem ekki og ætla ekki að verja eggjakastið á Austurvelli en að einhver haldi því fram að þeir sem mættu á Austurvöll hafi ekkert fram að færa get ég bara ekki samþykkt, Þorsteinn heldur því fram að það sé sýn Árna Páls á þeim sem mættu til að mótmæla friðsamlega, sem langsamlega flestir gerðu, sennilega 99 % þess 5 til 7 þúsunda sem mættu. Við sem boðuðum til mótmælanna, þ.e. Hagsmunasamtök heimilanna hvöttum fólk til að mótmæla kröftuglega og friðsamlega en getum ekki borðið ábyrgð á öllum þeim sem mæta enda getur fólk mætt á Austurvöll án þess að við í HH boðum það þangað. Skil samt vel þá sem eru orðnir svo reiðir að þeir ráði ekki við sig þó ofbeldi sé ekki sú lausnarleið sem við viljum fara. En aftur að "þeim sem snúa vilja baki við Alþingi án þess að hafa nokkuð fram að færa til lausnar" ef átt er við Hagsmunasamtök heimilanna með þessari setningu þá verð ég að segja að sá sem heldur því fram hefur bara ekki unnið heimavinnuna sína eða er reyna að slá ryki í augu fólks sjálfum sér og sýnum málflutningi til lítils framdráttar eða virðingar. Allir þeir sem eitthvað hafa kynnt sér málflutning HH hljóta að vita að við erum alls ekki að snúa baki við Alþimgi þó við séum að krefjast þess að þeir sem þar vinna og voru kostnir af fólkinu í landinu til að stjórna því fari að vinna vinnuna sína með hagsmuni almennings að leiðarljósi, við erum einmitt að snúa okkur að Alþingi með von um áheyrn en höfum lítið sem ekkert fengið nema falsvonir og tafir, því miður. Þar fyrir utan höfum við bent á nokkrar leiðir frá upphafi til lausnar þeirri hræðilegu stöðu sem heimili landsins eru komin í en fengið nánast ekkert nema þöggun til baka frá stjórnvöldum á meðan okkar frábæra þjóð stefnir hraðbyr þangað sem hún þarf ekki og má ekki fara.
Viðskipti og fjármál | Breytt 4.1.2012 kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2011 | 08:51
Framfærsluvandinn að koma í ljós, hvenær fara stjórnvöld að horfast í augu við hann
Bendi fólki sem hefur áhuga á framfærslu og skuldavanda heimilanna að lesa sérbókun mína sem ég setti fram fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna í stöðuskýrslu vinnuhóps um fjárhagsvanda heimilanna sem skilað var til Velferðaráðherra í júní síðastliðnum. Í þessari sérbókun koma fram áhyggjur okkar í Hagsmunasamtökum heimilanna af ástandi skuldamála heimilanna og ekki síður áhyggjur okkar af fyrirsjánlegum framfærsluvanda heimilanna sem er nú alltaf að koma betur og betur í ljós en mátti alls ekki ræða eða koma fram í skýrslu þeirri sem skilað var þar sem sú umræða átti ekki upp á pallborðið þó eitt af markmiðum og því sem hópurinn átti að gera hafi verið að greina vandann og koma fram með tillögur til úrbóta. Þess má líka geta að sérbókun mín kemur ekki fram í efnisyfirlitinu með skýrslunni sem hlítur að teljast mjög sérstakt í ljósi alvarleika málsins.
Það er skömm af því hvað margir hér á landi þurfa að velja á milli þess að eiga fyrir mat eða eiga fyrir leigunni eða afborgunum lána húsnæðis fyrir fjölskylduna. Ég hef margoft, bæði í bloggi mínu og vinnu fyrir Hagsmunasamtök heimilanna þar sem ég er í stjórn, bent á að það er ekki bara skuldavandi sem almenningur á við að etja hér á landi heldur líka að launavandinn sé orðinn það mikill að það sé sívaxandi fjöldi fólks sem hefur ekki efni á að halda heimili með sómasamlegum hætti og þurfi að bjóða börnum sínum upp á eitthvað sem á ekki að þurfa að líðast í þjóðfélagi eins og okkar. Bendi ég t.d. á skrif Hörpu Njáls þessu til staðfestingar en hún hefur bæði verið sjálf og sem hluti af GET hóp Hagsmunasamtaka heimilanna fjallað um framfærslukostnað og fátækt á Íslandi. Höfum við bent á að gera þurfi raunframfærsluviðmið sem grunnlaun, tryggingar, bætur og atvinnuleysistryggingar yrðu miðaðar út frá. Það sem gert var hér fyrr á árinu og kallað var neysluviðmið var ekkert annað en mæling á neyslu en hafði ekkert með það að segja hvað kostar að lifa á Íslandi fyrir fjölskyldurnar. Til skýringa felst munurinn á útreiknuðum neysluviðmiðum og raunframfærsluviðmiðum í því að annars vegar er miðgildi raunneyslu mælt út frá fyrirliggjandi gögnum Hagstofu Íslands. Hins vegar er eðlileg raunframfærsla fundin út af sérfræðingum og er þá miðað við að skilgreina framfærsluþætti og þjónustu sem á að teljast fullnægjandi lýsing á hóflegri og eða eðlilegri framfærsluþörf fjölskyldu af tiltekinni stærð, á tilteknum stað og á tilteknum tíma. Út frá skilgreindum framfærsluþáttum sem teljast uppfylla eðlilega framfærsluþörf er fundinn raunframfærslukostnaður. Raunframfærslukostnaður og lágmarks framfærsluviðmið unnin út frá þeim hafa um margra ára skeið verið opinber á öðrum Norðurlöndum, svo sem Danmörku, Svíþjóð og Noregi og eru grunnlaun og annar framfærslukostnaður miðaður við það þannig að þeir sem eru með lægstu launin og lifa á bótum geta lifað nokkuð mannsæmandi lífi í þessum löndum sem er ekki hægt hér á landi.Að mínu mati er það ein mesta kjarabótin sem völ er á að aflétta verðtryggingunni af heimilum landsins og setja á sama tíma hámark á vexti húsnæðislána þannig að allir aðilar hafi hag að því að halda verðhækkunum í lágmarki og þar með verðbólgu sem verðtryggingin er afleiða af. Ástandið á eftir að versna mikið ef við förum ekki að horfast í augu við vandann og gera það sem gera þarf og vil ég meina að það sé mikill dulinn vandi, t.d vegna þess að fjármálastofnanir skrái vandann ekki rétt og séu ekki að gefa upp réttar tölur um fjárhagsvanda heimilanna. Má í því sambandi minnast á að það eru ekki til samræmdar tölur um þann vanda sem þó er hægt að mæla og frumvarp sem gefur leyfi til samkeyslu gagn er kæft í nefnd þingsins. Þetta er ekkert annað en þöggun af verstu tegund sem kemur til með að bíta okkur illilega þegar hið rétta kemur í ljós og áhyggjur mínar og okkar í Hagsmunasamtökum heimilanna er að þá verði vandinn orðinn nánast óbærilegur fyrir allt of marga með öllu því slæma sem því fylgir. Hvet alla til að fara inn á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna, sem er heimilin.is og taka þátt í undirskriftarsöfnun okkar um áskorunar til stjórnvalda um leiðréttingu stökkbreyttra verðtryggðra og gengislána með kröfu um þjóðarathvæðagreiðslu ef stjórnvöld hafa ekki dug í sér til að gera þetta af sjálsdáðum.
Þrengingar heimila aukast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 4.1.2012 kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)